Fréttablaðið - 07.11.2017, Blaðsíða 14
Frá degi til dags
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Einar Þór Sverrisson FORSTJÓRI: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir ÚTGEFANDI OG AÐALRITSTJÓRI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
AÐSTOÐARRITSTJÓRAR: Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kjartan Hreinn Njálssson kjaranh@frettabladid.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili
á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105
Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞRÓUNARSTJÓRI: Tinni Sveinsson tinni@365.is HELGARBLAÐ: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is
MENNING: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is LÍFIÐ: Guðný Hrönn Antonsdóttir gudnyhronn@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Halldór
Kjartan Hreinn
Njálsson
kjartanh@frettabladid.is
Vísinda-
greinin sem
birtist í The
Lancet 24.
nóvember
2011 var
hvorki í
samræmi við
boðleg vísindi
né gott
siðferði.
CELY PC-50 talningavog
Áður 57.109,- NÚ 45.688,-
gæði – þekking – þjónusta
Krókhálsi 1 110 Reykjavík s. 567 8888 www.pmt.is
TALNINGAVOGIR
Mikið úrval
af talningavogum, sem einfalda
talningu á smáhlutum
FÆRIBANDAVOGIR - RANNSÓKNAVOGIR - IÐNAÐARVOGIR - SMÁVOGIR
VERÐÚTREIKNINGSVOGIR - FITUMÆLINGAVOGIR - KRÓKAVOGIR
BAÐVOGIR - BARNAVOGIR - GÓLFVOGIR - LÍMMIÐAVOGIR
GOTT
VERÐ
Liðsmaðurinn
Stjórnarmyndunarviðræðum
stjórnarandstöðunnar var slitið
í gær. Framsóknarmönnum þótti
32ja manna meirihluti of naum-
ur. Þetta er út af fyrir sig nokkuð
merkileg skýring hjá Fram-
sóknarflokknum, enda hefði
ekki þurft fjögurra daga samtal
flokkanna til að átta sig á saman-
lögðum þingstyrk. Hitt er aftur á
móti annað mál að óskiljanlegt
tal Björns Levís Gunnarssonar,
þingmanns Pírata, um mögu-
legan stuðning hans við þá stjórn
sem var til umræðu gat ekki
orðið til þess að vekja væntingar
hjá neinum um að sú stjórn væri
á vetur setjandi.
Þátttaka Viðreisnar
Vinstrimenn kenna Sigurði Inga
Jóhannssyni og Lilju um það
hvernig fór. Benda þeir meðal
annars á að það hafi verið Fram-
sóknarflokkurinn sem vildi
ekki styrkja stöðuna og fjölga
flokkum í viðræðunum með
aðkomu Viðreisnar. En Viðreisn
tapaði þremur þingmönnum í
kosningunum og hefur verk að
vinna við að styrkja innra starfið
í ungu stjórnmálaafli. Þorgerður
Katrín hefur enda sagt allt frá
kosninganótt að það gæti hentað
flokknum vel að vera í minni-
hluta næsta kjörtímabilið. Er
eitthvað víst að Þorgerður, aðrir
þingmenn Viðreisnar og kjós-
endur flokksins hefðu kært sig
um þátttöku flokksins í þessum
viðræðum. jonhakon@frettabladid.is
Fá fordæmi eru fyrir jafn grófu vísindamis-ferli og kristallast í hinu svokallað Plast-barkamáli. Umfangsmiklar rannsóknir hafa farið fram í Svíþjóð á lygum ítalska læknisins Paolo Macchiarini og siðlausum tilraunum hans á fárveikum einstaklingum. Þessar
sömu rannsóknir hafa einnig varpað ljósi á hrollvekj-
andi afstöðu Karolinska Institutet til orðspors, tilrauna
og rannsóknarniðurstaðna læknisins eftir að sjálfstæð
úttekt hafði verið gerð á störfum hans á Karólínska
háskólasjúkrahúsinu.
Sérfræðinganefnd undir formennsku Páls Hreins-
sonar, dómara við EFTA-dómstólinn, hefur nú skilað
niðurstöðum sínum þar sem úttekt var gerð á því
hvort ákvarðanir íslenskra heilbrigðisstarfsmanna á
Landspítala í tengslum við málið hefðu verið í sam-
ræmi við lög, reglur og verkferla.
Niðurstöðurnar varpa í senn ljósi á það hvernig
Macchiarini, í krafti stöðu sinnar sem einn virtasti
brjóstholsskurðlæknir heims, stóð í umfangsmiklum
blekkingarleik gagnvart kollegum sínum í Svíþjóð og
á Íslandi, og hvernig íslenskir vísindamenn brugðust
þegar á reyndi, bæði í aðdraganda aðgerðarinnar
örlagaríku á Erítreumanninum Andemariam Beyene,
og í þeirri vísindavinnu sem tók við að henni lokinni.
Andemariam lést tveimur og hálfu ári eftir aðgerð-
ina, í janúar 2014. Hann var fjölskyldumaður og var
hér á landi að sækja sér menntun. Í heimalandinu
geisaði borgarastyrjöld. Hann var notaður sem til-
raunadýr af Macchiarini, en aðrir nýttu sér hlutskipti
hans til að koma nafni sínu á spjöld sögunnar.
