Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1977, Side 14
heimssmiðsins um endurnýjun alls, sem er, var grunntónn-
inn í lífsviðhorfi hans. Hvert vor, sem kom, bar honum
boð um vorið, sem að allra jarðneskra vetra baki biður.
Hann varði til þess miklum tíma, að sannfæra hvem, sem
heyra vildi eða lesa, um sönnunargögn fyrir lífi að baki
líkamsdauðans. Um afstöðu sína til rannsókna á sálrænum
fyrirbrigðum segir hann í lokabindi endurminninga sinna:
„Þessar líkur (fyrir framhaldslífi) eru svo margar og
sterkar, að ég treysti mér ekki til að véfengja þær“. Og
hann lætur uppi undrun sína yfir því, að „nokkur prestur
skuli geta sýnt fullkomið tómlæti og jafnvel andúð á að
afla sér þeirrar þekkingar, sem kostur er á varðandi rann-
sóknir dulrænna fyrirbrigða“.
Sr. Sveinn var um nokkurt árabil forseti Sálarrann-
sóknafélags Islands og ritstjóri tímarits félagsins, Morg-
uns, og birti þar fjölda frumsaminna og þýddra ritgerða.
Ég lýk þessum minningarorðum um samherja og vin
með því að gefa honum sjálfum orðið. En í síðustu minn-
ingabók sinni segir hann:
„Ég veit ekki fremur en aðrir, hvenær ferjumaðurinn
kallar mig út í bátinn. Ég get ekki sagt að ég þrái þá stund.
Mér finnst yndislegt að lifa meðan góður Guð ann mér
þess . . . Ég kvíði heldur ekkert fyrir umskiptunum. Ég
veit, að þrátt fyrir þau held ég áfram að eiga allt og alla,
sem mér þykir vænst um, og að á bakkanum hinum megin
bíða mín þeir, sem ég ber hlýjastan hug til, en farnir eru
á undan mér yfir ána“.
Jón Auðuns.
10