Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2019, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2019, Qupperneq 18
18 FÓKUS - VIÐTAL 13. desember 2019 M aður velur að skapa sitt eigið líf. Maður þarf að spyrja sig hvort maður vilji vera aumingi eða gera eitthvað með líf sitt. Lífið fer upp og niður og stundum er það erfitt. Það eru ekki alltaf all- ir góðir við mann og maður sjálf- ur er ekki alltaf góður við alla,“ segir Jaroslava Davíðsson, ekkja Ásgeirs Þórs Davíðssonar, Geira á Goldfinger eins og hann var oftast kallaður. Geiri varð bráð- kvaddur á heimili sínu í apríl árið 2012. Við það tók Jaroslava við Goldfinger, sem var strippstaður áður en bann við nektardansi tók gildi á Íslandi í byrjun þessa ára- tugar. Nú er komið að leiðarlok- um. Jaroslava kveður Goldfinger á tuttugu ára afmæli staðarins næstkomandi laugardagskvöld. Ákveðinn léttir en einnig skrýtið segir hún, en hún ákvað fyrir ári að selja reksturinn og allt sem honum fylgir. Vill ekki glápara „Mér finnst ruglað að það séu enn viðskiptavinir að koma til okkar, öllum þessum árum seinna,“ seg- ir Jaroslava er blaðamaður hitt- ir hana á Goldfinger á miðjum degi. Litríkt jólatré stendur hnar- reist við súlurnar tvær á sviðinu og leðursófar allt um kring. Áfengis fnykurinn sem fylgir hefð- bundnum skemmtistöðum rétt fyrir opnun er víðs fjarri og gólf- ið svo hreint að sleikja mætti af því kampavínið sem stillt er upp í hillum víðs vegar um staðinn. Jaroslava er þreytt, enda í stífum undirbúningi fyrir tuttugu ára af- mælið, sem er jafnframt kveðju- teitin hennar. „Ég verð með ellefu dansara að dansa á tveimur súlum, samt ekki nektardans,“ segir hún og hlær. „Þetta verður mikið „show“ og þótt allir séu velkomnir vil ég helst bara hafa fólk í kringum mig sem ég treysti og hefur stutt mig í gegnum tíðina. Ég vil ekki fá eitt- hvert fólk sem er bara komið til að glápa, þannig að öryggisgæslan verður mikil,“ bætir hún við á þessum tímamótum. Jaroslava ætlar að hafa teitina nánast fram á sunnudagsmorgun og svo tekur við óvissan, sem er spennandi en jafnframt skrýtin. „Ég sef á sunnudaginn. Ég finn að aldurinn er farinn að segja til sín og það tekur mig lengri tíma að jafna mig,“ segir hún og bros- ir. „Það tekur tíma að fatta að ég er að hætta, en ég hef haft ár til að undirbúa mig. Nú tekur yngri kynslóðin við og breytir staðn- um, sem ég held að sé gott. Ég á eftir að koma stundum til að syngja í karókí og dansa,“ segir hún og bætir við að hún taki ávallt dægur lagið Vor í Vaglaskógi þegar hún grípur í karókímíkrófóninn. Jaroslava er ekki búin að ákveða hvað hún tekur sér fyrir hendur næst. Hún er menntaður snyrti- fræðingur og hefur unnið við það í og með síðustu árin. Eitt er víst að rekstur dansstaða á borð við Goldfinger er ekki í kortunum. „Ég held að það verði gott fyr- ir mig að hvíla mig. Ég sé ekki eft- ir neinu og hefði ekki gert neitt öðruvísi.“ Vill sofa á nóttunni Jaroslava flutti til Íslands fyrir rúmum tveimur áratugum og réð Geiri hana í vinnu á Hafnarkránni í Hafnarstræti. Þau opnuðu síðan súlustaðinn Maxim’s saman í desember árið 1998 og ári síð- ar festu þau rætur í Kópavogi og opnuðu Goldfinger. Jaroslava skýtur því inn að Geiri hafi rekið hana á Maxim’s því hún lét illa að stjórn, en þótt upphafið hafi ver- ið brösugt blómstraði ást þeirra Jaroslövu og Geira. Geiri sá um daglegan rekstur Goldfinger og Jaroslava var heimavinnandi, en