Fréttablaðið - 07.11.2017, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 07.11.2017, Blaðsíða 12
BANDARÍKIN  „Það er ekkert hægt að finna að þessum viðskiptum,“ sagði Wilbur Ross, viðskiptaráð- herra Bandaríkjanna, við BBC í gær en fjallað er um það í hinum svo- kölluðu Paradísarskjölum að ráð- herrann hafi í gegnum skipafélagið Navigator  stundað viðskipti við rússneska fyrirtækið Sibur. Sibur er rússneskt olíufélag í eigu þeirra Gennady Timchenko, Kirills Shamalov og Leonids Mikhelson. Timchenko er gamall vinur Vlad- imirs Pútín Rússlandsforseta og Shamalov er giftur Yekaterínu Pútínu, dóttur forsetans. Þá beinast viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna gegn Rússum að þeim Timchenko og Mikhelson. Uppljóstrunin hefur vakið mikla athygli vestanhafs, sér í lagi þar sem Robert Mueller, sérstakur sak- sóknari dómsmálaráðuneytisins, rannsakar nú meint afskipti rúss- neskra yfirvalda af forsetakosning- unum 2016 og tengslum framboðs Donalds Trump forseta við Rússa. Ross á hlut í Navigator í gegnum aflandsfélög á Cayman-eyjum  en skipafélagið flutti olíu og gas fyrir Sibur árum saman. „Það er ekkert að því að Navig- ator stundi viðskipti við Sibur. Ef ríkisstjórnin hefði ákveðið að beita þvingunum gegn Sibur væri það annað mál,“ sagði Ross og bætti því við að hann hefði sagt viðeigandi aðilum frá viðskiptunum áður en hann tók við embætti. Þá neitaði hann því að hafa sagt þingnefnd- inni sem samþykkti skipun hans í embætti ósatt, líkt og hann hefur verið sakaður um. „Það var villt um fyrir nefndinni. Það var villt um fyrir bandarísku þjóðinni þegar þessi félög voru falin,“ sagði Richard Blumenthal, öldungadeildarþingmaður Demó- krata, í gær. Kallaði hann jafnframt eftir því að tengsl viðskiptaráðherr- ans við tengdason Pútíns yrðu rann- sökuð. En Paradísarskjölin hafa áhrif í fleiri ríkjum en Bandaríkjunum. Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, var í gær hvattur til að taka á skattaundanskotum  þar í landi eftir að rúmlega 700 nöfn Ind- verja fundust í skjölunum. Meðal annars nafn eins ráðherra og annars þingmanns úr flokki Modi. Ráðherrann Jayant Sinha, neitaði að tjá sig um málið í gær. Þingmað- urinn, Ravindra Kishore, sagði í yfir- lýsingu að hann gæti ekki tjáð sig í vikunni þar sem hann hefði svarið þagnareið af trúarlegum ástæðum. Þá hafa Paradísarskjölin valdið titringi á Bretlandi. Hefur Bret- landsdrottning til að mynda haldið milljónum punda í aflandsfélögum og Ashcroft lávarður, áhrifamaður í Íhaldsflokknum, sömuleiðis. Jeremy Corbyn, formaður Verka- mannaflokksins, var harðorður í gær. „Þessar uppljóstranir sýna að það eru aðrar reglur fyrir hina ofur- ríku en aðra þegar kemur að því að borga skatta,“ sagði Corbyn. Lagði Corbyn til að drottningin myndi biðjast afsökunar. „Allir sem setja peninga sína í skattaskjól ættu að gera tvennt. Annars vegar að biðjast afsökunar og hins vegar að átta sig á því hvað þetta gerir sam- félaginu okkar.“ thorgnyr@frettabladid.is Ráðherrann segir ekkert að viðskiptunum við vin Pútíns Viðskiptaráðherra Bandaríkjanna átti í viðskiptum við bæði góðvin og tengdason Rússlandsforseta. Hann hafnar því að nokkuð hafi verið að viðskipt- unum en Demókratar krefjast rannsóknar. Indversk- ur þingmaður svarar ekki og ber fyrir sig þagnareiði. Það er ekkert að því að Navigator stundi viðskipti við Sibur. Ef ríkisstjórnin hefði ákveðið að beita þving- unum væri það annað mál. Wilbur Ross, viðskiptaráðherra Bandaríkjanna SIMBABVE Emmerson Mnangagwa, varaforseti Simbabve, var í gær rek- inn úr starfi. Þetta staðfesti upplýs- ingamálaráðherrann Simon Khaya Moyo og sagði ástæðuna ótrygg- lyndi Mnangagwa. „Störf herra Mnangagwa eru ekki í samræmi við skyldur hans. Vara- forsetinn hafði sýnt ótrygglyndi sitt,“ sagði Moyo í gær. Robert Mugabe forseti er sagður hafa tekið ákvörðunina en BBC greinir frá því að hún auki líkurnar á því að eiginkona hans, Grace Mugabe, taki við af forsetanum. Grace hefur áður kallað eftir brott- rekstri Mnangagwa. Varaforsetinn þótti einna líkleg- astur til að taka við forsetaembætt- inu af Mugabe. Robert Mugabe hefur verið forseti Simbabve allt frá árinu 1987 en er orðinn 93 ára gamall og því stefnir í forsetaskipti. – þea Ótryggur varaforseti rekinn Brottreksturinn eykur líkurnar á að Grace Mugabe taki við af eiginmanni sínum. NORDICPHOTOS/AFP VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | SÍMI 510 1700 | VR.IS VR óskar eftir orlofshúsum VR óskar eftir vönduðum sumar húsum eða orlofsíbúðum á leigu til framleigu fyrir félagsmenn sína. Leitað er eftir húsnæði á lands byggðinni fyrir næsta sumar. Áhugasamir sendi upplýsingar á vr@vr.is fyrir 20. nóvember 2017. Nauðsynlegt er að góðar ljósmyndir og lýsing á umhverfi fylgi með. Öllum tilboðum verður svarað. Eftirfarandi upplýsingar þurfa að fylgja tilboði: - Lýsing á eign og því sem henni fylgir - Ástand íbúðar og staðsetning - Stærð, „öldi svefnplássa og byggingarár - Lýsing á möguleikum til útivistar og afþreyingar í næsta nágrenni SPÁNN „Leiðtogar þessa lýðræðislega verkefnis eru nú sakaðir um upp- reisn og eiga yfir höfði sér þyngstu refsingu spænskra hegningarlaga. Sömu refsingu og fyrir hryðjuverk og morð, þrjátíu ára fangelsi,“ skrifaði Carles Puigdemont, fyrrverandi for- seti héraðsstjórnar Katalóníu í grein í Guardian í gær. Puigdemont leiddi Katalóníu í gegnum kosningar um sjálfstæði og sjálfstæðisyfirlýsingu en eftir að spænska ríkisstjórnin svipti hér- aðið sjálfsstjórn missti hann forseta- embættið. Þá hafa allir ráðherrar héraðsstjórnarinnar verið ákærðir fyrir uppreisn og vilja Spánverjar fá evrópska handtökuskipun á Puigde- mont svo hægt sé að draga hann fyrir rétt. Í greininni fordæmdi Puigdemont viðbrögð Spánverja við atburðum undanfarinna vikna. Sakaði hann yfirvöld um að beita fádæma hörku og að hann væri hræddur um að réttarhöldin yfir Katalónunum yrðu ósanngjörn. Hann kallaði jafnframt eftir því að alþjóðasamfélagið gagn- rýndi Spánverja. „Spænska ríkið verður sjálft að virða það sem það hefur sagt við hryðjuverkamenn undanfarin ár. Bindið enda á ofbeldið, þá er hægt að tala um hvað sem er. Við sem styðjum sjálfstæði Katalóníu höfum aldrei valið að beita ofbeldi. En nú höfum við komist að því að það var hrein lygi þegar Spánverjar sögðu að hægt væri að ræða málin.“ – þea Segir framgöngu Spánverja hneyksli Bjartara framundan Vinur við veginn Þú færð rúðuhreinsinn og allar hinar vetrarvörurnar fyrir bílinn hjá Olís. 10% afsláttur af bílavörum til lykil- og korthafa 7 . N Ó V E M B E R 2 0 1 7 Þ R I Ð J U D A G U R12 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.