Fréttablaðið - 07.11.2015, Síða 53
VIRTUS bætir í hópinn
VIRTUS er framsækið þjónustufyrirtæki á sviði víðtækrar bókhalds- og fjármála -
þjónustu. Aðalsmerki félagsins eru heildstæð þjónusta sem grund völluð er á
sterkri liðsheild metnaðarfullra starfsmanna. Þessa dagana leitum við að öflugu
fólki sem vill slást í för með okkur undir merkjum VIRTUS og dótturfélaganna
Nótu og Payroll.
Við bjóðum starfsfólki okkar fjölbreytt og krefjandi verkefni, leggjum áherslu á
skjólgott vinnuumhverfi og freistum þess að haga daglegum störfum okkar
þannig að þau séu aðlaðandi bæði fyrir starfsfólk og viðskiptavini. VIRTUS býður
upp á sveigjanlegan vinnutíma.
Við leggjum áherslu á áreiðanleika og snyrtimennsku í röðum starfsfólks okkar,
gerum kröfu um gott vald á enskri og íslenskri tungu, óskum eftir nákvæmni og
skipulagi í vinnubrögðum og lítum á gott viðmót, glaðværa þjónustulund og
samskiptahæfni sem lykilatriði fyrir starfsandann.
Helstu verkefni okkar eru færsla bókhalds, skil á skýrslum vegna opinberra gjalda,
gerð milliuppgjöra, ársupp gjöra, skattframtala, útgáfa reikninga, greiðsla reikninga
og launaútreikningar auk almennrar rekstrarráðgjafar.
Á meðal viðskiptavina eru einstaklingar með rekstur, fyrirtæki, stofnanir, hús félög,
leikfélög, stéttarfélög, starfs manna félög o.fl. auk fjölda erlendra aðila á borð við
kvikmyndafyrirtæki o.fl. sem ýmist eru í tímabundnum verkefnum hér á landi eða í
viðvarandi rekstri.
MÓTTÖKURITARI
Á ÞJÓNUSTUBORÐI
HELSTU VERKEFNI
• Umsjón með móttöku VIRTUS og
tengdra félaga
• Símsvörun, umsjón með bréf- og
bögglasendingum, eftirlit með
fundarherbergjum,kaffistofu o.fl.
• Dagleg uppfærsla skuldunauta-
bókhalds viðskiptavina
• Reikningagerð fyrir viðskiptavini
• Aðstoð við bókhaldssvið VIRTUS
ÆSKILEG ÞEKKING OG HÆFNI
• Þekking og reynsla sem nýtist í
starfi
• Almenn tölvuþekking (skilyrði)
• Reynsla af dk bókhaldshugbúnaði
SÉRFRÆÐINGUR
Á LAUNA- OG GREIÐSLUSVIÐI
HELSTU VERKEFNI
• Útreikningar og greiðslur á launum
og tengdum gjöldum
• Færsla og afstemming launa- og
verktakabókhalds
• Samskipti við lífeyrissjóði,
stéttarfélög og opinbera aðila
• Ráðgjöf og stuðningur fyrir
viðskiptavini
ÆSKILEG ÞEKKING OG HÆFNI
• Menntun sem nýtist í starfi
• Reynsla af launaútreikningum
• Þekking á bókhalds- og launakerfi
• Almenn tölvuþekking
• Sveigjanleiki og geta til að vinna
undir álagi
STARFSMAÐUR
Á BÓKHALDSSVIÐI
HELSTU VERKEFNI
• Aðstoð við fjármálastjóra
viðskiptavina
• Aðstoð við verkefnastjóra við
uppgjör verkefna
• Samskipti við innlenda og
erlenda birgja
• Umsjón með samþykktarferli
reikninga
• Önnur tilfallandi verkefni
ÆSKILEG ÞEKKING OG HÆFNI
• Þekking og reynsla sem nýtist í
starfi
• Sjálfstæði í vinnubrögðum
• Almenn tölvuþekking (skilyrði)
• Reynsla af dk bókhaldshugbúnaði
SÉRFRÆÐINGUR
Á BÓKHALDSSVIÐI
HELSTU VERKEFNI
• Færsla og afstemming bókhalds
• Uppgjör og skil á opinberum
gjöldum
• Milliuppgjör og greining
fjárhagsupplýsinga
• Gerð ársuppgjöra og skattframtala
• Almenn ráðgjöf
ÆSKILEG ÞEKKING OG HÆFNI
• Þekking á bókhaldskerfum (skilyrði)
• Áfanginn „Viðurkenndur bókari“
(kostur)
• Almenn tölvuþekking (skilyrði)
• Sveigjanleiki og geta til að vinna
undir álagi
VIRTUS og tengd félög óska eftir að ráða til sín móttökuritara á þjónustuborði, sérfræðing á launa- og
greiðslusviði, sérfræðing á bókhaldssviði og starfsmann á bókhaldssviði.
Skipholt 50 d, 105 Reykjavík • Sími 414 3200 • virtus@virtus.is
Nánari upplýsingar um störfin veitir Atli Rafn Viðarsson á netfanginu atli@virtus.is
Umsóknarfrestur er til og með 21. nóvember 2015. Eingöngu er hægt að sækja um störfin á vef VIRTUS, virtus.is/atvinna.
Starfsmaður VIRTUS staðsettur hjá viðskiptavinum
Factus býður fyrirtækjum ráðgjöf og lánveitingu til skamms tíma
Payroll sérhæfir sig í launaútreikningum fyrir einstaklinga, fyrirtæki og félagasamtök
Nóta býður upp á notendavænt vefviðmót fyrir reikningagerð á nóta.isfactus.is nóta.ispayroll.is
factus