Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.03.2014, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 14.03.2014, Qupperneq 6
14. mars 2014 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 6 SVÍÞJÓÐ Síðar í þessum mánuði halda sænskir stjórnmálamenn til Rúmeníu til fundar við ríkisstjórn- ina þar. Tilgangurinn er að finna lausn á betli rómafólks víðsvegar í Svíþjóð. Sendinefnd sex fulltrúa stjórn- valda í Rúmeníu kom til Stokk- hólms til þess að gera grein fyrir því hvað gert er þar í landi vegna aðlögunar rómafólks. Sendinefnd- in ætlar einnig að kanna leiðir til samvinnu við sænsk yfirvöld vegna rómafólks sem betlar í Svíþjóð. - ibs Svíar til Rúmeníu: Ræða betl Rómafólksins EVRÓPUMÁL Samþykkt hefur verið á Evrópuþinginu að komið verði upp sérstökum skrif- stofum í öllum aðildarríkjum Evrópusambandsins, ESB, sem eingöngu eiga að upplýsa borg- ara ríkjanna um réttindi þeirra. Á fréttavef danska ríkisút- varpsins er haft eftir þing- manninum Jens Rohde að til- gangurinn sé að styrkja innri markaðinn og frjálst flæði vinnuafls. Þörf sé á slíku frjálsu flæði og þess vegna megi ekki vera nein mismunun. - ibs Samþykkt Evrópuþingsins: Upplýsa verður um réttindi 1. Hvað kostuðu vatnstjón á síðasta ári? 2. Hversu oft er sjúkrafl ug seint? 3. Hversu marga landsleiki hefur Dóra María Lárusdóttir spilað? SVÖR: 1. Á þriðja milljarð króna. 2. Í tíunda hvert sinn. 3. 100. SKIPULAGSMÁL Fulltrúar Sjálf- stæðisflokks í skipulagsráði gera alvarlega athugsemd við ummæli Dags B. Eggertssonar, formanns borgarráðs, um upp- byggingu á Hlíðarendasvæðinu. Dagur segir uppbygginguna ekki vera lokakafla uppbygging- ar í Hlíðahverfi, heldur fyrsta stigið í íbúðauppbyggingu Vatnsmýrarsvæðisins. Sjálf- stæðismenn segja ummælin óvirðingu við störf nefndar sem skoðar framtíðarstaðsetningu Reykjavíkurflugvallar. Fulltrú- ar meirihlutans segja framtíð flugvallarins ekki háða þessari uppbyggingu. - jm Gagnrýni í skipulagsráði: Flugvallarnefnd sýnd óvirðing DAGUR B. EGGERTSSON Formaður borgarráðs var gagnrýndur í skipulags- ráði. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM BANDARÍKIN Í vikunni kom upp á yfirborðið djúpstæður ágreiningur milli bandarísku leyniþjónustunnar CIA og þingnefndar, sem hefur undanfarin ár verið að rannsaka pynt- ingar á föngum í haldi leyniþjónustunnar. Dianne Feinstein, formaður leyniþjónustu- nefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings, sakar leyniþjónustuna um að hafa njósnað um þingmenn nefndarinnar. Leyniþjónustan sakar nefndina á móti um að hafa brotið lög þegar hún komst yfir skjöl, sem hún átti aldrei að fá aðgang að. Nefndin hefur skrifað 6.300 blaðsíðna skýrslu um pyntingastarfsemi leyniþjón- ustunnar. Skýrslan hefur ekki verið birt opinberlega, en meðal annars er þar fjallað um vatnspyntingar, barsmíðar og aðrar mis- þyrmingar sem menn, grunaðir um hryðju- verkastarfsemi, máttu sæta í leynifangels- um bandarísku leyniþjónustunnar víða um heim. John Brennan, yfirmaður CIA, segir margvíslegar rangfærslur að finna í skýrsl- unni. Feinstein segir hins vegar að skjölin umdeildu, sem komin eru frá Leon Panetta, fyrrverandi yfirmanni CIA, staðfesti það sem fram kemur í skýrslunni. - gb Formaður bandarískrar þingnefndar lét hörð orð falla í þingræðu í garð leyniþjónustunnar CIA: Segir CIA hafa njósnað um þingmenn DIANNE FEINSTEIN Formaður leyniþjónustunefndar- innar var harðorður á þingfundi á þriðjudag. