Fréttablaðið - 07.11.2017, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 07.11.2017, Blaðsíða 30
Í síðasta mánuði bauðst blaða-mönnum að líta nýjan Nissan Leaf augum í Ósló, en hvar annars staðar væri meira viðeigandi að sýna þennan vinsæla rafmagnsbíl. Norðmenn eru svo ginnkeyptir fyrir rafmagnsbílum að það sem liðið er af þessu ári hefur fjórði hver nýr bíll sem þar er keyptur verið hreinrækt- aður rafmagnsbíll. Noregur hefur fyrir löngu tekið forystuna í heim- inum á þessu sviði, en það jákvæða er að Ísland er í öðru sæti þegar kemur að hlutfallslegum kaupum á rafmagnsbílum. Það gladdi vafalaust margan bílablaðamanninn að sjá að ný kynslóð Nissan Leaf bílsins ber ekkert endilega með sér að þar fari rafmagnsbíll, hann er orðinn eins og hver annar fallegur bíll og það stendur ekki „stórum stöfum“ á honum að þar fari bíll knúinn rafmagni. Nýr Nissan Leaf er býsna laglegur bíll og það á bæði við ytra og innra útlit hans. Farangursrými hans hefur líka aukist úr 370 lítrum í 435. Mikið fé í þróun rafmagnsbíla Renault-Nissan hefur á undan- förnum árum lagt mikið í þróun rafmagnsbíla og hefur til þess fjár- fest fyrir um 550 milljarða króna. Það er ekki lítið fé og því ekki nema von að það komi eitthvað einkar gott út úr því. Einn árangur þess er sá að Nissan Leaf er vinsælasti raf- magnsbíll heims og hefur nú þegar selst í 295.000 eintökum um allan heim. Það er þó ekki bara Nissan Leaf sem selst vel meðal rafmagns- bíla því Renault Zoe er söluhæsti rafmagnsbíll í Evrópu, auk þess sem sala rafmagnsdrifinna sendibíla Renault-Nissan hefur vaxið hröðum skrefum og hraðar en í tilviki fólks- bílanna. Þrátt fyrir allt umtalið um rafmagnsbílaframleiðandann Tesla þá er Renault-Nissan miklu stærri rafmagnsbílaframleiðandi þó svo umtalið um bíla þeirra rati kannski ekki eins oft á fréttasíðurnar. Stærsti rafmagnsbílafram- leiðandi heims Renault-Nissan er einfaldlega stærsti framleiðandi rafmagns- bíla í heiminum og framleiðir um fjórðung allra þeirra rafmagnsbíla sem seljast í heiminum nú. Nissan spáir því að um 30% nýrra bíla sem seljist árið 2027, eftir aðeins 10 ár, verði rafmagnsbílar. Það er því ekki nema von að stór hluti þróunarfjár Renault-Nissan fari í rafmagnsbíla. Frá því Renault-Nissan hóf að selja rafmagnsbíla hefur tilkoma þeirra sparað alls um 600 milljón tonn af CO2 mengun. Því magni hefði verið spúð út í loftið ef bílar með brunavél hefðu verið keyptir í þeirra stað. Með 379 km drægni og bráðum 500 km Ný kynslóð Nissan Leaf lofar góðu og það ekki bara fyrir nýtt og glæsi- legt útlitið. Fyrir það fyrsta er hann með 379 km drægni, þökk sé 40 kWh rafhlöðu, en síðasta gerð Leaf var með 30 kWh rafhlöðu. Með nýrri 22kW hleðslustöð frá Renault-Niss- an má hlaða bílinn að fullu á aðeins tveimur klukkustundum heima hjá sér, en Nissan hefur fundið út að yfir 80% eigenda Nissan Leaf hlaða bílinn eingöngu heima hjá sér. Með 7 kW hleðslustöð frá Renault-Nissan má fullhlaða bílinn á 5,5 klukkustundum. Rafmótorar Nissan Leaf eru nú 150 hestöfl og togið 320 Nm, en þetta afl dugar til að hraða bílnum í hundr- aðið á rétt innan við 10 sekúndum. Þrátt fyrir stóraukna drægni nýs Leaf ætlar Nissan að bjóða enn stærri rafhlöður í bílinn eftir eitt til eitt og hálft ár og þá á hann að komast um 500 km á fullri hleðslu. Með því er Leaf orðinn enginn eftirbátur Tesla bíla hvað drægni varðar, þrátt fyrir að vera miklu ódýrari. Framtíð Nissan er rafmögnuð Nýr Nissan Leaf var kynntur í Ósló á dögunum og þar fer mun fríðari bíll en forverinn og drægni hans er orðin 379 km. Nissan Leaf er söluhæsti rafmagnsbíll heims og þessi nýja kynslóð mun vafalaust tryggja áframhald á því.  