Vísindagreinin sem birtist í The Lancet 24. nóvem-
ber 2011 var hvorki í samræmi við boðleg vísindi né
gott siðferði. Þann sama dag birti Háskóli Íslands
nafn Andemariams og kom honum í fjölmiðla án þess
að taka tillit til hans sem sjúklings og nemanda við
skólann. Hann var notaður í auglýsingaskyni.
Ljóst er að íslensku læknarnir voru fullir efasemda
um innihald greinarinnar. Þær rannsóknir sem gerðar
voru á Andemariam á Landspítala voru ekki gerðar
með samþykki Vísindasiðanefndar og Persónuvernd-
ar. Því var greinin ekki hæf til birtingar frá upphafi.
Íslensku læknarnir hefðu átt að segja sig frá greininni.
Það gerðu þeir ekki fyrr en í febrúar á þessu ári.
Mistök eru óumflýjanlegur liður í öllu vísindastarfi.
Brotaviljinn er sjaldnast einbeittur, nema mögulega
í tilfelli Macchiarinis. Landspítali, Háskóli Íslands og
viðkomandi læknar skipa framvarðarsveit íslenskra
vísinda, vonandi tekst þeim að læra af mistökum
sínum.
Það sem eftir stendur er að fársjúkur maður, sem
var með tímabundið landvistarleyfi á Íslandi, tók í
örvæntingu sinni þátt í ólögmætri tilraun. Íslenskir
vísindamenn stunduðu ólögmætar rannsóknir á
honum og Háskóli Íslands notaði hann í eigin hagn-
aðarskyni.
Vísindalegur
óheiðarleiki
Um síðustu áramót áttu lífeyrissjóðirnir hreina eign sem nam 3.509 milljörðum kr. samkvæmt hagtölum Seðlabanka Íslands. Lífeyrissjóðirnir eru umsvifa-
mestu aðilar á íslenskum fjármálamarkaði nú um stundir og
áhrif þeirra í íslensku viðskiptalífi því veruleg. Í lögum um
lífeyrissjóði er hnykkt á samfélagslegri ábyrgð þeirra þar sem
sagt er að þeir skuli hafa hagsmuni allra sjóðsfélaga að leiðar-
ljósi og setja sér siðferðisleg viðmið í fjárfestingum.
Hér þarf að ganga lengra. Það er alkunna að þó margt hafi
áunnist í jafnréttismálum hér á landi er það enn viðvarandi
vandamál hversu fáar konur gegna stjórnunarstöðum í
fjármálageiranum. Í febrúar 2017 voru kynjahlutföll við-
skiptabanka, sparisjóða, lífeyrissjóða, skráðra félaga, félaga
á leið á markað, óskráðra tryggingafélaga, lánafyrirtækja,
verðbréfafyrirtækja og -miðlana, framtakssjóða, orkufyrir-
tækja, greiðslustofnana, Kauphallar og lánasjóða á þá leið að
80 karlar gegndu þar stöðu æðsta stjórnanda en einungis átta
konur. Staðan er verst þegar kemur að verðbréfafyrirtækjum
og rekstrarfélögum verðbréfasjóða sem starfa sem milliliðir
fyrir fjárfesta gegn þóknun. Þessir fjárfestar eru aðallega
lífeyrissjóðir.
Viðreisn mun við fyrsta tækifæri leggja fram frumvarp til
laga þar sem hnykkt er enn frekar á samfélagslegri ábyrgð líf-
eyrissjóða að því er varðar jafna stöðu og jafnan rétt karla og
kvenna í samfélaginu. Eins og staðan er nú er lífeyrissjóðum
í flestum tilvikum stýrt af körlum og karlar eru í verulegum
meirihluta ef litið er til starfsmanna sem koma að fjár-
festingum og eignastýringu. Frumvarpið kveður m.a. á um
að í ársskýrslu sjóðanna skuli gerð grein fyrir framkvæmd
jafnréttisstefnu sjóðanna. Þannig beri lífeyrissjóðum t.d. að
skýra sérstaklega forsendur þess að fjárfest er í fyrirtækjum
þar sem kynjahalli er verulegur meðal æðstu stjórnenda.
Auðvitað ættu þessar áherslur að vera sjálfsagðar og eðli-
legar í ljósi hlutverks lífeyrissjóða enda sýna fjölmargar rann-
sóknir að fyrirtækjum þar sem jafnvægi er í kynjahlutföllum
í stjórn og framkvæmdastjórn vegnar almennt betur. Þess
vegna er núverandi slagsíða vandamál. Því til viðbótar leiðir
hún af sér annað tengt vandamál sem er að aðgengi karla og
kvenna að fjármagni er alls ekki það sama. Vonandi munu
stjórnmálamenn hvar í flokki sem þeir standa, geta samein-
ast um þessar áherslur til hagsbóta fyrir samfélagið allt.
Konur, karlar og lífeyrissjóðir
Hanna Katrín
Friðriksson
þingmaður
Það er
alkunna að
þó margt hafi
áunnist í
jafnréttis-
málum hér á
landi er það
enn viðvar-
andi vanda-
mál hversu
fáar konur
gegna
stjórnunar-
stöðum í
fjármálageir-
anum.
7 . N Ó V E M B E R 2 0 1 7 Þ R I Ð J U D A G U R14 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SKOÐUN