Fréttablaðið - 14.03.2014, Síða 20
14. mars 2014 FÖSTUDAGUR| TÍMAMÓT | 20TÍMAMÓT
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir,
fósturbróðir, afi og langafi,
ERLINGUR NORÐMANN
GUÐMUNDSSON
Hörðubóli, Dalabyggð,
lést laugardaginn 8. mars. Útför hans fer fram
frá Kópavogskirkju mánudaginn 17. mars kl. 13.00.
Ragnhildur Beatrice Erlingsdóttir Sigurjón Hannesson
Kristrún Erna Erlingsdóttir Baldur Kjartansson
Guðríður Erlingsdóttir Stefán Hólmsteinsson
Líneik Dóra Erlingsdóttir
Guðmundur Erlingsson Ninna Karla Katrínardóttir
Una Auður Kristjánsdóttir Hjalti Samúelsson
barnabörn og langafabörn.
Ástkær eiginmaður minn, yndislegur faðir
okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
HAUKUR ÓLI ÞORBJÖRNSSON
Skarðshlíð 40C, Akureyri,
lést á heimili sínu að kvöldi sunnudagsins 2. mars í faðmi
fjölskyldu sinnar. Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug. Sérstakar þakkir fá
læknar og starfsfólk lyfjadeildar Sjúkrahúss Akureyrar og
Heimahlynningar á Akureyri, fyrir yndislega umönnun og alúð.
Guð blessi ykkur öll.
Sigrún Ragnarsdóttir
Ragnar Hauksson Hugrún Hjördís Sigurbjörnsdóttir
Þorbjörg Hauksdóttir
Valgeir Hauksson Halldóra F. Sverrisdóttir
Sigurður Rúnar Hauksson
afa- og langafabörn.
Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma,
DÓRA INGVARSDÓTTIR
Stapaseli 13,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
þriðjudaginn 11. mars.
Þórunn Ólafsdóttir Marteinn Sigurðsson
Berglind Marteinsdóttir Ólafur Marteinsson
Okkar ástkæra
INGIBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR
frá Þiljuvöllum, Berufjarðarströnd,
sem lést 7. mars sl., verður jarðsungin
þriðjudaginn 18. mars kl. 13.00
frá Háteigskirkju.
Kristín Snæbjörnsdóttir Fanngeir Sigurðsson
Unnþór Snæbjörnsson
Hlífar Már Snæbjörnsson
Alda Snæbjörnsdóttir Emil S. Björnsson
Þórður Viðar Snæbjörnsson Ásdís Auðunsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginkona mín,
móðir, tengdamóðir, amma og langamma,
GUÐRÚN ÞÓRHALLSDÓTTIR
Skúlagötu 44,
lést í faðmi fjölskyldunnar mánudaginn 10. mars.
Sigurður Árni Sigurðsson
Helga Guðbjörg Sigurðardóttir Þórður Ingason
Sigríður Lovísa Sigurðardóttir Pétur Pétursson
Hallveig Sigurðardóttir Sigurður Oddgeir Sigurðsson
barnabörn og langömmubörn
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
ODDNÝ SIGRÍÐUR NICOLAIDÓTTIR
Hólabergi 82, Reykjavík,
lést miðvikudaginn 5. mars. Útför hennar fer fram frá
Fella- og Hólakirkju í Reykjavík, í dag, föstudaginn 14. mars,
klukkan 15.00.
Jónas Guðlaugsson
Ingibjörg Jónasdóttir Gísli Ólafsson
Nicolai Jónasson Ásta Bjarney Pétursdóttir
Jónas G. Jónasson Jóhanna Vélaug Gísladóttir
Guðlaugur Jónasson Guðrún Axelsdóttir
Sigurður Jónasson Bjarnþóra María Pálsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
MERKISATBURÐIR
1800 Barnaba Chiaramonti verður Píus 7. páfi.
1828 Friðrik Sigurðsson, Agnes Magnúsdóttir og Sigríður Guð-
mundsdóttir myrða Natan Ketilsson og Pétur Jónsson á Illuga-
stöðum á Vatnsnesi og kveikja síðan í bænum.
1911 Kristján Jónsson verður ráðherra Íslands. Hann situr í
embætti í rúmlega ár.
1950 Steingrímur Steinþórs-
son verður forsætisráðherra og
situr ríkisstjórn hans þar til í
september 1953.
1964 Jack Ruby er sakfelld-
ur fyrir að myrða Lee Harvey
Oswald, meintan morðingja
Kennedys, forseta Bandaríkjanna.
1967 Lík Johns F. Kennedy
Bandaríkjaforseta er flutt til
frambúðar í Arlington-kirkjugarð.
1969 Söngleikurinn Fiðlarinn
á þakinu er frumsýndur í Þjóð-
leikhúsinu. Verkið á eftir að njóta
meiri vinsælda en nokkurt annað
leikverk hafði notið fram að því.
1981 Skyndibitakeðjan Tommaborgarar er stofnuð í Reykjavík.
1987 Þyrla Landhelgisgæslunnar bjargar níu manns af Barðan-
um sem hafði strandað við Dritvík á Snæfellsnesi.
JOHN F. KENNEDY
Þennan dag árið 1991 var „sexmenn-
ingunum frá Birmingham“ sleppt úr
fangelsi eftir að áfrýjunarréttur sýknaði
þá af ákæru um morð á 21 manni.
Paddy Joe Hill, Hugh Callaghan, Richard
McIlkenny, Gerry Hunter, Billy Power
og Johnny Walker höfðu setið 16 ár í
fangelsi fyrir morðin þegar þeim var
sleppt.
Mennirnir voru handteknir árið
1974. Þeir höfðu yfirgefið Birmingham
skömmu eftir að sprengjur sprungu í
tveimur krám í miðbæ Birmingham. 21
lét lífið í sprengingunum og rúmlega
160 manns slösuðust. Mennirnir játuðu
á sig verknaðinn í yfirheyrslum lögreglu
en sögðu fyrir rétti að þeir hefðu gert
það eftir að hafa verið barðir af lög-
reglunni.
Seinni tíma rannsókn á málinu leiddi
í ljós að margt hafði misfarist í rann-
sókninni og sönnunargögnum verið
hagrætt og í ljósi þess var mönnunum
sleppt lausum.
Patrick Hill setti á fót þrýstihóp
sem beitir sér fyrir rétti þeirra sem
hafa verið fangelsaðir að ósekju. Árið
2012 taldi hópurinn að 4.000 manns
í Bretlandi sætu saklausir í fangelsi.
Kvikmyndin Í nafni föðurins var gerð
eftir sögu sexmenninganna í kjölfar þess
að þeir voru látnir lausir.
ÞETTA GERÐIST 14. MARS 1991
Sexmenningunum frá Birmingham sleppt
Te & kaffi stendur á miklum tímamót-
um í ár og fagnar hvorki meira né minna
en þrjátíu ára afmæli sínu. Af því tilefni
opnaði fyrirtækið sitt tíunda kaffihús í
Borgartúni 21a. „Við erum mjög stolt af
nýja kaffihúsinu, það er mjög rúmgott
og aðgengið er frábært,“ segir Halldór
Guðmundsson framkvæmdastjóri kaffi-
húsanna.
Hann segir mikinn umgang vera á
svæðinu í kring um nýja kaffihúsið.
„Þetta er stórt vinnusvæði en við erum
þó með mikið af bílastæðum. Þetta er
klárlega aðgengilegasta kaffihúsið í
bænum um helgar,“ segir Halldór glað-
beittur.
Þar er góð aðstaða fyrir til dæmis
hópa sem vilja sitja í góðu umhverfi en
nýja kaffihúsið er opið til klukkan 23.00
á fimmtudagskvöldum.
Hann segir kaffimenningu Íslendinga
hafa breyst mikið á undanförnum árum.
„Þetta byrjaði að breytast upp úr alda-
mótum. Í dag er kaffi latte vinsælasti
kaffidrykkurinn.“ Hann segir einnig að
vinsældir drykkjanna fari mikið eftir
árstíðum. „Köldu kaffidrykkirnir eru
vinsælli á sumrin,“ bætir Halldór við.
Nýja kaffihúsið hefur talsverða sér-
stöðu og er óvenju háþróað því þar verð-
ur uppáhellibar, tebar og landsins mesta
úrval af hágæða tei í lausu. „Við ætlum
að bjóða upp á „afternoon tea“ þar bráð-
lega,“ bætir Halldór við.
Vinsælasta útibú Tes & kaffis er á
Laugavegi en einnig er Te & kaffi í
Eymundsson á Skólavörðustíg og á Akur-
eyri vinsælir staðir.
Halldór segir að mikið sé á döfinni hjá
fyrirtækinu á afmælisárinu. „Við ætlum
að gera margt skemmtilegt í ár og er
nýja kaffihúsið í Borgartúni bara byrj-
unin. Við erum í stöðugri vöruþróun og
erum alltaf að bæta þjónustuna okkar.“
gunnarleo@frettabladid.is
Afmælinu fagnað
með nýju kaffi húsi
Te og kaffi fagnar á árinu þrjátíu ára afmæli og hefur af því tilefni opnað nýtt kaffi hús í
Borgartúni. Kaffi menning Íslendinga breytist með árstíðunum.
AFMÆLINU FAGNAÐ Halldór Guðmundsson framkvæmdastjóri kaffihúsanna og Kristín María Dýrfjörð, markaðsstjóri T&K, eru hér á nýja
kaffihúsinu. MYND/EINKASAFN
STÍLHREINT Nýja kaffihúsið lítur vel út.