Fréttablaðið - 12.04.2017, Síða 76

Fréttablaðið - 12.04.2017, Síða 76
Flísabúðin Stórhöfða 21 | s: 545 5500 | flis.is Gæði og glæsileik i endalaus t úrval af hágæða flísum Finndu okkur á facebook Skemmtanir Árshátíðir Grímuböll Dimmisjón ofl. & ofl. Ykkar skemmtun.... ....okkar fókus JÓLAGJÖFIN í ár? við kynnum arc-tic Retro með keðju Fyrir DÖMUR og HERRA VERÐ AÐEINS: 34.900,- VERÐ FRá: 29.900,- FERMINGARGJÖFIN í ár? arc-tic Retro Brennheitur iPad Gwen Stefani og maður hennar, rokkarinn Gavin Rossdale úr hljómsveitinni Bush, skildu ekki fyrir svo löngu síðan. Þau höfðu verið gift í meira en áratug og allt virtist leika í lyndi hjá hjónunum. Hins vegar var það árið 2015 sem Gwen Stefani var að fikta aðeins í iPad fjölskyldunnar að hún fann ansi undarlegar myndir af barnapíu þeirra hjóna og við frekari leit fann hún textaskilaboð frá henni sem staðfestu það endanlega að Gavin var að halda fram hjá með barnapíunni. Slúðurblað skemmir Twilight-ástina Twilight-dúllurnar Kristen Stewart og Robert Pattison áttu í algjöru draumasambandi, að minnsta kosti að mati Twilight-aðdáenda, þangað til árið 2012. Það ár birti blaðið US Weekly myndir af Kristen Stewart í innilegu keleríi við Rupert Sanders, leikstjóra kvikmyndarinnar Snow White and the Huntsman, sem Kristen lék einmitt í. Myndirnar rústuðu sambandi Twilight-krakkanna ungu en einnig urðu þær töluverð uppspretta vandræða fyrir Rupert Sanders en hann var á þessum tíma giftur og átti tvö börn. Hann tjáði sig síðast um málið fyrr í þessum mánuði – svo að þetta virðist enn vera að valda honum óþægindum fimm árum síðar. Gómaður glóðvolgur Iggy Azalea átti í sambandi við NBA-stjörnuna Nick Young þangað til í fyrra þegar hún sagði aðdáendum sínum á Twitter frá því að þau væru hætt saman. Parið var búið að vera trúlofað í ár þegar Iggy var að fara yfir myndefni úr öryggismyndavélum heimilisins og tók þá eftir því að Nick Young var sífellt að draga einhverjar stelpur með sér heim á meðan Iggy var í burtu á tónleikaferðalögum. Stuttu síðar kom það meira að segja í ljós að ein þessara stúlkna var fyrrverandi kærasta Nicks og að hún var ólétt eftir körfuboltakappann – barnið fæddist svo í október í fyrra, þeirra annað barn saman. 10. áratugurinn í hnotskurn David Spade og Lara Flynn Boyle lifðu draum 10. áratugarins saman þangað til að í ljós kom að Lara Flynn Boyle hafði verið að halda við engan annan en Jack Nicholson í nokkur ár. David Spade ræddi málið í viðtali við tímaritið Details þar sem hann virðist vera kominn yfir þetta mikla áfall og vera bara nokkuð léttur. Sambandið byrjaði eftir að Jack Nicholson bauð Löru á stefnumót á meðan þau þrjú sátu öll og reyktu jónu saman. Lara sagði David Spade að Jack Nicholson væri „verri en Trump“ – en deitaði hann svo í sjö ár eftir það. Það komst upp um sambandið eftir að Jack og Lara lentu í bílslysi saman og National Enquirer hringdi í David og spurði hann um málið. Hann segir þau tvö ekki hafa talað saman síðan. Vandræðaheit í beinni Síðast en ekki síst er kannski minnst fyndna málið en hundrað prósent það neyðarlegasta. Árið 2009 tilkynnti David Letterman það í beinni útsendingu í þættinum sínum að hann hafi haldið framhjá Reginu Letko, konu sinni, með fjöldamörgum starfskonum þáttarins. Ástæðan fyrir því að hann ákvað að senda frá sér þessa hræðilega erfiðu tilkynningu er sú að dularfullur aðili hafði gert tilraun til að kúga hann með þessum upplýsingum og hann ákvað því að segja frá til að sleppa við að borga aðilanum það sem hann krafði Letterman um. Þess má geta að þau hjónin skildu ekki og eru enn saman, svo að málið endaði bara mjög vel. stefanthor@frettabladid.is Frægustu framhjáhöldin Þrátt fyrir að búa í kastölum í lokuðum hverf- um langt frá okkur venjulega fólkinu eru þau ríku og frægu í Hollywood mannleg og lenda oft í erfiðum aðstæðum. Ástamál þeirra vilja oft valda þeim vandræðum enda lítið annað að gera hjá milljónamæringum. Gwen Stefani og Gavin Rossdale á meðan allt lék í lyndi. Letterman viðurkenndi endurtekið framhjáhald í beinni útsendingu. Myndir náðust af framhjáhaldi Kristen Stewart. Iggy og Nick splæstu í ör- yggismyndavélar á meðan þau voru saman og þær virkuðu vel. Lara Flynn Boyle á hápunkti ferilsins. 1 2 . A P R Í L 2 0 1 7 M I Ð V I K U D A G U R40 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.