Fréttablaðið - 14.03.2014, Page 30

Fréttablaðið - 14.03.2014, Page 30
FRÉTTABLAÐIÐ Hönnun og Hannyrðir. Heimili, Mottumars og Samfélgsmiðlanir. 8 • LÍFIÐ 14. MARS 2014 „Núna hafa opnast nýjar dyr fyrir mér en mín ástríða hefur alltaf verið í fatahönn- un. Það er eitt- hvað sem ég veit og kann. Ég hef rosalega mik- inn áhuga á skarti en fötin eru númer eitt hjá mér,“ segir Gúrý Finnbogadóttir fatahönnuð- ur, sem hefur nú fengið tæki- færi til að selja hönnun sína á Asos Marketplace. Gúrý býr í Kaupamannahöfn ásamt eigin- manni sínum og tveimur börn- um. Saman hafa þau hjón- in rekið hönnunarfyrirtæki með sínum eigin merkjum sem nefnast Breki, Zero6 og gury. „Nú höfum við flutt verkstæð- ið okkar og höfum umkringt okkur með hæfileikaríku fólki sem bendir okkur í réttar áttir,“ segir Gúrý og bætir við að vinn- an á bak við eigin framleiðslu og hönnun hafi verið heilmikil. „Ég lagði ótrúlega mikla vinnu í að finna réttu efnin þegar ég bjó í Víetnam og gekk sjálf á milli efnamarkaða með börnin með mér. Það er erfitt að koma af stað netverslun þegar fólk þekkir ekki merkið svo ég ákvað að gera þetta alveg upp á nýtt og vinna með nýrri fyrirsætu og nýjum ljósmyndara. Nú loks- ins lítur þetta út eins og það á vera og fram undan eru spenn- andi tímar,“ segir hún. Nánar um hönnun Gúrý á marketplace. asos.com undir nafninu gury. HÖNNUN FÖT ERU MÍN ÁSTRÍÐA Gúrý Finnbogadóttir fatahönnuður selur hönnun sína á Asos Marketplace. „Konurnar í kring- um mig hafa allt- af saumað. Amma mín var kjólameist- ari, mamma var dug- leg að sauma og tengdamamma mín heitin kenndi mér mikið. Ég er sjálf rosalega hrifin af ís- lenskri hönnun og þykir þetta rosa- lega gaman,“ segir Brynja Dögg Gunn- arsdóttir sem saumar barnaföt undir nafninu Agú. Í byrjun árs 2012 var hún ólétt að dótturinni sem hún segir að hafi verið upp- hafið að saumaævintýrinu. „Mig langaði bara að sauma á hana en svo fóru mér að berast óskir um að sauma á önnur börn og fljótlega vatt þetta upp á sig. Í dag sauma ég eftir pöntunum og hef vart undan,“ útskýrir hún. Brynja Dögg greindist með MS- sjúkdóminn ung að aldri og segir það hafa breytt lífinu mikið. Hins vegar hafi saumaástríðan gert það að verkum að hún stjórnar vinnutímanum eftir eigin hentug- leikum. Ásamt barnafötunum hafa dúkkuföt verið vinsæl en mögulegt er að óska eftir fötum á dúkkuna í stíl við barnið. Nánar um barnavörunar á Face- book-síðunni Agú. BARNAFÖT FANN SIG Í SAUMASKAPNUM Brynja Dögg Gunnarsdóttir saumar og hannar barna- og dúkkuföt í stíl undir merkinu Agú. Einstakling- ar og fyrir- tæki þurfa að fara í gegn- um ákveðið ferli til þess að fá leyfi til þess að selja vörur sínar í gegnum Asos Market place. Myndirnar þurfa einn- ig að uppfylla sérstakan gæðastaðal. Engir punktar, engin aukakort og ekkert vesen! Í GRAFARVOGI J A N Ú A R Allir áskrifendur sjónvarps- eða fjarskiptaþjónustu 365 fá nú sjálfvirkan afslátt hjá fjölda fyrirtækja og verslana án þess að þurfa að biðja um hann. Það eina sem þarf að gera er að skrá greiðslukort fjölskyldunnar í VILD á 365.is. FÁÐU AFSLÁTT ÁN ÞESS AÐ BIÐJA UM HANN! skráðu þig á

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.