Fréttablaðið - 14.03.2014, Qupperneq 8
14. mars 2014 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 8
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
6
18
0
5
BL Sævarhöfða 2, sími 525 8000
● Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra flutti Alþingi skýrslu vegna málsins í gær og furðaði sig á
vendingum síðustu vikna. Hann fullyrti hins vegar að staða Íslands væri áfram sterk sem fiskveiðiþjóðar,
því staðið hefði verið fast við grundvallarhugsun Íslands í fiskveiðistjórnun – sjálfbærni sem ófrávíkjan-
lega reglu.
Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, hrósaði Sigurði fyrir sína framgöngu í málinu til
þessa en lagði sökina í kjöltuna á Gunnari Braga Sveinssyni utanríkisráðherra. Mönnum hafi borist njósn
um að ekki væri allt með felldu, en Gunnar Bragi hafi ekkert gert til að andæfa á vettvangi utanríkis-
þjónustunnar, og hafi í raun flotið sofandi að feigðarósi.
Sjálfur var utanríkisráðherra ekki viðstaddur umræðurnar sem Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylk-
ingarinnar, gagnrýndi hart, en hann saknaði mjög að fá ekki upplýsingar um hver viðbrögð Íslands yrðu á
næstu dögum.
Þeir sem kvöddu sér hljóðs voru sammála um að án tafar yrði mótmælum komið á framfæri við ESB,
Noreg og ekki síst Færeyinga. Varla varð það misskilið, og kom fram í máli Steingríms J. Sigfússonar, fyrr-
verandi sjávarútvegsráðherra, meðal annars að tvíhliða samningar Íslands við Færeyjar litu öðruvísi út í
bjarmanum af hinu nýja samkomulagi.
● Við upphaf þingfundar sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra það „forkastanlegt af hálfu vinaþjóða
okkar, og nágrannaríkja, að koma saman, vitandi vits, án aðkomu Íslendinga, og gera með sér samkomu-
lag án þess að okkur sé einu sinni hleypt að samningaborðinu. Við eigum að senda ákveðin skilaboð til
Norðmanna, til Færeyinga, til ESB, og til annarra sem hafa þóst vera í eiginlegum samningaviðræðum við
okkur – skýr skilaboð um það að við kunnum ekki að meta þetta. Og að Alþingi Íslendinga fordæmi þessi
vinnubrögð og áskilji sér allan rétt í framhaldinu til eðlilegrar hlutdeildar í makrílstofninum“.
„FORKASTANLEG FRAMKOMA VINAÞJÓÐA“
Ljóst er að Ísland stendur eftir einangrað í
makríldeilunni. Evrópusambandið, Noregur
og Færeyjar undirrituðu samkomulag um
skiptingu veiðiheimilda á makríl fyrir næstu
fimm ár. Fátt annað liggur ljóst fyrir; hvorki
hvað liggur að baki óvæntri þróun mála né
hver staða Íslands er í dag og hvernig á að
bregðast við því að Íslandi var haldið utan við
samkomulagið.
„Skýringar“
Þegar samninganefndir strandríkjanna stóðu
upp frá borðinu eftir sjöundu umferð samn-
ingalotunnar í Edinborg í Skotlandi fyrir
rúmri viku, var sú skýring gefin af íslenskum
stjórnvöldum að fullreynt væri að samning-
ur næðist. Þetta staðfesti Maria Damanaki,
sjávarútvegsstjóri ESB, sama dag á heimasíðu
sinni. Með það fór íslenska samninganefndin
heim, en Norðmenn og ESB sátu eftir til að
ræða tvíhliða samninga í fiskveiðimálum sín
á milli. Nú vita allir að Færeyingar fóru ekki
heim heldur.
Nú halda Norðmenn, og fleiri, því fram
að slitnað hafi upp úr viðræðum í Edinborg
vegna kröfu Íslendinga um veiðar í græn-
lenskri lögsögu, og er það reyndar haft eftir
Jacob Vestergaard, sjávarútvegsráðherra
Færeyja, í fjölmiðlum í gær. Eitthvað er
þetta málum blandið en í viðtali við færeyska
miðilinn Nordlys segir Vestergaard skýrt að
„prinsipp“ Íslendinga um sjálfbærar veiðar í
anda ráðgjafar Alþjóðahafrannsóknaráðsins
(ICES) hafi staðið í vegi fyrir samkomulagi í
Edinborg.
Sigurgeir Þorgeirsson, aðalsamningamaður
Íslands, segir það liggja fyrir að John Spen-
cer, aðalsamningamaður ESB, sem stýrði við-
ræðunum hafi talið fullreynt og slitið fundi
„með þeim orðum að ekki væri um frekari
samningaviðræður að ræða fyrr en 2015“.
Fljótt á litið virðist málið því snúast um
heildarkvótann. Samkvæmt samningnum er
heildarkvótinn rúmlega 1,2 milljónir tonna,
en íslenska samninganefndin hélt sig fast við
ráðgjöf ICES frá því í fyrra sem hljóðaði upp
á 890 þúsund tonn (en var tilbúin að hækka
það eitthvað í Edinborg). Hér virðast því ESB,
Noregur og Færeyjar hafa gert samning eftir
vilja Norðmanna hvað varðar heildarkvótann,
sem gengur eftir þegar Ísland var ekki fyrir
hinum strandríkjunum í deilunni.
Vissu ekkert
Ekkert bendir til annars en að mótaðilum
Íslands í deilunni hafi tekist fullkomlega
það ætlunarverk sitt að semja án vitundar
íslenskra stjórnvalda. Þeir sem næst standa
málinu fréttu af því á sama tíma og allur
almenningur í fjölmiðlum á miðvikudag.
Sjávarútvegsráðherra Færeyja lýsir ferlinu
sem háleynilegu í viðtali við Nordlys. Hann
segir jafnframt að samningurinn hafi legið
fyrir á mánudaginn, en skrifað var undir á
miðvikudag eftir að ESB hafði kynnt samn-
inginn innan sinna raða. Hann viðurkennir að
Færeyingar hafi setið eftir í Edinborg því þeir
hafi haft á tilfinningunni að hægt væri að ná
samningi um makrílinn, eins og síðar varð.
Hvað næst?
Bent er á að málið sé þeim mun alvarlegra
þegar haft er í huga að Ísland er viðurkennt
strandríki frá árinu 2010, og því hefðu ESB,
Noregur og Færeyjar aldrei átt að setjast niður
án aðkomu Íslands.
Þegar allt er talið í upphafi nýrrar makríl-
deilu, er kjarni umræðunnar sá að það sem
hægt er að gera í augnablikinu er að mótmæla
gjörningnum af fullum krafti og íhuga fram-
haldið, mögulega í samvinnu við Grænlend-
inga. En anda þarf rólega og falla ekki í þá
gryfju að ganga fram í veiðum á makríl með
gassagangi. svavar@frettabladid.is
Ísland einangrað í makríldeilunni
Þungum áhyggjum er lýst yfir samkomulagi ESB, Noregs og Færeyja um makrílveiðar. Ásakanir og fullyrðingar ganga á víxl á milli stjórn-
málamanna hérlendis og erlendis. Staða Íslands er óljós – í besta falli. Ekki kvikað frá sjálfbærni veiða við Ísland, segir sjávarútvegsráðherra.
HEITAR UMRÆÐUR
Sigurður Ingi Jóhanns-
son sagði ekki koma
til greina að makríll
yrði veiddur öðruvísi
en á sjálfbæran hátt.
Steingrímur J. segir
stöðuna sem upp er
komin grafalvarlega.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI