Fréttablaðið - 12.04.2017, Page 58

Fréttablaðið - 12.04.2017, Page 58
@stjornarmadur Stjórnar- maðurinn Miðvikudagur 12. apríl 2017FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS UM VIÐSKIPTI OG FJÁRMÁL | Viðskiptavefur Vísis @VisirVidskiptiwww.visir.is MARKAÐURINN Ef manni er annt um starfsfólkið sitt þá vill maður aðstoða það á þessum erfiða húsnæðismarkaði. Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA. 5.4.2017 ÍS LE N SK A S IA .IS S FG 5 02 78 0 6/ 10 islenskt.is Matreitt á gamla mátann án allra aukaefna. 100% HREIN SNILLD FRÁ ÍSLENSKUM GARÐYRKJUBÆNDUM Í síðastliðinni viku bárust tíðindin af rekstrarvanda dagblaðsins Fréttatím- ans. Hlé varð að gera á útgáfu blaðsins og starfsfólk fékk ekki greidd laun eins og það hafði gert ráð fyrir og átti rétt á. Ritstjóri blaðsins og aðaleigandi, Gunnar Smári Egilsson, dró á meðan sængina upp fyrir haus og lét ekki í sér heyra meðan starfsfólk tróð mar- vaðann fyrir framtíð blaðsins. Og það án þess að þiggja laun fyrir. Þegar þetta er ritað er alls óvíst um framtíð Fréttatímans. Gefið hefur verið í skyn að nýir eigendur hyggist koma að útgáfunni, en enn liggur ekk- ert fyrir í þeim efnum. Vonandi tekst að rétta Fréttatímann við en útséð virðist um að Gunnar Smári komi að þeim leiðangri. Eins og margir vita er þetta ekki í fyrsta sinn sem Gunnar Smári gengur frá fjölmiðlarekstri með öngulinn í rassinum. Hann átti ekki farsæla daga sem forstjóri fjölmiðlarisans Dagsbrúnar á sínum tíma þar sem sinnuleysi um annarra manna fé var sem rauður þráður. Hver man annars ekki eftir hinni íslensku CNN - NFS sem flytja átti fréttir úr örsamfélaginu allan liðlangan daginn? Þekktasta dæmið var þó sennilega fríblaðið Nyhedsavisen sem sigra átti Danmörku á mettíma. Þar sátu fjár- festar enn á ný eftir með sárt ennið. Margir hafa kannski dregið þá ályktun nú eftir Fréttatímafarsann að Gunnari Smára ætti sennilega ekki að treysta fyrir annarra manna fé. Almenningur í landinu virtist að minnsta kosti á þeirri skoðun miðað við hrapallega misheppnaða landssöfnun sem Gunn- ar Smári efndi til á lokametrunum svo bjarga mætti miðlinum. Sjálfur virðist hann þó hafa dregið aðra ályktun en hann hefur nú stofnað Sósíalistaflokk Íslands. Lokamark- miðið í þeim efnum hlýtur að verða kjörinn fulltrúi og komast í ráðherra- stöðu þar sem hann getur sýslað með almannafé og forgangsraðað eftir eigin höfði. Guð hjálpi okkur öllum. Það er nefni- lega ekkert í langri rekstrarsögu Gunn- ars Smára sem bendir til þess að fólkið í landinu eigi að treysta honum fyrir almannafé. Um það geta fjölmargir einkafjárfestar vottað. Atburðarás liðinnar viku gefur heldur ekki fögur fyrirheit um að launafólk geti treyst sósíalistanum Gunnari Smára fyrir sínum hagsmunum. Auðvelt er fyrir klárt fjölmiðlafólk að básúna skoðanir sínar þannig að allir heyri. Í þetta skiptið er hljómurinn bara heldur holur. Bæjaryfirvöld á Ísafirði hafa ekkert heyrt síðan um áramót í forsvarsmönnum kanadíska fjárfestingafyrir- tækisins Amel Group, sem óskuðu síðasta sumar eftir við- ræðum um stórfelldan útflutning á íslensku vatni. Þetta staðfestir Gísli Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, í samtali við Markaðinn. „Þeir hafa ekki svarað okkur síðan við kynntum þeim okkar skilmála um síðustu áramót,“ segir Gísli. Bæjarstjórn Ísafjarðar samþykkti í september í fyrra að fyrirtækið mætti hefja rannsóknir á vatninu og var skrifað undir viljayfirlýsingu.  – hg Gísli Halldór Halldórsson Holur hljómur Ekkert heyrt í Amel Group

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.