Fréttablaðið - 07.11.2015, Síða 100

Fréttablaðið - 07.11.2015, Síða 100
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Guðrún Jóhannesdóttir Michelsen andaðist 4. nóvember á Hrafnistu í Reykjavík. Fyrir hönd aðstandenda, Anna Sigrún og Jóhanna Björnsdætur Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Jóhann Sigurðsson rafvélavirki, Akurgerði 40, Reykjavík, lést á Landspítalanum 2. nóvember. Útför hans fer fram frá Grensáskirkju þriðjudaginn 10. nóvember kl. 15. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Minningarsjóð Landspítalans. Margrét Valdimarsdóttir Einar Jóhannsson Sigrún Jónsdóttir Hekla Jóhannsdóttir Ágúst Sigurmundsson Hjartans þakkir fyrir hlýhug og samúðarkveðjur vegna andláts föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Guðmundar Jónassonar skipasmiðs og verkstjóra. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á Sóltúni, hjúkrunarheimili, fyrir þá mannvirðingu, hlýju og umhyggju sem einkennir framkomu þeirra og starf. Guðjón Guðmundsson Karen Christensen Margrét Guðmundsdóttir Þórarinn Hjartarson barnabörn og barnabarnabörn. Mín yndislega eiginkona og bestasti besti vinur minn, Vilhelmína Nielsen Lyngmóum 2, Garðabæ, varð bráðkvödd á heimili sínu aðfaranótt sunnudagsins 1. nóvember. Útförin fer fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Guðmundur Hallur Jóhannesson Okkar ástkæri, Steingrímur Bjarni Björnsson lést þann 24. október síðastliðinn og hefur útförin farið fram í kyrrþey. Ragnhildur Björgvinsdóttir, börn hins látna og fjölskyldur þeirra. Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, Guðrún Birna Þorsteinsdóttir Skildinganesi 58, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 2. nóvember sl. Útförin fer fram frá Neskirkju miðvikudaginn 11. nóvember 2015 kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarfélög. Gunnar I. Hafsteinsson Sigrún M. Gunnarsdóttir Benedikt S. Magnússon Bergljót Soffía, Inga Birna, Freyja Dís og Lóa Mjöll Þökkum af öllu hjarta auðsýnda samúð, hlýhug og vináttu, vegna andláts og útfarar okkar ástkæra eiginmanns, föður, tengdaföður, sonar og bróður, Haraldar R. Gunnarssonar Ragna Ársælsdóttir Þorsteinn Andri Haraldsson Olivia Lohmeyer Inga Björk Haraldsdóttir Sverrir Ólafur Georgsson Ragna Björg Haraldsdóttir Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför Sigurbjörns Sveinssonar Brekatúni 18, Akureyri, sem lést 31. ágúst síðastliðinn. Karen, Ívar og Sveinn Sigurbjörnsbörn Sveinn Sigurbjörnsson Svala Haraldsdóttir Una, Þórhildur og Benedikt Sveinsbörn Arna Ívarsdóttir og aðrir aðstandendur. Elskulegi faðir, tengdafaðir og afi, Magnús Fjalldal er látinn. Aðstandendur Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@365.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. „Helga er ömmusystir mín. Hún er alþýðukona sem hefur farið í gegnum lífið af æðruleysi og lífsgleði. Ég tel að saga hennar eigi erindi til okkar allra,“ segir Dagbjört Brynja Harðardóttir mynd- listarkona og höfundur sýningarinnar Í heimsókn hjá Helgu sem opnuð verður í Minjasafninu á Akureyri klukkan 14 í dag. Hver skyldi hafa verið kveikjan að henni? „Ég var svo heppin að alast upp með ömmum mínum báðum, þær voru hluti af lífi mínu. Þær höfðu upplifað tímana tvenna og þegar ég fullorðnaðist sá ég eftir að hafa ekki skráð eitthvað niður eftir þeim. Það vakti mig til umhugsunar um hversu mikilvægt væri að við héldum sögum til haga.“ Þegar kosningaafmæli kvenna nálgað- ist í sumar varð Dagbjörtu Brynju hugsað til Helgu frænku sinnar í Syðstabæ í Hrís- ey, sem er 94 ára. Hún ákvað að fagna 19. júní með því að heimsækja hana. „Ég brá mér með ferjunni til Hrís- eyjar og varði kvenréttindadeginum með Helgu. Við töluðum saman í marga klukkutíma, ég tók allt upp og myndaði líka en vissi ekkert á þeirri stundu hvað ég ætlaðist fyrir með efnið. Aðalatriðið var að fá að heyra sögu þessarar frænku minnar og fræðast í leiðinni um æsku föðurömmu minnar. Við Helga áttum frábæran dag, veðrið var eins og best varð á kosið, það var eldaður rúgbrauðs- grautur og hamingjuóskum rigndi yfir okkur í tilefni dagsins. Við Helga kynnt- umst heilmikið. Samtalið byrjaði svo- lítið þvingað en svo losnaði um allt slíkt og hún lýsti sínu daglega lífi gegnum árin og upplifunum sem voru ekkert endilega allar skemmtilegar.“ Með sýningunni í Minjasafninu kveðst Dagbjört Brynja vilja heiðra baráttu kvenna fyrir samfélagsréttindum. „Mér finnst ég hafa ákveðna skyldu til að nýta þau tækifæri sem konur fyrri kynslóða börðust fyrir og við nútímakonur njót- um og ég vil ég sýna ömmum mínum og öðrum konum af þeirra kynslóð heiður og þökk. Helga er góður fulltrúi þeirra, hún er þvílík hvunndagshetja að það hálfa væri nóg. Mér finnst líka frábært að geta vottað henni virðingu meðan hún er enn á lífi. Þó hennar sögur hafi sumar gerst fyrir mörgum áratugum þá er svo ótrúlega stutt síðan og við megum ekki gleyma þessum sögum.“ gun@frettabladid.is Við megum ekki gleyma þessum gömlu sögum Í heimsókn hjá Helgu nefnist ljósmynda- og sögusýning sem opnuð verður í Minjasafninu á Akureyri í dag. Hún fjallar um líf og tilveru hinnar 94 ára Helgu Jónsdóttur í Hrísey. Helga og Dagbjört Brynja vörðu kvenréttindadeginum 19. júní 2015 saman úti í Hrísey, elduðu rúgbrauðsgraut og nutu þess að kynnast. Ég var svo heppin að alast upp með ömmum mínum báðum, þær voru hluti af lífi mínu. 7 . n ó v e m b e r 2 0 1 5 L A U G A r D A G U r56 t í m A m ó t ∙ F r É t t A b L A ð i ð tímamót
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.