Fréttablaðið - 07.11.2017, Síða 26

Fréttablaðið - 07.11.2017, Síða 26
MAN atvinnubílar hafa lengi verið til sölu á Íslandi og fyrirtækið Kraftur selur þá hér á landi. Nú ber til tíðinda hjá MAN og Krafti því frá og með næsta ári verða í boði MAN sendibílar hjá Krafti. Fram að þessu hafa minnstu bílar MAN sem í boði eru verið 7,5 tonn, en nú verða á boðstólum allt niður í einungis þriggja tonna bíla. Sendibílar MAN bera stafina TGE og eru þeir framleiddir algjörlega af MAN en hannaðir í samstarfi við móðurfyrirtæki MAN, Volkswagen. Þessir nýju sendibílar MAN voru kynntir í Barcelona á dögunum og fengu bílablaðamenn víða að að reyna þessa kostagripi og var greinar- höfundur þeirra á meðal. Gríðarlegt úrval TGE-sendibílarnir frá MAN eru búnir 2,0 lítra dísilvél sem fáanleg verður í fjórum útfærslum, 102, 122, 140 og 177 hestafla. Margir valkostir í útfærslu sendibílanna munu fást. Fjöldi möguleika verður á yfir- byggingum, lokaður sendibíll og grindarbílar með einföldu húsi eða flokkahúsi. Flokkahúsið verður fáan- legt í fjölda útfærslna. Bílarnir verða fáanlegir með fjórhjóladrifi, fram- hjóladrifi og afturhjóladrifi og annað hvort með 8 gíra sjálfskiptingu eða 6 gíra beinskiptingu. TGE sendibílarnir eru af þremur mismunandi lengdum, með tvenns konar hjólhaf og þrjár mismunandi þakhæðir. Lokaði sendi- bíllinn verður til í 6 metra, 6,8 metra og 7,4 metra lengdum og hæðin 2,3m, 2,6 og 2,8 metrar. Hámarks rúmmál er 18,3 rúmmetrar. Að auki verða í boði sendibílar til fólksflutninga og má kalla slíka bíla mini-rútur sem henta mjög vel fyrir íslenska ferða- þjónustu. Fáránlega liprir Það er ekki á hverjum degi sem undirritaður reynsluekur sendibíl- um, en mikið fáránlega er það gaman ef þeir eru góðir. Það vekur hrein- lega furðu hvað sendibílar geta verið aksturshæfir. Því er ég löngu hættur að vorkenna sendibílaökumönnum, ef þeim eru færðar í hendur bílar af þessum gæðum. Reyndar voru einar fjórar gerðir TGE-sendibílsins, bæði 3 og 5 tonna bílar, lokaðir bílar sem og grindarbílar, beinskiptir sem sjálf- skiptir. Alveg sama var hvers konar gerð þeirra var undir ökumanni, lipurðin skein af þeim. Sem dæmi þá var ekið alveg upp að Benedictin- klaustrinu í Montserrat sem er mörg hundruð metra kræklótt klifur upp bratta fjallshlíð. Það reyndist hinn skemmtilegasti akstur og eins og ekið væri á liprum fólksbíl. Tog vélarinn- ar í bílnum, sem var reyndar af öflugustu 177 hestafla útfærslu, gerði það að verkum að rösklega mátti fara og á ótrúlega skömmum tíma blasti fegurð klaustursins við. Sama lipurðin gladdi svo ökumann þegar farnir voru sveitavegir í nágrenni Barcelona og ekki reyndist vandi að snúast með bílana um þrengri götur þorpa og bæja, sem og í Barcelona. Afar vel fer um ökumann Innanrými bílanna eru hugsuð með ökumann og farþega í huga og hrikalega vel fer um alla og innrétt- ing þeirra beinlínis falleg. Bílarnir er ótrúlega vel búnir, meðal annars öryggiskerfum og til að mynda er sjálfbremsandi búnaður í bílunum og það sem staðalbúnaður. Fjar- lægðarskynjarar, bakkstuðningskerfi og hjálparkerfi fyrir aftanívagna eru svo valkvæður búnaður. Rafvél- vænn stýribúnaður vinnur á móti gangstýrikröftum, svo sem sterkum hliðarvindi. Skriðstillir eykur svo enn á þægindin í akstri og þreytuskynjun og fjölöryggishemlun eykur svo enn á öryggið. Sem sagt, ferlega vel útbúnir vinnubílar, eða eins og þeir MAN menn segja; „That´s no Van – That´s a MAN.“ MAN hefur sem sagt ruðst með stæl inn á fjölbreyttan sendi- bílamarkaðinn og það er einmitt líkt MAN að gera það með svo miklum stæl að hæglega má hafa eftir for- svarsmönnum fyrirtækisins að þar séu komnir hæfustu sendibílar sem í boði eru. Það er afrakstur endalausra prófana en TGE-sendibílunum var ekið samtals 1.000.000 kílómetra við prófanir. MAN sendibílar fáanlegir hérlendis á næsta ári Kaupendur MAN sendibíla geta valið úr gríðarlegu úrvali í útfærslum. Nokkrir af nýjum sendibílum MAN voru reyndir í ná- grenni Barcelona um daginn og þar reyndust þeir svo fáránlega liprir að vork unnsemi í garð sendibíl- stjóra er alveg horfin. H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA –  1 7 -1 0 2 6 Við viljum hafa pláss fyrir allt Lífið tekur breytingum með tímanum. Börnin stækka, þeim fjölgar, áhugamálin breytast, ferðalögin lengjast. Það sem ekki breytist er að við þurfum pláss fyrir alla og allt sem þeim fylgir. Þegar þörf er á brúar Arion bílafjármögnun bilið í bílakaupunum. Kynntu þér kjörin og ólíkar leiðir á arionbanki.is 7 . N Ó V E M B E R 2 0 1 7 Þ R I Ð J U D A G U R8 B Í L A R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð BÍLAR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.