Fréttablaðið - 12.04.2017, Blaðsíða 49
Flestar einnota drykkjarvöru-
umbúðir úr plasti sem landsmenn
nota á hverjum degi eru svokall-
aðar PET flöskur.
PET, sem stendur fyrir polyethy-
lene terephthalate, var fyrst þróað
árið 1941 fyrir þræði í efnavöru
(flís). Upp úr 1960 var byrjað að
nota það sem umbúðir utan um
filmur og um 1970 til framleiðslu á
drykkjarvöruumbúðum.
Framleiðsluferli PET-flösk-
unnar er nokkuð flókið. Efnið sjálft
kemur í stórum stæðum en fyrst
þarf að brjóta það niður í smærri
einingar. Næst er efnið brætt og
sprautað í þar til gerð mót sem
kallað er „preform“. Það er síðan
sett í annað mót þar sem það er
hitað svo að hægt sé að blása það
hægt út þannig að hin eiginlega
plastflaska myndast.
Þótt flestir tengi PET við
drykkjarvöruumbúðir þá er það
endurunnið í margar ólíkar vörur.
Þannig er meirihluti PET endur-
unninn í þræði sem síðan eru
notaðir í framleiðslu á flísvörum á
borð við teppi, föt og umbúðir.
PET-merkingu á umbúðum má
þekkja á þremur örvum í þríhyrn-
ingi með númerinu 1 í miðjunni.
PET-flöskur
Það eru nokkuð margir nytjamarkaðir á
höfuðborgarsvæðinu þar sem kennir ýmissa
grasa. Þekktastur er Góði hirðirinn en þar
er hægt að gera góð kaup á ýmsum munum
til heimilisins. Venjulega er mjög gott úrval
í Góða hirðinum en vissulega fer það eftir
dögum. Þá þekkja flestir Rauðakrossbúðirnar
sem selja fatnað, skó og fleira. Rauðakross-
búðirnar eru nokkrar.
Annar nytjamarkaður, Von og bjargir, er
við Grensásveg. Þar er sömuleiðis gott úrval
húsgagna og muna fyrir heimilið. Nytjamark-
aður Samhjálpar er í Ármúla 11 og tekur við
ýmsum munum, en þó ekki stórum húsgögn-
um. Markaðurinn er fjáröflun fyrir Samhjálp.
Nytjamarkaður ABC við Víkurhvarf í Kópa-
vogi er sömuleiðis fjáröflunarfyrirtæki. Þar
eru til sölu föt, skór, gjafavara, heimilistæki og
fleira. Allur hagnaður rennur til ABC barna-
hjálpar.
Basarinn, nytjamarkaður, er í Austurveri við
hlið Grensáskirkju. Þar er hægt að fá notuð
föt, skó, borðbúnað, leikföng og fleira. Þá er
Fjölskylduhjálp Íslands með nytjamarkað að
Iðufelli 11 þar sem er mikið úrval af fatnaði,
skóm og leikföngum svo eitthvað sér nefnt.
Flesta nytjamarkaði er hægt að
finna á Facebook.
Nytjamarkaðir með gott úrval
Töluverð verðmæti liggja í drykkj-
arumbúðum en útflutningsverð-
mæti þeirra er um 200 milljónir
króna á ári samkvæmt upplýsing-
um frá Endurvinnslunni. Mest fæst
fyrir ál og glært plast úr PET-efni
sem eru algengustu plastumbúð-
irnar.
Ekki er hægt að skila öllum
drykkjar umbúðum til flösku-
móttöku Endurvinnslunnar. Um
leið og plastið er til dæmis litað,
minnkar verðmætið og lítið
þýðir að fara með slíkt plast í
Endurvinnsluna. Betra er að fara
með aukaumbúðir í plastgáma á
grenndarstöðvum sem sjá um að
koma þeim í endurvinnslu.
Glerkrukkur og gler, annað en
flöskur, á einnig að fara með í
flokkun sveitarfélaga.
Þar sem drykkjarumbúðir eru
verðmæti þarf að huga að því að
fara vel með þær, til dæmis rýrist
verðmætið þegar umbúðir eru
skítugar eða fullar af sígarettum og
öðru rusli.
Hvaða umbúðir
fara hvert?
B
ra
n
d
en
b
u
rg
|
sí
a
Gylfaflöt 5 | 112 Reykjavík | 520 2200 | sorpa@sorpa.is
Kynntu þér nýjan flokkunarvef SORPU, flokkid.sorpa.is.
Þar finnur þú allar upplýsingar um flokkun úrgangs, gjald-
skyldu og móttökustöðvar okkar. Verum fremst í flokki.
Við færum þér vefslóð
sem þú getur ekki hafnað
Allt um flokkun á flokkid.sorpa.is
FÓLK KYNNINGARBLAÐ 9 M I ÐV I KU DAG U R 1 2 . A P R Í L 2 0 1 7