Fréttablaðið - 07.11.2017, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 07.11.2017, Blaðsíða 38
Upplýsingar um verkin, fengnar frá Ármanni Kvintettinn fyrir klarinettu og strengjakvartett eftir Carl María von Weber var skrifaður árið 1815 með klarinettuvirtúósinn Henrich Bearmann í huga en alls urðu klarinettuverkin sex sem Webertileinkaði vini sínum. Mikhail Glinka samdi Tríó Pat- hétique í d-moll fyrir klarinettu, selló og píanó árið 1832. Verkið er stutt en gullsteinn verksins er hægi þátturinn þar sem hljóð- færin syngja hvert um sig sína aríu. Samband Mozarts við klarin- ettuna var einstakt. Í aríunni „Parto parto“ úr La Clemenza di Tito fá stefin og laglínurnar að fljóta á milli söngsins og klarin- ettunnar. Verkin sem við flytjum eru öll dáð í bók-menntum klarinett-unnar og sýna henn-ar bestu hliðar bæði í dýnamík og litrófi. Þar er dramatík og líka létt og leik- andi tónlist,“ segir Ármann Helga- son klarinettuleikari í tónlistar- hópnum Camerarctica sem kemur fram í sal Tónlistarskóla Garðabæjar við Kirkjulund í kvöld, ásamt söng- konunni Ingibjörgu Guðjónsdóttur sem einnig er listrænn stjórnandi. Ármann segir dagskrána svolítið litaða af óperuheiminum. Þar eru verk þriggja tónskálda klassíska og rómantíska tímabilsins. Þau eru Carl Maria von Weber, Mik- hail Glinka og Wolfgang Amadeus Mozart. „Þessi tónskáld heyrðu greinilega óperutón í klarinettunni og hrifust af honum,“ segir hann glaðlega. Auk Ármanns verða Hildigunnur Halldórsdóttir fiðluleikari, Bryndís Pálsdóttir fiðluleikari, Svava Bern- harðsdóttir víóluleikari, Sigurður Halldórsson sellóleikari og Ingunn Hildur Hauksdóttir píanóleikari með Camerarctica í kvöld. Þrjú þeirra voru meðal stofnenda hóps- ins fyrir 25 árum, þau Ármann, Hildigunnur og Sigurður. Hallfríður Ólafsdóttir flautuleikari hefur líka tilheyrt Camerarctica frá fyrstu tíð en spilar ekki með að þessu sinni. Ármann segir fjóra fulltrúa sveit- arinnar búa í Garðabæ og fagnar því að fá að spila í sal Tónlistarskólans þar, sem sé frábær kammersalur, fal- legur og bjartur.“ Söngkonan Ingibjörg Guð- jónsdóttir er líka Garðbæingur. Hún hefur áður komið fram með Camerarctica og kveðst þekkja vel snillingana þar. Ingibjörg segir prógramm kvölds- ins svakalega flott. Gerir samt ekki mikið úr sínum hlut. „Ég kem bara inn í einu atriði. Hljóðfæraleikar- arnir bera þessa dagskrá uppi,“ tekur hún fram. „En ég held utan um tónleikaröðina, Þriðjudagsklassík í Garðabæ fyrir menningar-og safna- nefnd bæjarins sem stendur á bak við hana. Þetta er í fyrsta sinn sem tónleikarnir eru að hausti til, þeir hafa alltaf verið á vormánuðum en við erum ánægð með þennan árs- tíma.“ Tónleikarnir hefjast klukkan 20 og standa í um klukkutíma. Aðgangseyrir er 1.500 krónur. gun@frettabladid.is Bæði léttleiki og dramatík Camerarctica og Ingibjörg Guðjónsdóttir söngkonu, koma fram í sal Tónlistarskólans í Garðabæ  við Kirkjulund í kvöld. Félagar Camerarctica sem spila í kvöld eru Ármann, Svava, Bryndís, Ingunn Hildur og systkinin Hildigunnur og Sigurður. Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is Save the Children á Íslandi Hágæða amerísk heilsurúm sem auðvelt er að elska Sofðu rótt í alla nótt MERKIÐ MITT Skoðaðu litríkt úrval á bros.is Bros auglýsingavörur, Norðlingabraut 14. Bros auglýsingavörur með þínu merki 7 . N Ó V E M B E R 2 0 1 7 Þ R I Ð J U D A G U R22 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.