sá um flest allt annað er varðaði staðinn. Konan á bak við tjöldin. „Já, ég var alltaf konan á bak við Geira. Ég sagði oft að ég hefði sterkan vegg fyrir framan mig,“ segir hún. Meðal þess sem var í verkahring Jaroslövu voru samskipti við dansara og starfs- mannahald. Hún lagði mikið upp úr því að vel væri að verki staðið í þeim efnum. „Ég hef alltaf farið eftir lög- um og allar stelpurnar sem hafa dansað hér hafa verið með ís- lenska kennitölu og borgað sína skatta. Ég vil hafa allt uppi á borð- um því ég vil sofa á nóttunni. Ég nenni ekki neinum „monkey business“. Það er betra að hafa hreina og góða samvisku.“ Þótt þau hjónin hafi byggt upp sitt fyrirtæki á nektardansi segir Jaroslava að hún kunni betur við dansarana í fötum en án. „Þetta er miklu betra svona, þegar stelpurnar mega ekki fara úr öllu. Þetta er fallegra. Meira sexí. Ég myndi segja að þetta skapaði líka meira öryggi á staðnum. Það er erfitt að út- skýra þetta fyrir útlendingum, en Íslendingarnir skilja alveg að það megi ekki snerta. Lög eru lög. Niðri í bæ eru oft slagsmál um helgar en ekki hér hjá mér. Ég hef þurft að kalla á lögregluna nokkrum sinnum síðustu sjö árin og í öll skiptin hefur það verið út af útlendingum.“ En hefur þessi bransi gert hana ríka? „Er ég orðin rík?“ segir hún með fáti, tekur sér drykklanga stund til umhugsunar og svarar síðan: „Ég er ekki rík, en ég á það sem ég þarf, sem betur fer.“ „Kreisí“ líf Geiri og Jaroslava voru gefin saman þann 27. september árið 1999. Þau eiga eina dóttur saman, Alexöndru sem kom í heiminn í september árið 1999, fjórum dögum áður en foreldrar hennar gengu í það heilaga. Það er eina barn Jaroslövu en Geiri átti sex börn úr öðrum samböndum. Jaroslava er stolt af dóttur sinni. „Hún er orðin fullorðin kona, mjög sjálfstæð og sterk. Hún flutti að heiman fyrir um ári og er að spá í að fara í Háskóla Ís- lands í nám. Við hittumst ekki oft, en höldum góðu sambandi. Ég myndi segja að við værum nánari núna en áður, en hún er samt þannig gerð að hún hringir ekki í mig ef hana vantar eitthvað. Hún bara reddar sér sjálf og vill hafa það þannig. Ég flutti sjálf að heiman um tvítugt og ég held að það sé gott. Maður lærir svo mik- ið á því og þetta er góð reynsla. Við erum þau einu sem getum tekið ábyrgð á okkar lífi og það gerir aldrei neinn eitthvað fyrir mann. Það er gott að læra það snemma. En ég stend alltaf með henni og styð hana, í gegnum þykkt og þunnt,“ segir Jaroslava. En hvernig myndi hún lýsa sér sem móður? „Ég átti „kreisí“ líf, sá um Gold- finger og var gift Geira. Það var alltaf „aksjón“. Ég átti tvö börn – dóttur mína og Goldfinger. Ég var heima með Alexöndru þar til hún varð tíu ára, fór síðan í skóla að læra snyrtifræði og Geiri dó þegar hún var tólf ára. Þá fór ég á kaf í vinnu og Alexandra ól sig upp sjálf. Hún er töffari. Sem bet- ur fer veit hún hvað hún vill. Hún er enginn aumingi. Hún veit að hún þarf að mennta sig, vinna og sjá um sig sjálf, því það er enginn annar að fara að gera það fyrir hana.“ „Geiri er dáinn“ Jaroslava og Geiri ákváðu að skilja Kósý jólastemning PANTA BORÐ Í SÍMA. 562 7335 Draumaprinsinn dó Jaroslava rifjar upp tímann með Geira á Goldfinger - Segist aldrei hafa brotið lög - Söðlar um og hefur ekki tíma fyrir karlmenn Lilja Katrín Gunnarsdóttir lilja@dv.is Kveður Goldfinger Jaroslava hefur selt Goldfinger og hverfur á braut.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.