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SKIPULAGSMÁL Sjálfstæðisflokk- urinn lagði fram tillögu á fundi borgarráðs í gær um að afstýra fyrirhugaðri byggingu háhýsis á Skuggahverfisreit, en að óbreyttu kemur það til með að skerða mik- ilvægan sjónás frá Skólavörðu- holti. Tillagan kvað á um að reynt verði að ná samkomulagi við lóðarhafa á reitnum um tilfærslu eða lækkun byggingarinnar. Meirihlutinn telur að ekki sé unnt að afturkalla byggingarleyfið sem veitt var árið 2006 en leggur til að skorað verði á Alþingi að setja fyrningarákvæði í lög, svo hægt verði að endurskoða skipu- lagsáætlanir. - jm Allir ósáttir við háhýsi: Borgin vill bjarga útsýninu SKUGGAHVERFIÐ E kki hægt að hagga skipulaginu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA DÓMSMÁL Már Guðmundsson seðla- bankastjóri segir að til greina komi að endurgreiða málskostnað sinn vegna málaferla við bankann. Hann telur sig ekki hafa brotið af sér. Lögmannsreikningar Más voru greiddir að fullu af Seðlabankan- um eftir að hann fór í mál við bank- ann vegna lækkunar launa sinna. Bankaráð ákvað í gær að fela Rík- isendurskoðun að gera úttekt á greiðslunum og kanna hvort farið hafi verið að lögum. Már segir að til greina geti komið að hann endurgreiði málskostnað- inn, þó enn sé of snemmt að segja til um það. „Það getur verið að niðurstaðan verði sú að ég eigi að gera það, þó ég efist um það,“ segir Már. „En svo getur vel verið að ég eigi að gera það hvort sem er. Eins og maður þekkir er eitt að segja að ekkert hafi verið gert rangt en enginn vandi að fá almennings- álitið upp á móti þeim sem eru taldir hafa eitthvað hærri tekjur en aðrir.“ Lára V. Júlíusdóttir, fyrrver- andi formaður bankaráðs Seðla- bankans, tók ákvörðunina um það að endurgreiða Má kostnaðinn vegna málaferla. Í vikunni sagði hún fréttastofu málið vera „storm í vatnsglasi“ og að bankaráð geti ómögulega krafið Má um endur- greiðslu málskostnaðar. Már sat fyrsta hluta bankaráðs- fundarins í gær og lagði þar fram bréf til ráðsins þar sem hann óskar eftir því að þeim þætti athugunar sem snýr að honum sjálfum verði flýtt. „Við þurfum að fá niðurstöðu í það hvað var rétt og rangt í mál- inu,“ segir Már. Hann segir jafn- framt að ekki sé gott fyrir einn né neinn að láta óvissu í málinu hanga yfir. „Ég tel mig ekki hafa gert neitt rangt í þessu ferli en auðvitað kann öðrum að sýnast annað,“ segir Már. Ásamt bréfinu lagði Már fram upplýsingar og gögn frá Seðlabank- anum til bankaráðs varðandi málið. „Síðan er gert ráð fyrir því að það verði fundur á næstunni þar sem mér mun gefast tækifæri til að útskýra mjög ítarlega mína hlið á málinu,“ segir Már. bjarkia@365.is Már útilokar ekki að endurgreiða kostnað Bankaráð Seðlabanka felur Ríkisendurskoðun úttekt á greiðslu málskostnaðar Más Guðmundssonar seðlabankastjóra. Már segist ekki hafa brotið af sér í málinu. VILL NIÐURSTÖÐU Már Guðmundsson gengur út af fundi bankaráðs í gær. Í kjölfarið tilkynnti hann fjölmiðlum að hann hefði beðið ráðið að flýta athugun á þeim hluta málsins sem að honum snýr. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Ég tel mig ekki hafa gert neitt rangt í þessu ferli en auðvitað kann öðrum að sýnast annað. Már Guðmundsson seðlabankastjóri VEISTU SVARIÐ? NÝTT Loksins á Íslandi! Nicotinell með Spearmint bragði - auðveldar þér að hætta reykingum Nicotinell er samstarfsaðili Krabbameinsfélagsins Nicotinell Spearmint 2 mg og 4 mg lyfjatyggigúmmí. Inniheldur nikótín. Ábendingar: Til meðferðar á tóbaksfíkn en lyfið dregur úr nikótínþörf og fráhvarfseinkennum og það auðveldar þar með reykingarfólki sem vill hætta að reykja, að hætta og auðveldar þeim sem ekki geta hætt, eða eru tregir til þess, að draga úr reykingum. Skammtar fyrir fullorðna 18 ára og eldri: Skammta skal ákvarða út frá því hversu háður nikótíni einstaklingurinn er. Mælt er með 4 mg lyfjatyggigúmmíi fyrir einstaklinga með mikla nikótínþörf og fyrir þá sem ekki hefur tekist að hætta með notkun 2 mg lyfjatyggigúmmís. Ef þú reykir fleiri en 30 sígarettur/sólarhring má miða við notkun 4 mg, 20-30 sígarettur/sólarhring er miðað við 2 eða 4 mg eftir þörf en ef reykt er minna en 20 sígarettur á sólarhring er æskilegt að nota 2 mg. Ef þú færð aukaverkanir við notkun stærri skammtsins (4 mg lyfjatyggigúmmí), skaltu íhuga minni skammt í staðinn. Tyggja skal eitt stk við reykingaþörf þar til finnst sterkt bragð. Þá skal láta það hvíla milli kinnar og tannholds. Þegar sterka bragðið minnkar skal tyggja aftur. Þetta skal endurtaka í 30 mín. Venjuleg notkun er 8-12 stk, þó ekki fleiri en 15 stk af 4 mg og 25 stk af 2 mg lyfjatyggigúmmíi á sólarhring. Meðferðarlengd er einstaklingsbundin en skal í flestum tilfellum standa í a.m.k. 3 mánuði, skal þá draga smám saman úr notkun lyfjatyggigúmmísins. Meðferð skal hætt þegar neyslan er komin niður í 1-2 lyfjatyggigúmmí á sólarhring. Venjulega er ekki mælt með notkun lyfsins lengur en í eitt ár. Sumir, sem eru hættir að reykja, gætu þó þurft lengri meðferð til þess að forðast að byrja aftur að reykja. Geyma skal afgangs lyfjatyggigúmmí þar sem reykingaþörf getur skyndilega komið upp aftur. Ráðgjöf getur aukið líkurnar á því að reykingafólk hætti að reykja. Nota má lyfið til að lengja reyklaus tímabil og draga þannig úr reykingum. Ef ekki hefur dregið úr fjölda sígaretta á sólarhring eftir 6 vikur skal leita faglegrar ráðgjafar. Reykingum skal hætt um leið og einstaklingurinn er reiðubúin til þess, þó ekki síðar en eftir 6 mánaða meðferð. Leita skal faglegrar ráðgjafar ef ekki hefur tekist að hætta reykingum eftir 9 mánaða meðferð. Frábendingar: Ofnæmi fyrir nikótíni eða einhverju hjálparefnanna, reykleysi. Ráðfærðu þig við lækni eða lyfjafræðing því ekki er víst að þú megir nota lyfið ef þú: ert á meðgöngu eða með barn á brjósti, hefur nýlega fengið hjartabilun eða hjartastopp, ert með hjarta- eða æðasjúkdóm, of háan blóðþrýsting, sykursýki, ofvirkan skjaldkirtil/nýrnahettur, magasár eða verulega skerta nýrna- og/eða lifrarstarfsemi eða ef þú ert yngri en 18 ára. Einstaklingum með gervitennur og þeim sem eiga í erfiðleikum með að tyggja tyggigúmmí er ráðlagt að nota önnur lyfjaform nikótínlyfja. Sjúklingar með arfgengt frúktósaóþol skulu ekki nota lyfið. Athuga ber að lyfið inniheldur natríum og bútýlhýdroxýtólúen (E321). Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Sjá notkunarleiðbeiningar í fylgiseðli. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Jafnvel lítið magn af nikótíni er hættulegt börnum og getur valdið alvarlegum einkennum eða dauða. Markaðsleyfishafi: Novartis Consumer Health S.A. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.