Fréttablaðið - 07.11.2017, Blaðsíða 8
Takið vel á móti
fermingarbörnunum
Þau safna fyrir
Hjálparstarf
kirkjunnar
PIPA
R
\
TBW
A
• SÍA
• 12290
0
HAFNARFJÖRÐUR Íbúar að Hamars-
braut 6 og Hamarsbraut 8 í Hafnar-
firði hafa ákveðið að stefna Hafnar-
fjarðarbæ og Gunnari Hjalta lín
endurskoðanda fyrir Héraðsdóm
Reykjaness. Ástæðan er sú að
Hafnarfjörður samþykkti deili-
skipulagsbreytingu og umsókn um
byggingarleyfi að Hellubraut 5 og
Hellubraut 7 í Hafnarfriði. Gunnar
er eigandi lóðanna.
Stefnendur eru annars vegar
Jakob Már Ásmundsson og Guð-
björg Hrönn Óskarsdóttir kona
hans. Hins vegar Sigrún Arnardóttir
og Sölvi Sveinbjörnsson.
Aðalkrafa þeirra er sú að felld
verði úr gildi ákvörðun bæjar-
stjórnar Hafnarfjarðar um að sam-
þykkja deiliskipulagsbreytinguna
og að felldar verði úr gildi ákvarð-
anir byggingarfulltrúa Hafnar-
fjarðar um að samþykkja umsóknir
um byggingarleyfi að Hellubraut
5 og Hellubraut 7. Til vara krefjast
stefnendur þess að ákvarðanir um
að samþykkja byggingaráform á
lóðunum verði felldar úr gildi.
Lóðin Hellubraut 5 stendur auð
núna. Á Hellubraut 7 stendur hins
vegar einbýlishús sem byggt var árið
1907. Með deiliskipulagsbreyting-
unni yrði heimilt að rífa húsið. Í
stefnunni er vísað til þess að húsið
sé friðað. Minjastofnun hafi hins
vegar heimilað endurnýjun hússins
og gert það að skilyrði um að heim-
ila niðurrif þess að nýtt hús með
sama þakformi og halla og í sömu
meginstærðum yrði byggt á grunni
hins eldra.
Stefnendur segja að áformaðar
byggingar séu miklu stærri en gert
hafði verið ráð fyrir. „Verður að telja
að fyrirhuguð hús að Hellubraut 5
og 7 séu meiri að stærð og umfangi
en búast mátti við í ljósi byggða-
mynsturs deiliskipulagsreitsins og
að gættu jafnræði um nýtingu lóða
á svæðinu,“ segir í stefnunni.
Stefnendur telja að tveir fulltrúar
bæjarstjórnar sem tóku ákvörðun
um að samþykkja deiliskipulagið
hafi verið vanhæfir til meðferðar
málsins. Guðlaug Kristjánsdóttir,
fulltrúi í bæjarstjórn, sé fyrrverandi
maki íbúa á Hellubraut 3. Sá íbúi
hafi gert athugasemdir við deili-
skipulagstillöguna og teljist því aðili
málsins þar sem hann hafi verulegra
hagsmuna að gæta. Þá búi móður-
systir Borghildar Sölveyjar Sturlu-
dóttur varabæjarfulltrúa einnig að
Hamarsbraut 4. Hún hafi skilað inn
athugasemdum við deiliskipulags-
tillöguna.
Þá er bent á það í stefnunni að
Gunnar hafi verið endurskoðandi
fyrir Hafnarfjarðabæ og fyrir Sjálf-
stæðisflokkinn í Hafnarfirði. Það og
störf eiginkonu hans hjá bænum,
sem varabæjarfulltrúi skapi vanhæfi
borgarfulltrúa til að taka ákvörðun
um deiluskipulagið. jonhakon@
frettabladid.is
Deilan um húsið á Hellubraut
verður útkljáð fyrir dómi
Íbúar í tveimur húsum á Hamarsbraut í Hafnarfirði hafa stefnt Hafnarfjarðarbæ og endurskoðanda fyrir
dóm vegna fyrirhugaðra breytinga á Hellubraut. Telja fyrirhugaðar byggingar allt of stórar. Vilja fella úr gildi
tillögu um deiliskipulag og byggingarleyfi. Segja bæjarfulltrúa hafa tekið ákvarðanir þrátt fyrir vanhæfi.
Húsið Hellubraut 7 í Hafnarfirði var byggt árið 1907. Nú vilja eigendur lóðarinnar rífa það niður. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR
Verður að telja að
fyrirhuguð hús að
Hellubraut 5 og 7 séu meiri
að stærð og umfangi en búast
mátti við í ljósi byggða-
mynsturs deiliskipulags-
reitsins og að gættu jafnræði
um nýtingu lóða á svæðinu.
Úr stefnu á hendur Hafnarfjarðarbæ
og Gunnari Hjaltalín
VIÐSKIPTI Stöð 2 hefur gert samning
við bandaríska kvikmyndafram-
leiðandann Twentieth Century Fox
um að nýjustu bíómyndir Fox verði
sýndar á Stöð 2 næstu ár. Stöð 2
hefur áður átt í miklu og góðu sam-
starfi við Fox um bæði kvikmyndir
og sjónvarpsþætti.
Með samningnum hefur Stöð 2
tryggt áskrifendum sínum aðgang að
vinsælum Hollywood kvikmyndum
á borð við Trolls, Revenant, Dead-
pool og margar sem verða á dagskrá
Stöðvar 2 á næstu vikum. Þá verða
myndir frá Fox einnig aðgengilegar
eftir sýningu á streymisþjónustunni
Stöð 2 Maraþon NOW.
„Samningurinn við Fox kemur til
viðbótar við efnissamninga Stöðvar
2 við HBO, Sony, Warner og NBC
Universal og undirstrikar stefnu
Stöðvar 2 að bjóða áskrifendum
sínum upp á besta sjónvarpsefni
og kvikmyndir á markaðnum í
dag. Það er frábært að bæta kvik-
myndum frá Fox við viðamikla bíó-
myndadagskrá á Stöð 2 um jólin þar
sem ungir sem aldnir munu finna
eitthvað við sitt hæfi,“ segir Jóhanna
Margrét Gísladóttir dagskrárstjóri
Stöðvar 2. – ósk
Stöð 2 semur
við Fox
MENNTAMÁL Atkvæðagreiðslu um
formann Kennarasambands Íslands
lýkur klukkan tvö í dag. Á hádegi í
gær höfðu 37 prósent félagsmanna
greitt atkvæði.
Í tilkynningu á vef Kennarasam-
bandsins segir að atkvæðagreiðsl-
an sé leynileg og kjörstjórn leggi
áherslu á að félagsmenn virði það í
hvívetna. – jhh
Kosningu lýkur
klukkan tvö
GÆLUDÝR „Hann er svolítið forvitinn
en þetta hefur aldrei gerst áður,“ segir
Heiðdís Snorradóttir, eigandi kattar-
ins Abú, sem hvarf nýlega á ævintýra-
legan hátt.
Nágranni Heiðdísar vissi ekki hvað-
an á hann stóð veðrið dag einn fyrir
tveimur vikum þegar hann opnaði
skottið á bílnum sínum á bílastæðinu
við Heklu á Laugavegi. „Þá hoppaði
kötturinn út og hljóp í átt að Hlemmi
og hefur ekki sést síðan,“ segir Heiðdís.
Abú hafði þá laumað sér með í bíltúr
ofan úr Breiðholti.
Heima í Eyjabakka bíður systir Abú,
læðan Jasmín. Saman fundust þau
fimm vikna fyrir fimm árum ásamt
tveimur systkinum sínum í pappa-
kassa sem skilinn hafði verið eftir á
víðavangi í Borgarnesi. „Það er ótrú-
lega algengt að fólk losi sig við kett-
linga með því að láta þá drepast úti,“
segir Heiðdís sem fékk þau Jasmin
og Abú í Kattholti og segir að Jasmín
sakni bróður síns sárt. „Hún vill helst
bara sofa uppí og fyrstu dagana fór
hún út og leitaði að honum um allt.“
Abú og Jasmín ólust upp í Nóatúni
fyrstu sjö eða átta mánuðina. „Við
héldum að hann myndi kannski leita
þangað,“ segir Heiðdís sem kveðst því
hafa svipast um eftir Abú í Nóatúni.
„Síðan er ég búin að fara tvær ferðir
að útisvæðinu í kring um Háteigs-
kirkju þar sem ég kallaði á hann – eins
og kjáni því maður kallar eiginlega
ekki kisur til sín,“ útskýrir Heiðdís en
tekur þó fram að Abú svari nafni og sé
ósköp gæfur og mannblendinn.
Heiðdís segir að fjölskyldan hafi átt
heima í Þjóttuseli áður en hún flutti
í Eyjabakka. Abú hafi í fyrstu átt það
til að strjúka upp í Þjóttusel þar sem
tengdaforeldrar hennar búa. „Þann-
ig að hann kann alveg að flakka og
er eiginlega alger útiköttur. En hann
hefur aldrei látið sig hverfa í meira en
sólarhring,“ segir hún.
Engar áreiðanlegar vísbendingar
hafa borist um ferðir Abú frá því hann
hvarf af planinu við Heklu. Hann er
ekki enn með sömu merkingu og á
meðfylgjandi mynd. „Abú er bara með
græna hálsól núna og tvær bjöllur. En
hann er mjög sérstakur í framan og er
skemmtilegur og glaðlegur karakter.
Hann vill klárlega koma heim og við
söknum hans mjög mikið.“ – gar
Laumufarþeginn Abú sást síðast
taka stefnuna í átt að Hlemmi
Systkinin Jasmin og Abú til hægri
sem nú er með græna ól og tvær
bjöllur um hálsinn.
MYND/HEIÐDÍS SNORRADÓTTIR
Frambjóðendur til formanns
Kennarasambandsins eru:
1. Guðríður Arnardóttir, for-
maður Félags framhaldsskóla-
kennara.
2. Ólafur Loftsson, formaður
Félags grunnskólakennara.
3. Ragnar Þór Pétursson, grunn-
skólakennari í Norðlingaskóla.
7 . N Ó V E M B E R 2 0 1 7 Þ R I Ð J U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð