Fréttablaðið - 07.11.2015, Side 88

Fréttablaðið - 07.11.2015, Side 88
Við viljum koma þeim skilaboðum á fram-færi að þessir einstak-lingar vilja ekki ein-hverja vorkunn, þeir vilja fá að standa sig í lífinu en þeir þurfa tækifæri. Stundum þarf aðstoð við það og ef eitthvað gengur ekki vel þá er stuðningurinn hjá okkur,“ segir Elín Ebba Ásmunds- dóttir, stofnandi Hlutverkasetursins, sem er virkni- og endurhæfingarmið- stöð. Þegar blaðamann ber að garði óma hlátrasköllin á annarri hæðinni í Borgartúni 1 þar sem Hlutverkasetrið er til húsa. Um 30 manns eru í húsinu við ýmsa iðju, sumir að sauma, aðrir í tölvunni og margir sitja við stórt borð að spjalla og borða súpu. „Það er sko mikið hlegið hérna,“ segir Elín Ebba. „Það koma svona 30-50 manns hingað daglega og sérstaða okkar er kannski sú að það er enginn að spyrja hvort það sé eitthvað að viðkomandi. Hér fær fólk bara að vera eins og það vill. Það geta verið alls konar ástæður fyrir því að fólk kemur hingað. Það getur verið vegna einangrunar, veik- inda eða hvað sem er. Fólk kemur hingað á eigin forsendum og þú ert ekki píndur í neitt prógramm en getur búið til þitt eigið ef þú vilt og hér er margt í boði,“ segir Elín Ebba en boðið er upp á alls kyns námskeið og iðju. Vilja komast á vinnumarkaðinn Í Hlutverkasetrið kemur fólk sem einhverra hluta vegna hefur dottið út af vinnumarkaðnum eða skóla, til þess að halda sér virku og koma í veg fyrir félagslega einangrun. „Við höfum tekið eftir því hjá okkur að mikið af fólkinu sem hingað kemur vill komast aftur út á vinnumarkað- inn en fær ekki tækifæri til þess. Atvinnuumsóknum er ekki svarað eða þá að það eru ekki í boði hluta- störf sem myndu hjálpa mörgum við að komast aftur af stað en líka gagnast samfélaginu til langs tíma,“ segir Elín Ebba. Þess vegna ákvað hún ásamt Sylvi- ane Lecoultre, sem starfar einnig hjá Hlutverkasetrinu, að setja af stað nýtt verkefni sem ber nafnið Útrás. Tilgangur verkefnisins er að auka þátttöku fólks með geðraskanir á vinnumarkaði, auka skilning og þekkingu á þörfum þeirra auk þess að vinna gegn fordómum og mis- munun. „Við erum með fullt af hæfileika- fólki með alls konar menntun sem vill komast í vinnu,“ segir Sylviane sem heldur utan um verkefnið og styður fólkið. „Oft vantar þennan stuðning upp á þegar fólk fer út á vinnumarkað- inn. Við erum boðnar og búnar með alla aðstoð en okkur vantar að fá atvinnurekendur til þess að taka þátt í þessu með okkur,“ segir hún. „Við höfum líka hugsað þetta þannig að fyrirtæki gætu til dæmis prófað núna í stað þess að gefa pen- ing í alls konar safnanir þegar þær eiga sér stað að gefa frekar tækifæri. Það eru engar skuldbindingar, þau fá allan þann stuðning sem þau þurfa hjá okkur,“ segir Elín Ebba. Þær segja atvinnurekendur oft hrædda við að ráða einstaklinga sem glímt hafa við andleg veikindi. „Það er eins og það sé einhver hræðsla, hvað ef viðkomandi sýnir einhver einkenni og svo framvegis. En við segjum bara veit það eitthvað um hitt fólkið sem það ræður inn, það er engin ástæða til að hræðast neitt,“ segir Elín Ebba. Þurfa tækifæri, ekki vorkunn Elín Ebba og Sylviane segja mikilvægt að gefa fólki sem glímt hefur við geðraskanir eða dottið út af vinnu markaði möguleika á að komast aftur á vinnumarkaðinn á sínum forsendum. Reynsla þeirra sé dýrmæt og nýtist vel í starfi. Elín Ebba og Sylviane starfa í Hlutverkasetrinu en þangað kemur fólk sem meðal annars hefur dottið úr námi eða vinnu af einhverjum ástæðum. Fréttablaðið/VilHElm „Það er svo oft þannig að ef fólk hefur dottið út af vinnumarkaði og ferilskráin sýnir þess merki, þá er eins og fólk sé stimplað á ákveðinn hátt,“ segir Sylviane. allt sjúkdómsgert „Svo er annað sem fagfólk er búið að koma inn hjá fólki. Það er að fólk fær alls konar eðlilegar tilfinningar við að byrja í nýrri vinnu, það getur auð- vitað verið erfitt fyrst meðan maður er að læra. Fólk heldur þá oft, bara af því það upplifir þessar eðlilegu til- finningar, að það sé að veikjast aftur því það er búið að sjúkdómsgera allt,“ segir Sylviane. Þær Elín Ebba og Sylviane unnu báðar lengi hjá Geðsviði Landspítal- ans við endurhæfingu sjúklinga. „Ég ákvað að stofna Hlutverkasetrið því mér fannst vanta úrræði fyrir fólk eftir að það útskrifast af geðdeild. Við vorum alltaf að sjá dæmi um að fólk var komið á góðan stað hjá okkur en var svo að koma alltof fljótt aftur til okkar því það voru ekki nógu góð úrræði eftir að það kom út.“ alls konar hæfileikar Þær segjast leita eftir alls kyns störfum fyrir sitt fólk og nú þegar hafa nokkrir fengið vinnu. „Við erum með alla flór- una af fólki sem getur gert alls konar hluti og er með dýrmæta reynslu sem nýtist vel í þeim störfum sem fólkið okkar hefur fengið,“ segir Elín Ebba. „Atvinnurekendur þurfa að leyfa fólki að máta sig í störfin. Við viljum að það sé ekki alltaf verið að reyna að breyta fólki heldur þurfum við að læra að taka fólki eins og það er. Við erum að leita til atvinnurekenda um að gefa okkar fólki séns, það er alls konar en við sjáum að ef fólk fær tækifæri þá eru endalausir möguleikar en við erum alltaf svo fljót að dæma fólk úr leik. Þetta er staður þar sem þú þarft ekki að panta tíma, þú kemur bara og þú nærð alltaf sambandi við einhvern hér auk þess sem fólkið styður hvert annað mikið,“ segir Sylviane. Hlutverkasetrið heldur fund þann 11. nóvember þar sem verkefnið verður kynnt fyrir atvinnurekendum og bjóða þær alla velkomna á fundinn sem hefst klukkan 15 í Borgartúni 1. Gott að vera kominn aftur af stað í vinnu Orri Karlsson byrjaði að koma í Hlutverkasetrið í janúar síðastliðnum. „Ég er búinn að vera í alls konar verk- efnum hérna og undirbúningi til þess að fara út á vinnu- markaðinn,“ segir hann. Verkefnin fólu meðal annars í sér tölvuvinnu auk þess sem Orri sá um uppvask nokkra daga í viku. Orri veiktist fyrir nokkrum árum og hefur lítið verið á vinnumarkaðnum síðan þá . „Ég tók pásu frá skólanum þegar ég veiktist. Fór svo aftur í skóla og er búinn með helming af BA-námi.“ segir Orri sem er ekki viss um að hann klári það nám sem hann hóf í frönsku og hagfræði. „Ég er ekkert sérstaklega spenntur fyrir því í augnablikinu.“ Orri er nýkominn með vinnu hjá Kötlu sem hann fékk í gegnum Hlutverkasetrið. Áður hafði hann sótt um tugi starfa en sjaldnast fengið svör við umsóknum sínum sem hann segir afar leiðinlegt að upplifa þegar maður sé tilbúinn til þess að fara aftur út á vinnumarkaðinn. „Ég er núna að dagsetja jólakökudeig og setja glassúr í öskjur. Þetta er önnur vikan mín og það er bara mjög fínt að fá eitt- hvað að gera. Vakna á daginn og gera eitthvað.“ Orri byrjaði að vinna hálfan daginn en var fljótt boðið að vera allan daginn og þáði það. „Þetta er tímabundið starf þangað til í desember,“ segir hann en vonast til þess að fá kannski að starfa lengur eða aðra vinnu í framhaldinu. „Ég er allavega kominn af stað, ég er búinn að vera í einhverjum hluta- störfum og búinn að fá vinnu inn á milli. Þetta er allavega byrjað að tikka hjá mér og ég er ánægður með það.“ Reynslan nýtist í starfi Kremeena Demireva ólst upp í Búlgaríu en flutti til Íslands fyrir 23 árum. „Eftir ákveðna erfiðleika datt ég út af vinnumarkaði árið 2011. Þetta var áfall og það tók mig langan tíma að koma í Hlutverkasetrið. Ég var heppin að hitta góða iðjuþjálfara. Þetta er staður sem ætti að benda á fyrst, flestir byrja aftur að trúa á sig hér og fá vonina,“ segir Kremeena sem er þekkt í Hlutverka- setrinu fyrir saumakunnáttu sína. Hún er núna komin aftur í vinnu og er í þrjátíu prósent starfi.  Reynsla hennar af eigin veikindum nýtist henni í starfinu. „Ég fékk tæki- færi til að prófa vinna með verkefni hjá Geðteyminu í Breiðholti. Ég er að vinna með þremur konum sem búa við mikla einangrun. Þetta er stundum krefjandi starf andlega en það er gaman að sjá árangurinn og fá kærleika og traust til baka. Mín reynsla af þunglyndi, kvíða og alls konar hjálpar mér að nálgast fólk á annan hátt.“ Ég er kominn í starf núna sem ég er mjög ánægður með,“ segir Kári auðar Svansson sem starfar nú sem liðveitandi hjá samfélagsgeðteymi Landspítalans. „Starfið felst í því að heimsækja fólk sem er félags- lega einangrað, halda því félagsskap og gera eitthvað sem það hefur áhuga á að gera,“ segir Kári. „Ég fékk námsleiða þegar ég var búinn með eitt ár í heim- speki í háskólanum, ég var orðinn leiður á þessari endalausu skólagöngu og fór þá að vinna í staðinn. Ég var í 100 prósent starfi í tæplega ár en veiktist þá af geðklofa og hef ekki verið í fullu starfi síðan þá.“ Núna er hann í rúmlega 20 prósent starfi sem liðveitandi. „Þetta er rosalega gefandi vinna og mjög indælir drengir sem ég vinn með. Þeir eru með sama sjúkdóm og ég, geðklofa, og því nýtist mín reynsla vel,“ segir Kári. Gefandi vinna Viktoría Hermannsdóttir viktoria@frettabladid.is 7 . n ó v e m b e r 2 0 1 5 L A U G A r D A G U r44 h e L G i n ∙ F r É T T A b L A ð i ð
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.