Fréttablaðið - 12.04.2017, Page 42

Fréttablaðið - 12.04.2017, Page 42
Róbert, Friðrika og Haraldur Örn við skála Alpaklúbbsins í Tindföllum. Starri Freyr Jónsson starri@365.is Brynhildur Ólafs- dóttir á fjöllum. Með púlku í eftirdragi við Mófellsbætur. Útivistarhjónin Bryn-hildur Ólafsdóttir og Róbert Marshall hafa stundað útivist í einhverju formi stóran hluta ævinnar. Yfir veturinn eru þau mikið á fjallaskíðum, splitt- brettum og gönguskíðum en yfir sumartímann taka fjallgöngur, fjallahjól og kajakróður gjarnan við. Utan þess klifra þau bæði í ís og klettum og stunda köfun þannig að enginn skortur er á skemmtilegum ævintýrum í lífi þeirra hjóna. Undanfarna páska hafa þau oft nýtt í krefjandi og skemmti- legar ferðir um hálendið enda er fegurðin á fjöllum á þessum árstíma að sögn Brynhildar. „Það er víða snjór yfir öllu, sérstaklega á hálendinu, en á sama tíma eru dagarnir farnir að lengjast. Þannig að oft er sól og blíðuveður þótt allt sé á kafi í snjó.“ Síðustu páska fóru þau hjónin, ásamt vinafólki sínu, í fjögurra daga ferð á skíðum í hálfhring í kringum Tindfjöll í stórkostlegu veðri að hennar sögn, köldu en björtu. „Við erum eiginlega alltaf tilbúin í góð ævintýri þannig að undirbúningur var ekki mikill. Við vorum fjögur saman, við hjónin og vinafólk okkar, Haraldur Örn Ólafsson og Friðrika Hjördís Geirsdóttir. Róbert og Haraldur skiptu á milli sín að bóka skálana og svo lögðum við í hann með eins dags fyrirvara eftir að hafa skoðað kort og veðurspá og skilið eftir leiðarlýsingu hjá fólki í byggð.“ Snickers bjargaði málum Fyrst ók hópurinn jeppaslóða upp í Tindfjöll eins langt og hægt var að komast einbíla og án þess að hleypa lofti úr dekkjum. Þaðan gengu þau á skíðum með allan farangur í púlkum, sem eru sleðar sem dregnir eru á eftir skíðafólki. „Fyrstu nóttina gistum við í skála Alpaklúbbsins sem er efsti skálinn í Tindfjöllum. Daginn eftir héldum við svo á toppana Ými og Ýmu og skíðuðum þaðan í norður og niður í skálann í Hungurfitjum sem var nokkuð krefjandi skíðamennska á gönguskíðum og með þungan sleða í eftirdragi.“ Þaðan gekk hópurinn á þriðja degi í austur og stefndi að Emstru- skála á Mosum við Markarfljót. „Það reyndist líka nokkuð erfiður brekkubarningur með gljúfra- brölti og á einum stað þurftum við að fleyta púlkunum yfir á, ofan í þröngu gili. Þar varð til málsháttur- inn: „Oft getur Snickers dimmu í dagsljós breytt.“ Það er nefni- lega oft þannig í svona krefjandi verkefnum að stundum er nauðsynlegt að staldra aðeins við og fá sér smá næringu áður en hægt er að halda lengra. Við vorum orðin ansi lerkuð þegar við komum í skálann þar sem við vöknuðum á páska- sunnudegi. Þaðan skíðuðum við svo niður á Einhyrningsflatir en skammt sunnan þeirra höfðum við skilið hinn bílinn eftir. Sannar- lega dásamleg fjögurra daga ferð frábæru en köldu veðri.“ Mörg verkefni fram undan Páskarnir eru skemmtilegur tími á fjöllum og gönguskíðin gera ferðalöngum kleift að ferðast hratt í landslagi þar sem erfitt væri að ganga í snjó. „Það er hægt að halda sér vel heitum á hreyfingu í flestum veðrum þannig að þetta er spurning um að vera þannig búinn að hægt sé að kasta yfir sig einhverju hlýju, þegar stoppað er fyrir hressingu eða myndatökur, og fara svo létt- klæddur af stað aftur. Ólíkt því sem flest fólk telur þá er líka mjög þægilegt að tjalda í snjó, yfirleitt er auðveldara að finna slétt undirlag og svo er hægt að grafa gryfju í fortjaldinu fyrir elda- mennsku. Þetta er allt spurning um rétta búnaðinn.“ Ekkert er ákveðið varðandi páskana í ár enda ýmis stór verk- efni fram undan hjá þeim hjónum. „Kannski látum við duga að skíða niður af Eyjafjallajökli eða að taka þátt í gönguskíðamóti. Það er svo margt skemmtilegt hægt að gera að það er smá valkvíði í gangi!“ Fegurðin er alltaf á fjöllum Páskarnir eru kjörinn tími fyrir ferðalög, ekki síst á hálendi Íslands. Þá er víða snjór yfir öllu en um leið eru dagarnir farnir að lengjast og dagsbirtan meiri. Útivistarhjónin Brynhildur og Róbert fóru í fjögurra daga hringferð á skíðum í hálfhring í kringum Tindfjöllin um síðustu páska í fallegu veðri. 8 KYNNINGARBLAÐ 1 2 . A P R Í L 2 0 1 7 M I ÐV I KU DAG U R

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.