Fréttablaðið - 07.11.2017, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 07.11.2017, Blaðsíða 45
www.danco.is Heildsöludreifing Frábært úrval pakka sem innihalda jólapappír og skraut Margir möguleikar - hafið samband FJÁRÖFLUN fyrir félög og hópa NÁÐUN KALKÚNS Þakkargjörðarhátíðin er frábær há- tíð. Styttir biðina eftir jólunum. Það er vinsælt sjónvarpsefni í Bandaríkj- unum þegar forsetinn náðar einn kalkún. Hér væri hægt að heimfæra þetta yfir á páskana þar sem við borðum mikið af lambakjöti. Guðni forseti slær alltaf í gegn, hvað þá ef hann myndi náða lamb í beinni útsendingu. Það væri frábært sjónvarp. TAILGATE PARTÍ Ein skemmtilegustu partí í Bandaríkjunum eru svokölluð Tailgate partí, þar sem íþróttanördar koma saman á bílastæðum fyrir utan vellina og gera sér glaðan dag. Hér á Íslandi vantar alveg þessa hefð enda eru ekki fastir leikdagar á sumrin þótt yfirleitt sé spilað á sunnudögum. Hér væri hægt að gera miklu betur og gera dag úr því að fara á völlinn. Hvort sem það væri handbolti, fótbolti eða körfubolti. CINCO DE MAYO Bandaríkjamenn halda stundum að þetta sé þjóðhátíðardagur Mexíkóa en Bandaríkin eru auð- vitað sér á báti þegar kemur að heimsku þjóðar. Þetta er jú þjóðin sem kaus Donald Trump. Cinco de Mayo er haldin fimmta maí og þó þá sé stundum kalt hér á Fróni er ekkert að því að henda sér í smá taco og drekka Corona og tequila til að fagna því að vorið sé komið og grundirnar farnar að gróa. DAGUR HEILAGS ANDREW St. Andrew’s Day í Skotlandi er stór- skemmtilegur dagur sem haldinn er hátíðlegur 30. nóvember. Skotar eru ekki þekktir fyrir ægilega góðan mat fyrir utan haggis og lamba- kjötið en þeir eru heimsfrægir fyrir drykkina sína. Og hvað er betra en að halda upp á dag þar sem má hella í sig skosku viskíi eða gini. Reyndar snýst dagurinn um að gefa 30 mínútur af lífi þínu til annarra og gera góðverk en það þýðir ekki að það megi enda hann með miklu af G-i og litlu af T-i. intellecta.is RÁÐNINGAR Of go til að vera sa? Morgunfundur um nýja hagspá 8. nóvember. Greiningardeild Arion banka kynnir nýja hagspá sína til 2020 í höfuðstöðvum bankans, Borgartúni 19. Spáin ber yfirskriftina „Of gott til að vera satt?“. Dagskrá 8.15 Léttur morgunverður 8.30 Efnahagshorfur 2017–2020 Erna Björg Sverrisdóttir, sérfræðingur í Greiningardeild Frá völlum og höfnum til vega og torga, hver skal herlegheitin borga? Stefán Broddi Guðjónsson, forstöðumaður Greiningardeildar 9.30 Fundarlok Allir velkomnir – Skráning á arionbanki.is L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 29Þ R I Ð J U D A G U R 7 . N Ó V E M B E R 2 0 1 7

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.