Fréttablaðið - 12.04.2017, Qupperneq 18
Í tengslum við gerð búvörusamn-
inga sl. ár athuguðu undirritaðir
verðmyndun matvara og mögulega
verðlækkun með tollfrjálsum inn-
flutningi. Einnig könnuðum við
styrki til landbúnaðar almennt. Á
grundvelli athugunar okkar drógum
við meðal annars eftirfarandi álykt-
anir.
Meginniðurstöður
1. Við opnun á tollfrjálsum inn-
flutningi matvæla ætti matarverð að
lækka um 35% að jafnaði og matar-
útgjöld um 100.000 kr. á mann á ári.
2. Heildarstuðningur við land-
búnaðinn er um 38 milljarðar kr.
á ári.
100.000 kr. lækkun
matarútgjalda á mann
Söluverð kjúklinga hjá Bónus var
á athugunartímanum sl. ár þannig
að heill innlendur kjúklingur var
um 800 kr./kg, en verð á innfluttum
án tolla hefði verið um 500 kr./kg.
Innlendar kjúklingabringur
kostuðu um 1.900 kr./kg en hefðu
við tollaleysi kostað um 900 kr./kg.
Þá er reiknað með sömu krónutölu-
álagningu á kílógramm, sjá súlurit.
Verðmunurinn hjá Krónunni var
áætlaður sambærilegur.
Að undanförnu hefur Bónus
einmitt verið að selja innflutta
kjúklinga í heilu á 495 kr./kg, vegna
endurgreiddra tolla.
Svipað má segja um önnur mat-
væli, við afnám tolla. Mest lækkar
kjúklingur, svínakjöt og nautakjöt
en mjólkurvörur, egg og kinda-
kjöt lækka einnig2). Meðallækk-
unin verður um 35% sem gerir um
100.000 kr. á mann á ári eða 300.000
á þriggja manna fjölskyldu. Fátæka
munar um minna og líklega myndu
sumir geta leyft sér hollari matarinn-
kaup.
38 milljarða kr. stuðningur á ári
Alþingi setur lögin og sér svo um að
Matarverð og fátækt á Íslandi
Þórólfur
Matthíasson
prófessor í
hagfræði
Guðjón
Sigurbjartsson
viðskipta-
fræðingur
Það er skrýtin árátta í sumum fjölmiðlum að tala niður til fermingarbarna, efast um
heilindi barnanna, gefa í skyn að
þau fermist fyrir gjafirnar og veisl-
an sé óþarfa tilstand. Svo er lagst
í útreikninga og fermingin metin
til fjár, eins og fréttastofa Ríkisút-
varpsins gerði. Minna fer fyrir fal-
legum minningum í fjölmiðlum
sem flestir eiga um fermingu sína.
Langtum fremur er frægðarfólki
hampað sem telur sér til vegsauka
að gera lítið úr fermingunni. Þrátt
fyrir andróðurinn, þá vilja lang-
flest börn fermast og þeim fjölgar
í vor sem velja að gera það í Þjóð-
kirkjunni.
Er viðeigandi að fjölmiðlar spyrji
fólk í aðdraganda stórafmælis
hvort veislan sé fyrir gjafirnar og
hvað afmælið kosti?
Fermingin í kirkjunni er rót-
fastur siður í þjóðlífinu og hefur
staðist tímans tönn. Fermingar-
fræðslan var fyrsti skólinn fyrir öll
börnin í landinu og er því samofin
menningu þjóðarinnar. Þau sem
gera lítið úr fermingunni mættu
kynna sér þá sögu.
Ég hef fermt börn í rúmlega 30
ár. Það hefur verið gefandi sam-
starf. Í fermingarfræðslunni er
grunnstefið kristinn kærleikur. Þar
ræðum við um lífið og tilveruna,
m.a. hamingju og ábyrgð, trú og
efa, sorg og mótlæti – og margt sem
ekki er á dagskrá í grunnskólanum
og eigum um það traust samstarf
með foreldrum.
Fermingardagur er falleg tíma-
mót og sannkölluð hátíð. Heil-
agur dagur barns sem er að verða
unglingur. Skilaboð foreldra og
ástvina eru tær í einlægri fyrir-
bæn: „Ég elska þig“ sem helgar von
um trausta samfylgd með minnis-
stæðum hætti í hörðum heimi.
Veislan, sem hefst í raun við altarið
í kirkjunni, er samfögnuður þar
sem þessi skilaboð eru í fyrirrúmi
og fermingarbarnið finnur innilega
að það skiptir máli. Gjafirnar bera
vitni um tímamótin þar sem þarfir
barnsins eru að breytast og börnin
fá hvort sem þau fermast eða ekki.
Það sýnir reynslan.
Ekki er stórmannlegt að gera
lítið úr börnum sem fermast.
Nær er að fagna og leggja alúð við
traustan sið sem blómgast í trú,
von og kærleika.
Tala niður til barna
Gunnlaugur
Stefánsson
Heydölum
Meirihluti þjóðarinnar vill ekki áfengi í matvöru-verslanir. Sumir alþingis-
menn vilja á hinn bóginn fara
þvert gegn vilja þjóðarinnar í þessu
máli. Einn þeirra orðaði það svo að
stundum þyrftu þingmenn að taka
slaginn og keyra mál í gegn. Þetta
vekur upp spurningu um forræðis-
hyggju. Hvenær eiga þingmenn að
hafa vit fyrir þjóðinni og þvinga
hana til að gera eitthvað sem hún
vill ekki gera?
Forræðishyggja á sér fáa verj-
endur nú um stundir. En þingið
hefur óneitanlega vit fyrir þjóðinni
á ýmsum sviðum, t.d. með lögum
um fjármálamarkaði eða lyfjafram-
leiðslu. Almenningur treystir þar á
leiðsögn kjörinna fulltrúa sinna.
Forræðishyggja áfengisfrumvarps-
manna verður því ekki fordæmd
að óathuguðu máli. Skoða verður
hvert mál fyrir sig.
Þrennt kemur helst til álita til að
réttlæta forræðishyggju flutnings-
manna áfengisfrumvarpsins.
Í fyrsta lagi mætti e.t.v. réttlæta
forræðishyggju þeirra með vísun til
þjóðarhags. En þeim þingmönnum
sem vilja stórauka aðgengi að áfengi
og leyfa áfengisauglýsingar, og
stuðla þannig að aukinni áfengis-
neyslu, hefur mistekist að sýna
fram á að það sé þjóðarhagur. Þeir
hafa ekki sýnt að námsárangur
ungmenna batni við aukna áfengis-
neyslu eða að lýðheilsa batni. Þeir
hafa ekki heldur sýnt að glæpum
og umferðaróhöppum fækki með
aukinni áfengisneyslu eða að heim-
ilisofbeldið minnki. Umræddum
þingmönnum hefur einfaldlega mis-
tekist að sýna að þjóðarhagur kalli
á aukna áfengisneyslu. Þeir geta því
ekki beitt þessum rökum til að rétt-
læta forræðishyggju sína.
Í öðru lagi gætu umræddir þing-
menn reynt að réttlæta forræðis-
hyggju sína í krafti þekkingar. Þeir
séu einfaldlega betur upplýstir
en þjóðin. En þessi rök eiga ekki
við hér. Öðru nær, þjóðin virðist
mun betur upplýst um afleiðingar
áfengisdrykkju en umræddir þing-
menn. Öfugt við þá virðist þjóðin
reiðubúin að skoða reynslu ein-
staklinga af áfengisdrykkju og hún
er til í að hlusta á rannsóknir og rök
fræðimanna um afleiðingar áfengis-
drykkju. Þingmennirnir geta því
ekki beitt þekkingarrökum til að
réttlæta forræðishyggju sína.
Í þriðja lagi og til þrautavara gætu
þingmennirnir vísað á réttlæti til
að verja forræðishyggju sína. Öfugt
við þjóðina berjist þeir fyrir rétt-
læti óháð afleiðingum. En er áfengi
í matvöruverslanir réttlætismál?
Réttlæti er flókið hugtak, í senn laga-
legt og siðferðilegt. Það hefur enginn
lagalegan rétt á að selja áfengi í mat-
vöruverslunum. Stjórnar skráin ver
ekki rétt manna til þess. Menn hafa
heldur ekki siðferðilegan rétt á að
selja öðrum mönnum skaðlega vöru.
Öðru nær, samfélagið hefur rétt á
að skipuleggja verslun með vörur
sem eru skaðlegar samfélaginu. Á
Íslandi er núverandi fyrirkomulag
á sölu áfengis með þeim hætti að
bæði einstaklingsfrelsi og lýðheilsu-
sjónarmið eru virt.
Höfnum forræðishyggju áfengis-
frumvarpsmanna. Segjum nei við
áfengi í matvöruverslanir.
Að hafa vit fyrir þjóðinni
Róbert H.
Haraldsson
prófessor við Há-
skóla Íslands og
rannsóknafélagi
við Colgate-há-
skóla í New
York-fylki
Ekki er stórmannlegt að
gera lítið úr börnum sem
fermast. Nær er að fagna og
leggja alúð við traustan sið
sem blómgast í trú, von og
kærleika.
Virðisaukaskattur 11%
Verslun, smásala
Vöruhús, dreifing
Sláturkostnaður og
heildsölukostnaður
Bóndi
Virðisaukaskattur 11%
Verslun, smásala
Vöruhús, dreifing
Verð frá framleiðanda (bóndi +
slátrun + vinnsla)
✿ Samanburður á verði kjúklinga
2000
1500
1000
500
0
800
700
600
500
400
300
200
100
0
skattgreiðendur styrkja bændur um
14 milljarða kr. á ári á fjárlögum.
Einnig tollvernd landbúnaðarins
sem leiðir til þess að neytendur
greiða bændum um 10 milljarða kr. á
ári aukalega að mati OECD og slátur-
og vinnsluaðilum um 14 milljarða
kr. á ári. Samtals hækkar tollverndin
þannig matarútgjöld landsmanna
um 24 milljarða kr. á ári.
Kjúklingabændur í landinu eru
um 27 og metinn stuðningur neyt-
enda við greinina um 5,8 milljarðar
kr. á ári. Eggjabændur eru 14 og
metinn stuðningur um 600 millj-
ónir kr. á ári. Svínabændur eru 23 og
metinn stuðningur neytenda um 2
milljarðar kr. á ári.
Mestur er stuðningurinn þó við
mjólkurbændur og tengda vinnslu,
12,4 milljarðar kr. á ári, og sauðfjár-
bændur og tengda vinnslu, 8,6 millj-
arðar kr. á ári. Neytendur styðja því
óbeint MS með yfir 2 milljarða kr.
framlagi á ári og Norðlenska, Slátur-
félag Suðurlands, Kaupfélag Skag-
firðinga, Matfugl og Reykjagarður
fá yfir einn milljarð kr. í óbeinan
stuðning. Nokkur fleiri félög fá veru-
legan stuðning.
Lélegt siðferði hárra matarverða
Að draga úr fátækt er erfitt viðfangs-
efni í öllum þjóðfélögum. Í ljósi þess
að ekki er útlit fyrir að takist að
draga verulega úr henni hérlendis
með hefðbundnum ráðum stenst
tollverndin ekki siðferðilega. Það
varðar við mannréttindi að halda
ódýrum, hollum mat frá fátæku fólki
í nútímasamfélagi opinna viðskipta.
Lægra matarverð skiptir fátæka
Íslendinga miklu og fyrir ferða-
menn og ferðaþjónustu skiptir það
líka miklu máli, því Ísland telst dýrt
land heim að sækja.
Tollverndin hér er sér á parti. Evr-
ópa er með opinn matvælamarkað
sín á milli og flytur auk þess inn frá
þróunarlöndum matvæli að verð-
mæti um 10.000 milljarðar kr. árlega
sem lið í þróunaraðstoð. Við styðj-
um landbúnaðinn rúmlega tvisvar
sinnum meira en Finnland, Svíþjóð
og Danmörk og fimm sinnum meira
en Evrópulönd að meðaltali. Hinn
ríki Noregur styrkir sinn landbúnað
meira á fjárlögum en lítið með toll-
vernd.
Við afnám tollverndar fækkar
störfum sem tengjast landbúnaði
líklega um 500 eða svo. En með
nýrri landbúnaðar- og byggða-
stefnu má byggja undir arðbærari
og umhverfis vænni greinar og bæta
með því lífskjör og mannlíf í land-
inu svo um munar.
Tilvísanir: 1. Samanburður á
slátrunar- og vinnslukostnaði
landbúnaðarafurða á Íslandi og
í nágrannalöndum. Ritrýnd grein
greinarhöfunda á vegum Félagsvís-
indastofnunar HÍ, Október 2016. 2.
Vefurinn Betri landbúnaður, https://
betrilandbunadur.wordpress.com/
Heill kjúklingur Kjúklingabringur
Innlendur
kr.
Innlendar
kr.
Innfluttur
kr.
Innfluttar
kr.
AUKIN ÞJÓNUSTA
VIÐ EIGENDUR SKODA
• Bílson er sérhæft og vottað þjónustuverkstæði
sem uppfyllir allar ströngustu kröfur Skoda.
• Fullkomin forgreiningarstöð þar sem greina
má flest allt um ástand bílsins og gæði.
Við leitumst við að vera samstíga því besta í Evrópu.
Komið, sjáið og sannfærist.
Kletthálsi 9 • Sími 568 1090
- V E R K S T Æ Ð I Ð -
Kletthálsi 9 • 110 Reykjavík • Sími 568 1090 • bilson@bilson.is • bilson.is
Fæst í
FK og Hagkaup
Frábært
bragð
1 2 . A P R Í L 2 0 1 7 M I Ð V I K U D A G U R18 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð