Fréttablaðið - 14.03.2014, Side 12

Fréttablaðið - 14.03.2014, Side 12
14. mars 2014 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 12 BERLÍN, AP Angela Merkel, kansl- ari Þýskalands, sagði á þýska þinginu að eina leiðin til að leysa vandann á Krímskaga væru samningaviðræður og bætti við að ekki kæmi til greina að beita hervaldi. Að sögn Merkel ætlar ESB og önnur vestræn ríki fljót- lega að hefja frystingu bankainn- istæðna og koma á ferðatakmörk- unum í refsi skyni ef Rússar vilja ekki semja í málinu. „Ef Rússland heldur áfram á þessari braut mun það ekki aðeins hafa skelfilegar afleiðing- ar í för með sér fyrir Úkraínu,“ sagði hún. „Það mun valda Rúss- landi miklum skaða, bæði póli- tískum og efnahagslegum.“ Merkel sagði að ákvörðun Rússa um að fara með herlið inn á Krímskaga væri klárt brot á alþjóðlegum lögum og að Rússar væru að notfæra sér veika stöðu nágranna síns með aðferðum sem svipuðu til þeirra sem Evrópu- veldi beittu á síðustu öld. - fb ANGELA MERKEL Segir að Rússar hafi brotið alþjóðleg lög með því að ráðast inn á Krímskaga. MYND/AP LONDON, AP Fjarskyldir ættingjar Ríkharðs III., fyrrverandi Eng- landskonungs, hófu í gær baráttu fyrir hæstarétti um hvar eigi að grafa hann á nýjan leik. Jarðneskar leifar Ríkharðs, sem var drepinn í orrustu árið 1485, fundust undir bílastæði í borginni Leicester árið 2012. Stjórnvöld hafa veitt dóm- kirkjunni í Leicester í Mið-Eng- landi leyfi til að grafa konunginn í borginni en ættingjar hans vilja að hann verði grafinn í borginni York, sem er í norðurhluta Eng- lands. Þeir segja að stjórnvöld hafi ekki tekið nógu vel til greina óskir Ríkharðs eða afkomanda hans um hvar gröf hans skuli vera. - fb Barátta um bein konungs: Gröf Ríkharðs III. verði í York BEIN KONUNGS Bein Ríkharðs III. fundust undir bílastæði í Leicester fyrir tveimur árum. MYND/AP VELFERÐAMÁL „Reynsla annarra er sú að þegar farið er í átaksverk- efni af þessu tagi þá verði ákveð- ið brottfall,“ segir Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarstjóri Hafn- arfjarðar. Á miðvikudaginn var samþykkt að hefja verkefnið „Áfram! – Ný tækifæri í Hafnarfirði“. Þá getur einstaklingur sem þiggur fjár- hagsaðstoð hjá sveitarfélaginu haft möguleika á hlutastarfi. Þannig bæta þessir einstaklingar einnig kjör sín með aukinni fjárhagsaðstoð. Ef einstaklingur hafnar tilboði um þátttöku í virkniúrræðinu skerð- ist fjárhagsstyrkur tímabundið um helming. Spá um brottfall gerir ráð fyrir að 57 einstaklingar hætti að fá fjárhagsaðstoð frá sveitarfélaginu. Brottfallið kemur að einhverju leyti til móts við aukinn kostnað sveitarfélagsins af þessu átaki. Þannig eru færri sem fá aðstoð, færri sem fá fulla aðstoð en þeir sem taka þátt í átakinu fá hærri upphæðir. Meðalframfærsla er 119.408 krónur en fyrir 66 prósent starf mun þátttakandi fá 165.000 krónur. „Sveitarfélagið er tilbúið með hundrað störf en við eigum eftir að snerta á fyrirtækjum í bænum,“ segir Guðrún. Yfir 600 manns þiggja nú fjár- hagsaðstoð frá sveitarfélaginu. Mikil fjölgun hefur verið á síðustu árum þegar sífellt fleiri missa bóta- rétt sinn hjá Vinnumálastofnun eftir þrjú ár. Sveitarfélögin hafa þurft að standa straum af þessu síðastliðin ár. Frá árinu 2001 hefur heildarfjár- hagsaðstoð Hafnarfjarðarbæjar farið úr 197 milljónum í 711 millj- ónir króna. Guðrún segist hafa sérstakar áhyggjur af ungu fólki sem flosnað hefur upp úr námi og hefur aldrei fengið reynslu á vinnumarkaði. Á síðastliðnu ári voru um 250 ein- staklingar yngri en 25 ára á fram- færslu hjá bæjarfélaginu eða um fjörutíu prósent. Um sjötíu prósent þeirra sem þiggja aðstoð eru vinnu- eða virknifærir. „Það þarf að mæta fólki þar sem það er statt. Þannig fá ungmenni reynslu af því að mæta til vinnu, fá hærri framfærslu og finna fyrir meiri tilgangi í samfélaginu. Fyrir þá sem reynist erfitt að finna vinnu innan þessa úrræðis þarf að nýta aðra kosti, eins og starfsendurhæf- ingu og meðferðarúrræði,“ segir bæjarstjórinn. ardis@frettabladid.is Skerða styrki þeirra sem hafna störfum Markmið að fækka fólki sem fær beinar fjárhagsbætur frá Hafnarfjarðarbæ um helming, í staðinn býðst því hlutastarf. Margfalt fleiri en áður fá fjárhagsaðstoð frá sveitarfélaginu þegar bótaréttur hjá Vinnumálastofnun rennur út. FJÖLDI EINSTAKLINGA SEM NUTU FJÁRHAGSAÐSTOÐAR HJÁ HAFNARFJARÐARBÆ ÁRIN 2001-2013 800 700 600 500 400 300 200 100 2001 2002 2007 2008 2009 2010 2011 2006 2003 2012 2013 2004 2005 Það þarf að mæta fólki þar sem það er statt. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar. Heimild: Hafnarfj arðarbær AUSTURRÍKI, AP Austurríski auð- jöfurinn Dmítró Firtash, einn áhrifamesti viðskiptajöfur lands- ins, hefur verið handtekinn í Austurríki. Bandaríkjastjórn vill fá hann framseldan í tengslum við ásak- anir um mútur og önnur brot. Firtash hefur verið stuðnings- maður Viktors Janúkovítsj, sem hraktist frá völdum og er nú land- flótta í Rússlandi. Talsmenn Firt- ash segja handtökuna ekki tengjast ólgunni í Úkraínu undanfarið. - gb Úkraínskur auðjöfur: Tekinn fastur í Austurríki PALESTÍNA, AP Leiðtogar Hamas- stjórnarinnar á Gasasvæðinu glíma nú við versta efnahags- ástand svæðisins allt frá því þeir náðu því á sitt vald fyrir sjö árum. Auk einangrunar af hálfu Ísra- ela hafa Egyptar lokað landamær- unum til Gasa og er það farið að segja verulega til sín. Ekkert bendir til þess að ástandið skáni á næstunni, þar sem bæði Ísrael og Egyptaland hafa verið að herða landamæra- eftirlit sitt. - gb Hamas einangrast æ meir: Efnahagsvandi á Gasa versnar ÖRUGGT START MEÐ EXIDE RAFGEYMUM Endingargóðir og sterkbyggðir rafgeymar fyrir flestar gerðir bifreiða. Veldu þaulreynda vöru frá gæðaframleiðanda. PI PA R\ TB W A • SÍ A • 13 18 58 Exide rafgeymarnir fást hjá: Framtíð vinnuvistfræðinnar Í tilefni af aðalfundi Vinnuvistfræðifélags Íslands verður efnt til þjóðfundar þann 20. mars nk. í húsakynnum Orkuveitu Reykjavíkur að Bæjarhálsi 1, frá kl.17:00-18:30 Þátt takendur munu velta fyrir sér framtíð félagsins, skilgreiningu á hugtakinu vinnuvistfræði, eflingu hennar og mikilvægi. Í framhaldi verður aðalfundur Vinnís. Boðið verður uppá lét tar veitingar. Skráning á vinnis@vinnis.is Allir áhugasamir velkomnir Sjáum ykkur á þjóð- og aðalfundi Vinnís Kanslari Þýskalands vill ná samkomulagi við Rússa í Úkraínudeilunni: Notfæra sér veika stöðu Úkraínu

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.