Fréttablaðið - 07.11.2017, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 07.11.2017, Blaðsíða 4
HEYRNARSTÖ‹INKringlunni • Sími 568 7777 • heyra.is Við hjálpum þér að bæta lífsgæðin Rexton™ heyrnartækin opna nýjar leiðir í samskiptum og auka lífsgæðin. Komdu í ókeypis heyrnarmælingu og fáðu heyrnartæki lánuð til reynslu. LEIÐRÉTTING Dómkirkjan í Reykjavík var vígð 30. október 1796, ekki 6. nóvember eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær. SLYS Fólkið sem lést er bifreið þeirra lenti í sjónum við höfnina á Árskógssandi síðastliðinn föstudag var frá Póllandi, búsett í Hrísey til nokkurra ára. Um var að ræða sambúðarfólk, 36 og 32 ára og 5 ára dóttur þeirra. Bíll fjölskyldunnar fór fram af bryggj- unni á Árskógssandi um klukkan hálf sex á föstudag. Voru þau flutt á sjúkrahúsið á Akureyri þar sem þau voru úrskurðuð látin. Að ósk aðstandenda verða nöfn þeirra ekki gefin upp eða nánari upplýsingar. Samveru- og bænastund var hald- in í Hríseyjarkirkju í gær. Þar hittust íbúar eyjunnar og minntust þeirra þriggja sem fórust. Rannsókn lögreglunnar á Norður- landi eystra á tildrögum slyssins er ólokið. Verið er að ræða við vitni til að fá betri mynd á atburði. Bílnum hafi verið ekið á eðlilegum hraða eftir bryggjunni þar sem hann stöðvaði aldrei áður en hann fór fram af. – ósk Pólsk fjölskylda lést á föstudag DÓMSMÁL Héraðsdómur Norður- lands eystra dæmdi síðastliðinn fimmtudag mann í tveggja mánaða fangelsi fyrir tvær líkamsárásir gegn fyrrverandi sambýliskonu hans. Manninum var gefið að sök að hafa veist tvívegis að konunni á heimili mannsins. Hann játaði sök fyrir dómi og taldi dómur- inn því nægilega sannað að hann hafi gerst sekur um þau brot sem hann var  sakaður um. Í fyrri árásinni sló hann konuna hnefahöggi og skallaði hana í and- lit. Því næst ýtti hann konunni upp að vegg með því að leggja framhandlegg sinn upp að hálsi hennar og halda henni þann- ig fastri. Eftir að hún náði að losa sig réðst maðurinn að henni á ný og hélt henni á gólfinu. Í síðari árásinni réðst hann að konunni með hnefahöggum og skallaði hana ítrekað í and- lit. Hann hrinti henni í gólfið svo enni hennar skall í gólfið. Konan hlaut bólgur og mar um allt andlit í kjölfar árásanna. Maðurinn var dæmdur til að greiða konunni 300 þúsund krónur í skaðabætur. Maðurinn á langan sakaferil að baki sem teygir sig aftur til ársins 1999. Hann hefur margsinnis verið dæmdur til refsingar fyrir akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Þar að auki hefur hann verið dæmdur í fangelsi fyrir þjófnað, brot gegn valdstjórninni og fyrir að raska umferðaröryggi og stofna lífi og heilsu vegfaranda í háska með akstri sínum. Hann hefur einnig ítrekað sætt sektum fyrir umferðarlagabrot og hefur verið sviptur ökurétti ævi- langt. Dómurinn leit til þess að mað- urinn hafi nú í annað sinn ítrekað brot sem tengt er við vísvitandi ofbeldi og leiddi það því til þess að maðurinn hlaut þyngri refsingu en ella. Hins vegar féllst dómurinn á það með manninum að lækka beri refsingu hans vegna þess að árás- irnar hafi verið unnar í áflogum. – þv Tveggja mánaða fangelsi fyrir tvær líkamsárásir Maðurinn kýldi og skallaði konuna ítrekað. NORDICPHOTOS/GETTY