Fréttablaðið - 07.11.2017, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 07.11.2017, Blaðsíða 16
FÓTBOLTI „Þetta var ekki erfið ákvörðun. Ég fór út um síðustu helgi og fékk kynningu á þeirra hug- myndum. Eftir það var þetta bara spurning um ákveðin fjölskyldumál sem þurfti að græja og það var gert. Ég er mjög spenntur fyrir þessu og fínt að prófa eitthvað nýtt,“ segir knattspyrnuþjálfarinn Heimir Guð- jónsson sem hefur verið ráðinn nýr þjálfari færeyska félagsins, HB. Heimir varð frekar óvænt atvinnulaus á dögunum er FH ákvað að reka hann eftir langt og farsælt starf fyrir félagið. Uppsögnin kom það seint að fátt var um störf í boði fyrir Heimi hér heima. Hann ákvað því að stökkva á þetta tækifæri. Var ekkert að pæla í Færeyjum „Ég verð alfarinn utan til Færeyja í byrjun janúar. Tímabilið byrjar um miðjan apríl og þeir klára í lok október. Þeir byrja aðeins fyrr en hér heima og enda aðeins síðar. Ég hafði ekkert verið að pæla í Fær- eyjum fyrr en ég fékk símtal frá þeim. Þetta er stórveldi í Færeyjum sem hefur unnið flesta titla en lenti aðeins í fimmta sæti núna. Þeir vilja gera betur og voru áhugasamir að fá mig. Mér fannst þetta líta allt saman mjög vel út og það verður gaman að takast á við þetta verk- efni,“ segir Heimir sem gerir tveggja ára samning við félagið en þó með uppsagnarákvæði af beggja hálfu eftir fyrra árið. Nýtur þess að þjálfa Þó svo það hafi ekki verið stór störf í boði hér heima er hann fór frá FH má fastlega gera ráð fyrir því að félögin hér heima færu að líta hýru auga til hans er tímabilið byrjar næsta sumar og einhver lið fara illa af stað. Íhugaði hann ekkert að fá sér eitthvað annað að gera og bíða eftir að næsta tækifæri kæmi hér heima? „Auðvitað velti maður öllu fyrir sér. Það kom vissulega til greina að bíða en mér fannst þetta starf það áhugavert að ég vildi taka því. Mér finnst líka mjög gaman að vera úti á velli og þjálfa. Ég mun ekkert koma til greina í nein störf hér heima snemma næsta sumar. Ég er búinn að skuldbinda mig við HB og það væri vanvirðing við félagið ef ég ætl- aði að fara frá þeim á miðju sumri. Við ræddum að það myndi aldrei verða svoleiðis. Ég er að taka þetta verkefni að mér af heilum hug.“ Skil ekkert í færeyskunni Viðskilnaðurinn við FH hlýtur eðli- lega að hafa verið nokkuð sár fyrir Heimi eftir að hafa varið hátt í 20 árum hjá félaginu. Hann segist þó ekki vera sár yfir viðskilnaðinum í dag. „Það hefur ekkert upp á sig að lifa í fortíðinni. Nú er það bara fram- tíðin. Ef maður hengir sig of lengi í einhverju þá er það ávísun á að maður lendi í einhverju veseni,“ segir Heimir en skilur hann eitthvað í færeyskunni? „Ég skil mjög lítið þannig að ég mun beita fyrir mig enskri tungu til að byrja með. Þeir skilja mig að einhverju leyti en ég skil ekkert hvað þeir segja. Ég stefni á að læra málið. Hver veit nema ég komi heim með færeyskan hreim síðar,“ segir þjálfarinn léttur. henry@frettabladid.is Fínt að prófa eitthvað nýtt Hinn sigursæli þjálfari, Heimir Guðjónsson, flytur til Færeyja í byrjun næsta árs þar sem hann hefur tekið við liði HB. Þjálfarinn er spenntur fyrir nýju starfi sem hann segist taka að sér af heilum hug. Kóngurinn í Krikanum til áraraða mun nú reyna að leggja Færeyjar að fótum sér. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Ég mun ekkert koma til greina í nein störf hér heima snemma næsta sumar. Ég er skuld- bundinn HB og það væri van- virðing að fara frá þeim á miðju sumri. Heimir Guðjónsson Olís-deild karla í handbolti Stjarnan -Valur 25-27 Markahæstir: Stjarnan: Leó Snær Péturs- son 7/3, Egill Magnússon 5, Aron Dagur Pálsson 4, Andri Grétarsson 4 - Valur: Anton Rúnarsson 10/1, Magnús Óli Magnússon 5/3, Vignir Stefánss. 4, Ýmir Örn Gíslason 3 FH - ÍR 32-24 Markahæstir: FH: Gísli Þorgeir Kristjáns- son 8, Ásbjörn Friðriksson 7/2, Óðinn Þór Ríkharðsson 6, Einar Rafn Eiðsson 5, Ágúst Birgisson 5 - ÍR: Kristján Orri Jóhannsson 6, Halldór Logi Árnason 5, Bergvin Þór Gíslason 4. Olís-deild kvenna 19.30 Stjarnan - Selfoss 19.30 Grótta - Fram Í dag Staðan Efst FH 16 Valur 13 Haukar 12 ÍBV 12 Selfoss 10 Stjarnan 9 Neðst Fram 8 ÍR 6 Afturelding 5 Fjölnir 3 Víkingur 2 Grótta 0 Malt-bikar karla í körfubolta Þór Ak. -Höttur 74-81 Stigahæstir: Marques Oliver 19/19 fráköst, Ingvi Rafn Ingvarsson 16/8 stoðsendingar, Pálmi Geir Jónsson 16/10 fráköst - Kevin Lewis 24/7 fráköst/7 stoðsendingar/5 stolnir, Mirko Stefan Virijevic 16/13 fráköst, Ragnar Gerald Albertsson 10. Keflavík - Fjölnir 85-76 Stigahæstir: Magnús Már Traustason 21, Cameron Forte 16/16 fráköst, Ragnar Örn Bragason 10, Guðmundur Jónsson 9, Davíð Páll Hermannsson 8 - Samuel Prescott Jr. 38/13 fráköst, Sigvaldi Eggertsson 21. Njarðvík - Grindavík 79-75 Stigahæstir: Terrell Vinson 25, Maciek Baginski 17, Logi Gunnarsson 16, Ragnar Nathanaelsson 11/10 fráköst - Ólafur Ólafs- son 21/10 fráköst, Dagur Kár Jónsson 17//9 stoðsendingar/5 stolnir, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 16, Rashad Whack 11 Valur - Tindastóll 70-104 Stigahæstir: Urald King 17/14 fráköst, Gunnar Ingi Harðarson 16, Oddur Birnir Pétursson 11 - Sigtryggur Arnar Björnsson 35, Antonio Hester 31. Liðin í pottinum í dag: Maltbikar karla: Haukar, Breiðablik, KR, ÍR, Keflavík, Njarðvík, Tindastóll og Höttur. Maltbikar kvenna: Skallagrímur, Njarðvík, Breiðablik, Keflavík, Snæfell, Valur, ÍR og KR. ÖFLUG LAUSN VIÐ HÁLSBÓLGU! Bólgueyðandi og verkjastillandi munnsogstaa við særindum í hálsi www.apotekarinn.is - lægra verð Strefen 8,75 mg munnsogstöflur og Strefen Orange 8,75 mg Sukkerfri, munnsogstöflur. Innihalda flurbiprofen. Strefen er notað sem skammtímameðferð til að draga tímabundið úr særindum í hálsi hjá fullorðnum og börnum eldir en 12 ára. Sjúga skal eina munnsogstöflu rólega og láta leysast upp í munni á 3-6 klst. fresti eftir þörfum, mest 5 töflur á sólahring. Ekki er ráðlagt að nota lyfið lengur en í 3 sólarhringa. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is. 7 . N Ó V E M B E R 2 0 1 7 Þ R I Ð J U D A G U R16 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.