Nýasta kynslóð Nissan Leaf er mun fegurri en forverinn. Í byrjun árs 2015 heimsótti Joann Muler, blaðakona hjá Forbes, fyrirtækið Munro Associates í Detroit sem sérhæfir sig í verk- fræðilegri ráðgjöf til framleiðslu- fyrirtækja í ýmsum greinum iðnaðar með það að markmiði að flýta þróun þeirra á markaðshæfum vörum til neytenda. Muler heim- sótti fyrirtækið þegar sérfræðingar þess höfðu nýlega rifið nýjan BMW i3 í frumeindir, stykki fyrir stykki, til að skilja til fullnustu hugmynda- fræði BMW að baki smíði rafmagns- bílsins sem þá var nýkominn á markað Norður-Ameríku. Jafnframt voru allir kostnaðarþættir við smíðina greindir nákvæmlega og upplýsingarnar settar í skýrslu sem seld var öðrum bílaframleiðendum með verkfræðilegri ráðgjöf um það hvað þeir gætu lært á aðferðafræði og háþróuðum tæknilausnum sem BMW hannaði fyrir rafmagnsbílinn i3. Þróaðasti bíll heims „Þetta er án nokkurs efa þróaðasti bíllinn í heiminum í dag,“ sagði Sandy Munro, framkvæmdastjóri fyrirtækisins í viðtalinu við Muler og vísaði þar til yfirbyggingar bíls- ins, rafhlöðu hans og fleiri þátta sem skiptu sköpum við þróun hans og enginn annar bílaframleiðandi var að nota þá. Þetta voru upplýsingar sem aðrir höfðu kost á að kaupa og hagnýta sér við eigin þróun og framleiðslu á umhverfismildari bílum. Yfirbygging i3 er t.d. úr lauf- léttum og mjög sterkum koltrefjum sem gera bílinn mun léttari en ella hefði verið með notkun stáls eða jafnvel áls á sama tíma og þær veita farþegum bílsins fullkomna vernd í umferðaróhappi vegna styrkleika síns. Munro segir BMW i3 hafa valdið jafn mikilli byltingu og Ford Model T gerði á sínum tíma. Nýjar lausnir með i3 BMW i3 er fyrsti fjöldafram- leiddi bíllinn með yfirbyggingu úr kol trefjum til að draga úr þyngd bílsins og auka drægi rafhlöðunnar. Einnig er bíllinn smíðaður úr fjölda umhverfisvænna efna í innréttingu sem skaða ekki umhverfið að líftíma loknum. Hönnun rafhlöðunnar er einnig af öðrum toga en hjá öðrum. Snilldin að baki þróun BMW i3 afhjúpuð  Bók bílaáhugafólksins LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | www.forlagid.is Opið alla virka daga 10–18 | laugardaga 11–15 | LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | www.forlagid.is Opið alla virka daga 10–18 | laugardaga 11–15 Ómissandi bók fyrir alla bílaáhugamenn! Ný íslensk bók um sögu Mercedes-Benz Þú getur einnig lesið Fréttablaðið í heild sinni á Vísi og í Fréttablaðs- appinu. ... allt sem þú þarft Þú færð appið á visir.is/fbl eða beint í gegnum MEST LESNA DAGBLAÐ LANDSINS 7 . N Ó V E M B E R 2 0 1 7 Þ R I Ð J U D A G U R12 B Í L A R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð BÍLAR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.