Fréttablaðið - 12.04.2017, Page 56

Fréttablaðið - 12.04.2017, Page 56
Ávarpaði ritstjórn New York Times Lars Christensen alþjóðahagfræðingur Skotsilfur Hin hliðin Ljósmyndarinn Daniel Berehulak ávarpaði samstarfsfélaga sína á The New York Times á mánudag eftir að hann vann Pulitzer-verðlaun fyrir mynd- ir sínar. Sýndu þær ofbeldið sem hefur fylgt öfgafullri baráttu stjórnvalda á Filippseyjum gegn eiturlyfjasölu þar í landi. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA   Það eru sennilega 20 ár síðan ég gerði fyrstu gengisspána mína og ég er enn að. Ég hef hins vegar aldrei farið leynt með það að ég held ekki að maður geti kerfisbundið „snúið á markaðinn“ – og sérstaklega ekki gjaldeyrismarkaðinn. Ég hallast að því að gjaldeyris- markaðir séu það sem hagfræðingar kalla „skilvirkir“ að því leyti að allar opinberar upplýsingar endurspegl- ist í markaðsverðinu, sem gerir það ómögulegt að snúa kerfisbundið á markaðinn nema maður hafi inn- herjaupplýsingar. Og síðan ég byrjaði að spá fyrir um gengisþróun hef ég þekkt til fræðilegra skrifa um gengið, og aftur og aftur hefur það sýnt sig að gengisþróunin – sérstaklega til skamms tíma – er það sem hag- fræðingar kalla „slembigöngu“. Að giska á hvort gjaldmiðill fer upp eða niður (miðað við markaðsvænting- ar) er eins og að kasta upp peningi. Einmitt vegna þess að gjaldeyris- markaðir endurspegla yfirleitt nú þegar allar tiltækar opinberar upp- lýsingar. Af hverju að hafa fyrir því? Að gefnum þeim efasemdum sem ég hef um getuna til að snúa á markað- inn vaknar auðvitað sú spurning af hverju ég sé að reyna það. Einfalda svarið er: „Ég fæ borgað fyrir það.“ Réttara svar er: „Ég verð að gera það,“ í þeim skilningi að lífið snýst um að taka ákvarðanir. Allt sem við gerum snýst að einhverju leyti um spádóma. Þegar við förum yfir götu metum við hvort bíll muni keyra á okkur eða ekki. Við metum áhættuna. Öll fyrirtæki sem hafa útgjöld og tekjur í mismunandi gjaldmiðlum verða að hafa skoðun á því hvernig gjaldmiðlarnir muni þróast og verða að ákveða hvort þau baktryggi sig fyrir áhættunni eða ekki, á nákvæm- lega sama hátt og þau ákveða hvort þau kaupi brunatryggingu. Forðist að tapa fyrir markaðnum Skoðanir mínar á gjaldeyrismark- aðnum hafa þróast mikið á síðustu 20 árum þrátt fyrir að ég sé sömu skoðunar í dag og fyrir 20 árum. Fyrir 20 árum – eins og í dag – taldi ég að maður gæti ekki kerfisbundið snúið á gjaldeyrismarkaðinn. En núna einbeiti ég mér ekki lengur að því að snúa á markaðinn heldur að því að reyna að láta markaðinn ekki snúa á mig. Og ég held að ég geti það. Þess vegna held ég að ég geti almennt komið fram með gengis- spár sem eru eins góðar og spár markaðarins. Með spám markað- arins á ég við það sem svokallaðir framvirkir markaðir segja okkur um framtíðargengið. Ég hef einnig komist að þeirri staðföstu niður- stöðu að maður geti gert þetta með því að vera kerfisbundinn og ein- beita sér að þeim 4-5 þáttum sem hagfræðibækurnar segja manni að knýi gengisþróunina – hlutfallslegri verðbólgu og hlutfallslegri peninga- málastefnu, framleiðni, viðskipta- kjörum og ytra ójafnvægi (við- skiptahalla) og ef maður gerir það á maður býsna góða möguleika á að standa sig eins vel og markaðurinn og jafnvel snúa á markaðinn annað slagið. Og það sem ég tel að skipti kannski mestu máli er að maður græðir mikið á að hunsa „póli tískan hávaða“ þegar maður spáir fyrir um gengið þar sem „pólitískur hávaði“ er oft einmitt það – hávaði. Ómöguleiki gengisspádóma Fyrir 20 árum – eins og í dag – taldi ég að maður gæti ekki kerfis- bundið snúið á gjaldeyris- markaðinn. Það kann að vera að heilagleiki dymbilvikunnar sé hvatinn að skrif- um mínum í dag eða mögulega er ég einfaldlega langþreytt á tregðu okkar mannfólksins við að þróast til betri vegar – þrátt fyrir að vita betur og hafa allar forsendur til að lifa saman í sátt og með sóma. Það er sama hvert er litið í fréttamiðlum samtímans, þá virðist rót vanda okkar enn grund- vallast á syndum, sem forfeður okkar hafa hvatt okkur í árþúsundir til að vera vakandi fyrir og forðast. En við í blindni, í firringu eða í leti gleymum verðmætunum sem eru fólgin í dyggðum eins og hógværð, þolin- mæði, kærleik, árvekni og hófsemi. Að ógleymdri gjafmildi. Rýnum í nokkrar fréttir síðustu vikna og skoðum hvað þær eiga sam- eiginlegt. Linnulaust valdabrölt í stjórnum nokkurra fyrirtækja lands- ins, þar sem græðgi fárra í völd og fé varpar skugga á stolt og starfsgleði þeirra sem í raun skapa verðmætin. Ný gögn um sölu bankanna varpa ljósi á botnlausa græðgi fárra, sem í einfeldni halda að þeir komist upp með að „eignast“ allt með skipulegri blekkingu og síðar gleymsku. Sókn fasteignafélaga í að færa land og eignir á fárra hendur hækkar markaðsverð, og stærðarhagkvæmnin þjónar hags- munum fárra eigenda en er leigu- tökum til tjóns. Skammtímasjónar- mið ráða ferðinni í ferðaþjónustunni, þar sem allir ætla að græða á þessari „síldarvertíð“, en alltof fáir eru til- búnir að huga að fjárfestingu í öryggi og innviðum, sanngjörnum launum og þjálfun, og því mikilvægasta af öllu, að standa vörð um auðlindina. Græðgi er skilgreind sem óhófleg eða óseðjandi löngun í auð, völd eða „status“. Græðgi rænir okkur viskunni til að greina á milli langana okkar og þarfa. Erich Fromm lýsti græðgi sem botnlausri hít, sem drepur fólk í linnu- lausri leit sinni að ánægju, sem aldr- ei finnst. Græðgi virðist vera rauður þráður eða grár gaddavír í fréttum samtímans. Og hef ég þá ekki sótt heim bramboltið í Hvíta húsinu í vestri eða frásagnir um ógnarstyrjaldir sem þjaka þjóðir í austurátt. Hvernig væri að endurskrifa reglur leiksins þannig að sá sem gefur mest vinnur? Sá sem varðveitir mest af náttúruauðlindum fær bikarinn. Sá sem skilar okkur peningunum og setur í uppbyggingu heilbrigðiskerfis og háskóla fær aftur hluta af ærunni. Sá sem gefur af tíma sínum og þekk- ingu til þeirra sem þurfa er hinn raun- verulegi sigurvegari. Sá lifir best sem metur verðmæti sín ekki út frá því „hvað ég á“ – heldur „hvað ég gef“. Hvað ætlar þú að gefa af þér? Af græðgi og gjafmildi Guðrún Högnadóttir, framkvæmdastjóri Frank linCovey, og FKA- félagskona. Rak og réð Sigrúnu Rögnu Það vakti athygli þegar tilkynnt var á dögunum að Sigrún Ragna Ólafsdóttir, fyrr- verandi forstjóri VÍS, hefði tekið sæti í stjórn Creditinfo Group. Reynir Grétarsson, forstjóri og eigandi Creditinfo, sat í stjórn VÍS þegar ákveðið var að skipta um forstjóra í ágúst 2016 og ráða Jakob Sigurðsson, sem þá var stjórnarfor- maður Creditinfo, í stað Sigrúnar Rögnu. Vitað er að Reynir var á meðal þeirra í stjórnarmanna VÍS sem töluðu hvað helst fyrir því að ráða þyrfti nýjan forstjóra og lagði fram þá tillögu að fá Jakob í starfið. Fækkar í röðum Kaupþings Starfsmönnum Kaupþings hefur fækkað mjög að undanförnu samhliða því að félagið hefur ver- ið að selja eignir í stórum stíl og hraða þannig útgreiðslum til hluthafa. Á meðal þeirra sem hafa nýlega látið af störfum er Marinó Guðmunds- son sem hafði verið um árabil hjá Kaupþingi og var í hópi lykilstarfs- manna í eignastýringu. Starfsmenn munu fá greiddan bónus, eigi síðar en í apríl 2018, sem getur að hámarki verið 1.300 milljónir. Mark- mið bónuskerfisins, eins og kom fram í máli Pauls Copley, forstjóra Kaupþings, var einkum að „umbuna fólki til að leggja niður starf sitt hraðar en það annars gerði“. Það virðist vera að ganga eftir. Lán og nýtt met Ríkissjóður mun lána Vaðlaheiðar- göngum 4,7 milljarða króna til viðbótar við 8,7 milljarða lánið til verkefnisins sem var samþykkt í júní 2012. Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði í mars að hann myndi beita sér fyrir því að ríkið lánaði meira fé í fram- kvæmdina. Það var svo samþykkt í síðustu viku en þá gerðust einnig önnur undur og stórmerki. Verktakar í göngunum náðu þá vikuna að bora alls 96,5 metra og var um nýtt met að ræða. Mánuðina og jafnvel síðustu árin á undan taldist það gott þegar þeir náðu yfir 30 metrum á viku. 1 2 . A P R Í L 2 0 1 7 M I Ð V I K U D A G U R10 MARKAÐURINN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.