Fréttablaðið - 07.11.2017, Blaðsíða 44
SPRING BREAK
Háskólanemar í Bandaríkjunum fá viku frí að vori og skella sér þá á
ströndina og sletta úr klaufunum. Frábær siður sem háskólanemar á
Íslandi myndu eflaust taka fagnandi. PoppTV myndi sýna beint frá Naut-
hólsvíkinni þar sem alls konar hljómsveitir myndu spila og ungt fólk í
misjöfnu ástandi myndi dansa með.
Dagarnir sem við eigum eftir
Valentínusardagurinn, Hrekkjavakan, jólabjórinn, svarti föstudagurinn og fleiri eru hefðir sem hafa rutt sér til rúms
að undanförnu. Þó nokkrir dagar séu komnir til að vera eigum við fjölmarga stórskemmtilega daga algjörlega eftir.
Rúsínur
Kanill
Möndlur
Grjónagrautur
1
7
-1
2
3
9
-H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
Gríptu með þér grjónagraut með
ristuðum möndlum, rúsínum og kanil.
Léttmál frá MS eru bragðgóðar nýjungar með hreinum
grunni og hollum og stökkum toppi. Einnig fáanlegt:
kotasæla með berjum og möndlum og grísk jógúrt
með döðlum, möndlum og fræjum.
1
7
-1
2
3
9
-H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
Grjónagrautur
er nærandi millimál
LA TOMATINA
Tómataslagurinn á Spáni er dásam-
legur siður þar sem tómötum er
hent í annað fólk. Íslenskir græn-
metisbændur gætu gefið tómata og
svo væri Skólavörðustígur gatan þar
sem fólk myndi stilla sér upp og fara
í árlegan tómataslag. Tómat safinn
myndi svo renna ljúflega niður
og það yrði mjög auðvelt að þrífa
götuna með kröftugri vatnsbunu.
GROUNDHOG DAY
Miðað við hvað Íslendingar eru áhugsamir um veðrið er eiginlega ótrú-
legt að við skulum ekki hafa tekið upp þennan sið. Sérstaklega í ljósi
þess að ein besta kvikmynd sögunnar er búin til upp úr þessum sið þar
sem ákveðið er hvort vorið verði gott eða ekki. Múrmeldýr eru ekki til á
Íslandi þannig að hér mætti hugsanlega nota mink.
SUPER BOWL AUGLÝSINGAR
Bandaríkjamenn setjast niður í hálf-
leik þegar leikið er um Ofurskálina í
NFL-deildinni og horfa á auglýsingar.
Hér höfum við enga ofurskál en við
höfum bikarúrslitaleiki í handbolta,
næstum því þjóðaríþróttinni. Auð-
vitað eiga SS, Ölgerðin, World Class
og önnur rótgróin íslensk fyrirtæki
að búa til sér auglýsingar fyrir hálf-
leikssýninguna í handboltanum.
7 . N Ó V E M B E R 2 0 1 7 Þ R I Ð J U D A G U R28 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
LÍFIÐ