Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1977, Síða 133
Eyjólfur Pálsson hafði framsögu um ,,Alþjóðastofnanir“.
Mæltist honum í 10 mínútur, allvel. Hann kvað vonir
manna sem tengdar voru „Sameinuðu þjóðunum“ í fyrstu,
vera að engu orðnar. Þær hefðu íhlutast um mál þeim
óviðkomandi og vera undir boðum einnar þjóðar, Banda-
ríkjanna, sem virtu rétt smáþjóðanna lítils. Drap hann að-
eins á Kúbu-uppreisnina, Atlantshafssamninginn og Mar-
shall-aðstoðina. Einnig minntist hann á Kóreu-styrjöldina.
Ásgeir G. Jóhannesson tók í streng hinna vestrænu þjóða,
,,gagnrýndi“ að örlitlu leyti framsögu Eyjólfs, sagði A-
sáttmálann ekki vera alþjóðafyrirbrigði. Hann kvað Rússa
leggja Y4 tekna sinna til vígbúnaðar.
Baldur Halldórsson álasaði ræðumönnum fyrir taum-
lausa þjónkun við tvenns konar gereyðingarstefnur, sem
væru hrópandi andstæður og sem stefndu að alheimsyfir-
ráðum. Menn yrðu bara að gera upp við sig, hvort þeir
vildu heldur falla fyrir amerísku eða rússnesku stáli.
Rögnvaldur Sigurðsson taldi Baldur óábyrgan í tali og
ræðu hans barnalega. Hann yfirlýsti Rússa í tölu for-
dæmdra, stefna að kúgun og kvað vonir mannkynsins
bundnar við Ameríku og hinar vestrænu þjóðir. Hann taldi
okkur ekki geta lifað án Marshalls.
Umræður urðu mjög heitar, fjörugar og snarpar. Jón
Bergsteinsson kvað Bandaríkin drottnandi auðvald, sem
notaði Kóreustríðið til þess að reyna vopnin. Rolf vildi
senda Baldur og Eyjólf með fyrstu ferð til Rússlands. Fór
svo lengi fram, að ræðumenn skiptust lengi vel á orðum,
friðsamlega þó, og varð fundarstjóri að takmarka ræðu-
tímann við 5 mínútur.
Fundurinn var fásóttur, en allt fyrir það var hann ekki
einasta skemmtilegur, heldur mjög ánægjulegur, umræður
friðsamlegar, þó að þær væru kjarnmiklar á köflum, fund-
armenningin fágæt og viðeigandi.
Fundi var slitið kl. 3.30.
Baldur Halldórsson
(ritari).
129
L
9