Fréttablaðið - 07.11.2017, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 07.11.2017, Blaðsíða 20
www.visir.is/bilar Umsjón blaðsins Finnur Thorlacius finnurth@365.is Auglýsingar: Atli Bergmann atlib@365.is, Sími 512 5457 BÍLAR Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 Mitsubishi hefur nýverið kynnt áform sín um 40% aukna framleiðslu á næstu þremur árum og ætlar fyrirtækið að fara úr framleiðslu 926.000 bíla í fyrra í 1,3 milljón bíla árið 2020. Renault-Nissan á nú 34% ráðandi hlut í Mits ubishi og þar á bæ eru greinilega mikil áform um stórsókn Mitsubishi merkisins. Í því augnamiði verður sett mikið fjármagn í þróun bíla fyrir Mits ubishi. Meiningin er að auka fjárveitingar til þróunar um 50% og verja til þess 125 millj- örðum króna. Mits ubishi ætlar að sækja af mun meiri þrótti á bíla- markaði í Kína, Bandaríkjunum og Suðaustur-Asíu. 11 nýir bílar til 2020 Mitsubishi ætlar að kynna til sögunnar ellefu nýja bíla á næstu þremur árum. Þar á meðal verður Mitsubishi Eclipse Cross jepp- lingur sem ætlaður er einnig á Evrópumarkað. Áhersla verður á framleiðslu fjórhjóladrifinna bíla og ekki síður verður áherslan á bíla með tengiltvinndrifrás. Í nýrri sóknaráætlun Mitsubishi er markmiðið að ná 10% markaðs- hlutdeild í Suðaustur-Asíu, en þar er Mitsubishi sterkt fyrir. Enn fremur er stefnt að 30% vextí í Bandaríkjunum og að selja þar 130.000 bíla á ári. Í Kína eru áformin enn þá metnaðarfyllri og er þar stefnt á tvöföldun í sölu og að selja þar árlega 220.000 bíla. Árið 2020 er stefnan að Mit- subishi selji einnig 220.000 bíla í Evrópu. Mitsubishi stefnir á að ná hagnaði af sölu upp í 6%, eða 0,3% meira en á síðasta ári. Á það m.a. að nást með sameiginlegri notkun íhluta með Renault og Nissan bílum og stærðarhag- kvæmni þessa stærsta bílarisa heims. Mitsubishi ætlar að auka framleiðsluna um 40% Tuttugu ár eru frá því að Hekla hóf innflutning á metanbílum en það var árið 1997 sem inn- flutningur hófst á metanknúnum Volkswagen Caddy og Volkswagen Touran. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og Hekla býður í dag upp á fjölbreyttt úrval bíla sem ganga bæði fyrir metani og bensíni. Má þar nefna Skoda Octavia, Volkswagen Caddy, Volkswagen Golf, Volkswagen up!, Volkswagen Polo, Audi A3 og Audi A5. 1.246 metanbílar hafa selst síðustu fimm ár og frá ársbyrjun 2016 er búið að nýskrá 648 metanbíla, eða 24% af öllum nýskráðum vistvænum bílum. Ánægðir metanbílaeigendur „Við höfum góða reynslu af sölu metanbíla sem og annarra vist- vænna bíla. Þeir bílaeigendur sem prófa metanbílana eru almennt mjög ánægðir og það bætast sífellt fleiri í þann hóp ánægðra viðskiptavina. Hekla er leiðandi í vistvænum far- kosti og við munum halda áfram að bjóða upp á fjölmarga og fjölbreytta kosti á sviði vistvænna bíla. Við hlökk- um til að bjóða upp á nýja kosti á komandi misserum,“ segir María Jóna Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri sölusviðs hjá Heklu. Annars voru þrír af tíu vinsælustu fólksbílunum sem seldir voru á landinu í september frá Heklu en bílar frá Mitsubishi, Skoda og Volkswagen raða sér þar á lista. Þessar bíltegundir hafa ekki aðeins slegið í gegn hjá bíleigendum, heldur eiga sér trygga kaupendur sem kaupa þessar tegundir aftur og aftur þegar kemur að endurnýjun. Mitsubishi Outlander PHEV er þar í fararbroddi en gríðarlega góð sala hefur verið á þessum vinsæla tengiltvinnbíl á 100 ára afmælisári Mitsu bishi. Þá komast hinir sívinsælu Skoda Octavia og Volkswagen Golf einnig á topp tíu listann. Hekla stærst í vistvænum bílum Sem fyrr ber Hekla höfuð og herðar yfir önnur bílaumboð þegar vistvænir bílar eru annars vegar. Vistvænir bílar frá Heklu eru nú orðnir 953 það sem af er ári og er það 15% fjölgun miðað við allt árið í fyrra. Það er því ljóst að þegar árið verður gert upp hafi Íslendingar sýnt það í verki að þeim sé umhugað um náttúruna þegar þeir horfa til vistvænna kosta í bíla- kaupum. Metanbílar frá Heklu í 20 ár Vistvænir bílar frá Heklu eru nú orðnir fleiri en 1.000 á árinu og Hekla selur meira en helming slíkra bíla á Íslandi. Skoda Octavía G-Tec.Tilkynnt var um val á bíl árs-ins hjá Bandalagi íslenskra bílablaðamanna (BÍBB) síðastliðinn fimmtudag. Það var Peugeot 3008 sem hlaut nafn- bótina Bíll ársins að þessu sinni. Alls voru það 30 bílar sem valið stóð á milli þetta árið, en gjald- gengar eru glænýjar bílgerðir og nýjar kynslóðir þekktari gerða. Tólf þeirra voru valdar í úrslit í fjórum flokkum, það er minni fólksbílar, millistærðarfólksbílar, stærri fólksbílar og jeppar og jepplingar. Peugeot 3008 fellur í flokk stærri fólksbíla, en annar í þeim flokki var Volvo V90 Cross Country og þriðji BMW 5. Í flokki smærri fólksbíla stóð Suzuki efstur á blaði, annar var Nissan Micra og þriðji Kia Rio. Í flokki millistærðarfólksbíla varð efstur Hyundai Ionic, annar Honda Civic og þriðji Hyundai i30. Í flokki jeppa og jepplinga bar sigur úr býtum Volvo XC60, annar varð Skoda Kodiaq og þriðji Renault Koleos. Allra hæstu einkunn allra þessara bíla hlaut Peugeot 3008. Næstflestu stigin fékk svo Hyundai Ionic og þau þriðju flestu Volvo XC60. Verð- laun fyrir bíl ársins, sem og fyrir fyrstu þrjú sætin í hverjum flokki voru veitt með viðhöfn í sal Blaðamannafélagsins í Síðumúla á fimmtudagskvöldið og voru margir viðstaddir þá athöfn. Bíll ársins er Peugeot 3008 Peugeot 3008 var einnig kjörinn bíll ársins í Evrópu. AXARHÖFÐA 16 foliatec.is 5673322 LED Perur Bjóðum nú felgur á ameríska-pallbíla jeppa- Land Cruser og alla fólksbíla Gæðavottaðar álfelgur 7 . N Ó V E M B E R 2 0 1 7 Þ R I Ð J U D A G U R2 B Í L A R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð BÍLAR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.