Fréttablaðið - 14.03.2014, Síða 10
14. mars 2014 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 10
Síðumúli 16 | 108 Reykjavík | Sími 580 3900 | www.fastus.is
Verslun opin mán - fös 8.30 - 17.00
Glös fyrir stór
og smá tilefni
Hjá Fastus fæst mikið úrval af glösum fyrir
stóra og litla veitingastaði. Komið í verslun
okkar að Síðumúla 16 og látið fagmenn
hjálpa ykkur við að velja réttu glösin.
FA
S
TU
S
_H
_0
7.
03
.1
4
www.volkswagen.is
Fullkominn ferðafélagi
Tiguan kostar aðeins frá
5.360.000 kr.
Volkswagen Tiguan eyðir aðeins frá 5,8l /100 km
Volkswagen Tiguan
Í Volkswagen Tiguan sameinast fullkomið fjórhjóladrif, sparneytin dísilvél
og einstakir aksturseiginleikar sem veita þér algjört ferðafrelsi. BlueMotion
tæknin frá Volkswagen leggur áherslu á lágmarks eyðslu eldsneytis og
hámarks umhyggju fyrir umhverfinu. Kynntu þér kosti Volkswagen Tiguan
og veittu þér sannkallað frelsi til að ferðast.
HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is
Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði
A
uk
a
b
ún
a
ð
ur
á
m
yn
d
: á
lfe
lg
ur
, s
va
rt
ir
þ
a
kb
og
a
r
og
lj
ós
ka
st
a
ra
r
í f
ra
m
st
uð
a
ra
.
TIL SÖLU VANDAÐAR
EIKARINNRÉTTINGAR
SELST MEÐ 50% AFSLÆTTI
hannaðar af einum vinsælasta
innanhússarkitekt landsins
eldhúsinnrétting, baðinnrétting,
lítil þvottahúsinnrétting,
fataskápar í 3 herbergi og forstofu og
4 innihurðir einnig gluggar og útihurðir
- hvít t og mahogny
TIL SÝNIS Í ÁRMÚLA 15
Í DAG FÖSTUDAG FRÁ KL.10 - 16
VIÐSKIPTI Skipti hf. birti ársreikn-
inginn fyrir árið 2013 í gær. Þar
kemur fram að bókfært tap félags-
ins fyrir árið 2013 nam tæpum 17
milljörðum króna samanborið við
3,4 milljarða tap árið áður.
Í tilkynningu er tapið sagt skýr-
ast af alls 19,6 milljarða gjald-
færslu eftirtalinna liða: Rúmlega
14 milljarða virðisrýrnunar við-
skiptavildar, ríflega þriggja millj-
arða niðurfærslu á kröfu á hendur
Glitni hf. og 2,6 milljarða gjald-
færslu í varúðarskyni vegna end-
urákvörðunar skatta.
„Varðandi tapið þá er lang-
stærsti einstaki þátturinn þar nið-
urskrift á viðskiptavild. Það var
búið að skrifa niður viðskiptavild
um meira en 19 milljarða á und-
anförnum árum, en aldrei í svona
stórum skrefum eins og núna,“
segir Orri Hauksson, forstjóri
Símans, í samtali við Fréttablaðið.
Orri segir ástæðu niðurfærsl-
unnar vera þá að félagið hafi vilj-
að setja fram forsendur sem eru
varúðarfyllri en áður miðað við
hvernig afkoma þess hafi þróast
milli áranna 2012 og 2013.
„Það voru mótuð framtíðarplön
hérna 2010 og þau hafa gengið
ágætlega eftir, það er að segja
það er að ganga betur í rekstr-
inum, en það hægist síðan á því
hversu afkomubatinn er mik-
ill. Þess vegna vildum við núna,
í staðinn fyrir að gera ráð fyrir
fyrri áætlunum um afkomubata,
frekar sýna aðeins meiri varúð,“
segir Orri.
Rekstrarhagnaður Skipta á síð-
asta ári fyrir afskriftir og fjár-
magnsliði (EBITDA) nam 8,3
milljörðum króna samanborið við
7,4 milljarða árið áður.
Eiginfjárhlutfall Skipta er
45,0% og eigið fé er 26,4 milljarð-
ar króna. Eigið fé var 7,9 millj-
arðar í lok árs 2012 og eiginfjár-
hlutfall 10,2%. Sala nam 29,9
milljörðum króna samanborið
við 28,9 milljarða árið áður og er
aukningin 3,6%. Rekstrarkostnað-
ur lækkar um 79 milljónir króna
milli ára og er 9.467 milljónir
króna.
Mikið hefur verið rætt um
skráningu Símans á aðalmarkað
Kauphallarinnar. Orri segir að
ekki þurfi að uppfæra margt til
að hægt verði að demba sér í þá
vinnu, en það liggi fyrir hjá bæði
eigendum og stjórn að stefnt sé að
því að fara á markað.
„Það er ekki búið að ákveða
tímasetningu, það er að koma aðal-
fundur núna og það bíður stjórnar
að ákveða hvernig þessu verður
háttað,“ segir Orri sem telur það
munu gerast á næstu tólf til þrett-
án mánuðum. fanney@frettabladid.is
Síminn tapar sautján
milljörðum milli ára
Orri Hauksson, forstjóri Símans, segir uppgjörið einkennast af mikilli virðisrýrnun
óefnislegra eigna sem valdi verulegu tapi hjá samstæðunni. Félagið stefnir á
skráningu á aðalmarkað Kauphallarinnar á næstu tólf til þrettán mánuðum.
VARÚÐARFYLLRI FORSENDUR Orri
Hauksson, forstjóri Símans, segir félagið
hafa viljað sýna varúð vegna hægari af-
komubata undanfarin ár. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR