Fréttablaðið - 12.04.2017, Page 1

Fréttablaðið - 12.04.2017, Page 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —8 7 . T Ö L U B L A Ð 1 7 . Á R G A N G U R M I Ð V I K U D A G U R 1 2 . A P R Í L 2 0 1 7 FRÍTT Faxafeni 11 • Sími 534 0534 Finndu okkur á FERMINGARSKRAUT Fréttablaðið í dag MARKAÐURINN Tap Fréttatím- ans tífaldaðist milli ára og nam 151 milljón króna. FRÉTTIR Samkeppniseftirlitið telur bensínstöðvastefnu borgar- innar hamla samkeppni. 6 SKOÐUN Kári Stefánsson svarar Benedikt Einarssyni. 15 SPORT Hefur engar áhyggjur þrátt fyrir 4-0 tap í Hollandi. 20 LÍFIÐ Mannauðsstjórinn Hildur rekur vefverslun með heimilis- vörur frá Seyðisfirði. 42 PLÚS 2 SÉRBLÖÐ  FÓLK  PÁSKAR *Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015 Er kominn tími á ný dekk? Pantaðu tíma fyrir dekkjaskiptin á N1.is VIÐSKIPTI Bandaríski vogunarsjóð- urinn Taconic Capital, sem á 9,99 prósenta hlut í Arion banka, hefur sent tilkynningu til Fjármálaeftir- litsins þar sem hann óskar form- lega eftir því að hefja það ferli að vera metinn hæfur til að fara með virkan eignarhlut í bankanum. Sam- kvæmt heimildum Markaðarins var tilkynning þess efnis send eftirlitinu síðastliðinn fimmtudag. Stofnunin hefur 60 virka daga til að afgreiða umsóknina frá staðfestingu full- búinnar tilkynningar. Tilkynning Taconic til Fjármála- eftirlitsins um að meta hvort sjóður- inn uppfylli kröfur til að gerast virk- ur eigandi er vegna yfirlýstra áforma hans um að nýta sér kauprétt síðar á árinu og eignast þannig meira en tíu prósenta hlut í bankanum. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins stefnir vogunarsjóðurinn Attestor Capital, sem á sömuleiðis 9,99 prósent í Arion banka, að því að tilkynna Fjármálaeftirlitinu um að hann hyggist eignast virkan hlut í bankanum fyrir eða strax eftir páska. – hae / Markaðurinn Óskar eftir að fara með virkan eignarhlut LÖGREGLUMÁL Lögreglan á höfuð- borgarsvæðinu hleraði síma konu sem hefur stöðu brotaþola í nauðg- unarmáli, frá því málið kom upp um miðjan desember og þar til um miðjan janúar síðastliðinn. Lögregl- an telur að konunni hafi verið hótað eða mútað til að draga framburð sinn um nauðgun til baka. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst er þetta í fyrsta sinn sem sími brota- þola er hleraður og ráðist er í svo umfangsmiklar aðgerðir í rannsókn kynferðisbrots, gegn vilja brotaþola. Lögreglan hefur haft málið til rannsóknar síðan um miðjan des- ember. Í gær voru síðan leidd til lög- reglu nokkur vitni samtímis og þau yfirheyrð um málið. Ástæðan fyrir svo umfangsmiklum aðgerðum lög- reglunnar var tilraun lögreglu til að vitnin gætu ekki samræmt frásögn sína áður en til yfirheyrslu kæmi. Um málið var fjallað í fjölmiðlum í desember. Konan leitaði á Neyðar- móttöku fyrir þolendur nauðgana Í úrskurði Héraðsdóms Reykjaness um verknaðinn segir að stúlkan hafi mætt á lögreglustöðina aftur nokkrum dögum síðar, dregið framburð sinn til baka og hætt við að kæra vegna þess að menn hefðu komið heim til hennar með byssu og hótað henni. Tveimur dögum síðar var Sveinn Andri Sveinsson orðinn lögmaður konunnar og afturkallaði heimild lögreglunnar til að óska eftir læknis- vottorði frá Landspítalanum. Sveinn er enn lögmaður konunnar í mál- inu en hún var eitt þeirra vitna sem leidd voru til yfirheyrslu í gær. Þar var henni tilkynnt um símhleran- irnar sem lögregla stóð fyrir frá því málið kom upp. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins hefur  konan ekki breytt framburði sínum aftur. Hún hyggst ekki tjá sig frekar við lögreglu um málið. Í samtali við Fréttablaðið lýsir konan að málið hafi haft gífur- lega mikil áhrif á hana og hún upp- lifi máttleysi gagnvart lögreglu. Aðgerðir lögreglu hafi valdið henni áfalli. Konan segist upplifa sig sem glæpamann fyrir það eitt að neita að tjá sig. Allt málið frá upphafi hafi verið henni sem martröð. snaeros@frettabladid.is Hleraði fórnarlamb í nauðgunarmáli Kona sem hefur stöðu brotaþola í nauðgunarmáli segist upplifa sig sem glæpamann vegna þess að hún neitar að tjá sig við lögreglu um málið. Lögreglan hefur lagt hald á tölvu í hennar eigu og hlerað síma hennar. Sá sem er grunaður um nauðgunina er margdæmdur. „Þetta var ánægjuleg ferð,“ segir Róbert Marshall, fararstjóri hjá Ferðafélagi Íslands, sem stendur nú ásamt Rauða krossinum fyrir verkefni sem kallast Göngum saman. Verkefnið snýst um að hælisleitendur og Íslendingar gangi saman á fjöll. Í gær var gengið á Búrfell. Stefnt er á aðra áfangastaði næstu þrjá þriðjudaga. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON 60 virka daga hefur FME til að afgreiða fullbúna tilkynningu.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.