DÓMSMÁL Einkahlutafélagið For- ysta ehf., sem rekur meðal annars vefinn Veggurinn.is, hefur stefnt Framsóknarflokknum. Viðar Garð- arsson, forsvarsmaður Forystu, vildi ekki veita upplýsingar um efni stefnunnar þegar Fréttablaðið tal- aði við hann í gær. Fyrirtaka er eftir hádegi í dag. Forysta sinnir miðlun á frétta- tengdu efni. Hins vegar starfar fyrirtækið á sviði almannatengsla og markaðsþjónustu. – jhh Forysta stefnir Framsókn STJÓRNMÁL „Allt galopið,“ segja flestir heimildarmenn Frétta- blaðsins um möguleika á stjórnar- myndun eftir að formlegar viðræður Vinstri grænna, Framsóknarflokks, Samfylkingar og Pírata fóru út um þúfur í gær. Kostunum virðist fara fjölgandi fremur en hitt og eru nú nefndir fimm mögulegir kostir. Heimildarmenn blaðsins úr röðum Sjálfstæðismanna segja for- ystumenn flestra flokka vera að tala saman og flest símtöl vera milli forystumanna fjórflokksins. Logi Einarsson og Bjarni Benediktsson hafa þó ekki ræðst við beint, en Katr- ín ræðir mjög við þá báða og reynir nú til þrautar að koma á samtali milli þessara þriggja flokka. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins. Framsókn- armenn þrýsta hins vegar á samtal milli Sjálfstæðisflokks, Framsóknar- flokks og Vinstri grænna. Mjög virðist hins vegar hafa dofnað talsambandið milli Fram- sóknarflokks og Miðflokksins sem lifnaði yfir í síðustu viku, líkt og blaðið greindi frá. Formaður Fram- sóknarflokksins lýsti því yfir í gær að honum hugnaðist ekki lengur stjórn til hægri og viðmælendur Fréttablaðsins úr hópi Sjálfstæðis- manna eru á einu máli um að Sjálf- stæðismenn eigi frekar að mynda stjórn með Vinstri grænum og Samfylkingu eða Framsóknarflokki frekar en með Miðflokki, Framsókn og Flokki fólksins, þó ekkert sé úti- lokað í þeim efnum. Þá hafa nokkrir viðmælendur blaðsins nefnt mögulega stjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknar- flokks, Vinstri grænna og Samfylk- ingar, sem yrði þá stjórn fjórflokks- ins á móti rest. Helsti farartálminn í því mynstri er Samfylkingin. Píratar eiga fáa möguleika á þátt- töku í stjórnarmyndun eftir að upp Oftast á tali hjá fjórflokknum Fimm stjórnir eru nú ræddar meðal forystumanna flokkanna og sitt sýnist hverjum. Formenn VG, Sjálf- stæðisflokks og Framsóknar eru í aðalhlutverki. Möguleikar Pírata til stjórnarþátttöku eru litlir sem engir. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, skilaði stjórnarmyndunarumboðinu til forsetans í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK ✿ Mögulegar stjórnir sem nú eru ræddar úr flosnaði milli fráfarandi stjórnar- andstöðuflokka. Þingmenn Viðreisnar eru senni- lega afslöppuðustu þingmenn landsins um þessar mundir og geta vel hugsað sér að vera í stjórnarand- stöðu þetta kjörtímabil. Þeir útiloka þó ekki þátttöku í ríkisstjórn sem stuðlar að auknum stöðugleika. Forystumenn flokkanna eru þó flestir sammála um að samtöl milli flokkanna þurfi tíma til að þroskast og tíðinda sé líklega ekki að vænta fyrr en í fyrsta lagi upp úr miðri viku. adalheidur@frettabladid.is 34 þingmenn 35 þingmenn 38 þingmenn 42 þingmenn 35 þingmenn 7 . N Ó V E M B E R 2 0 1 7 Þ R I Ð J U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.