Fréttablaðið - 14.03.2014, Page 48

Fréttablaðið - 14.03.2014, Page 48
14. mars 2014 FÖSTUDAGUR| LÍFIÐ | 32 BAKÞANKAR Lilju Katrínar Gunnarsdóttur Fyrsta verðlaunaathöfnin fór fram á Hótel Sögu 1993. Tilnefnt var í fjór- tán flokkum og voru tónlistarmenn í popp- og rokkgeiranum aðallega verðlaunir. Í ár verða veitt verðlaun í 24 flokkum. Í ár gefst almenningi í fyrsta skiptið kostur á að mæta á hátíðina og fer miðasala fram á miði.is ■ Andrea Gylfadóttir, sem tilnefnd er sem söngkona ársins í kvöld, var einnig tilnefnd sem söngkona ársins þegar hátíðin fór fram í fyrsta sinn árið 1993. ■ Bubbi Morthens er tilnefndur sem textahöfundur ársins. Hann var einnig tilnefndur sem textahöf- undur ársins árið 1993. Árið 1999 voru hljóðfæraleikarar ársins valdir í síðasta sinn, það er að segja gítarleikari, bassaleikari, trommuleikari, hljómborðsleikari og blásturshljóðfæraleikari ársins. Í ár eru tilnefningarnar í flokkn- um Bjartasta vonin í popp-, rokk- og blústónlist: Vök - Kaleo - Kött Grá Pjé Grísalappalísa - Highlands Flokkurinn Bjartasta vonin hefur ávallt staðið undir nafni en árið 1994 var Emilíana Torrini valin bjartasta vonin og átti hún heldur betur eftir að láta á sér kveða. Bjartasta vonin árið 1995 var hljómsveitin Botnleðja. Hún átti Lag ársins 1996, Hausverkun og var einnig valin hljómsveit ársins sama ár. Bjartasta vonin árið 2011, sem var þá valin á Rás 2, var hljóm- sveitin Of Monsters and Men, en sveitin er í dag orðin heimsfræg og hefur til að mynda hlotið platínu- plötu fyrir plötu sína My Head Is an Animal í Bandaríkjunum og því selt yfir 1.000.000 eintaka þar í landi. Þá hefur platan selst um 27.000 eintök- um á Íslandi. Bjartasta vonin í fyrra var Ásgeir Trausti. Hann hefur unnið marga sigra að undanförnu og hefur plata hans, In the Silence, fengið prýðis- dóma í erlendum miðlum. Hann var í fyrsta sæti á Billboard Hot Over- seas-listanum í Japan með smá- skífulagið King and Cross og vann einnig Ebba-verðlaunin á síðasta ári.Það má með sanni segja að björt- ustu vonirnar hafi orðið enn bjart- ari í kjölfar viðurkenningarinnar. Eftirfarandi listamenn koma fram á hátíðinni í kvöld: Emilíana Torrini Hjaltalín Skálmöld Mezzoforte Valdimar Guðmundsson Egill Ólafsson Páll Óskar Rósa Birgitta Ísfeld Ragnar Bjarnason Óperan Ragnheiður Kynnir verður Vilhelm Anton Jónsson betur þekktur sem Villi Naglbítur. ➜ Hátíðin í kvöld Tónlistarverðlaunin eru tuttugu ára í ár Íslensku tónlistarverðlaunin verða afh ent í 20. sinn í kvöld við hátíðlega athöfn. BJÖRK GUÐMUNDSDÓTTIR hefur hlotið flest verðlaun á Íslensku tónlist- arverðlaununum eða tuttugu alls. BOTNLEÐJA var valin bjartasta vonin árið 1995. Hún átti lag ársins 1996 og var valin hljómsveit ársins sama ár. UM daginn sat ég í sófanum með dóttur minni. Við lékum okkur í tölvuleik sem gengur út á það að klæða brúðhjón í mann- sæmandi föt fyrir stóra daginn. Ég spurði dóttur mína hverjum hún vildi giftast og hún sagði að hún vildi giftast bestu vinkonu sinni, henni Evu. En hún vildi líka giftast strák, honum Gesti. NOKKRUM dögum síðar horfðum við á viðtal við transkonu í sjónvarpinu. Dóttir mín furðaði sig á því að þessi kona hefði einu sinni verið með typpi en núna væri hún með brjóst og pjöllu. Eftir miklar bollaleggingar náði ég að útskýra fyrir henni hvað transfólk væri. Eða svona næstum því. Held ég. HÚN er meira að segja farin að gúddera að strákar megi vera með naglalakk. Henni finnst það ekk- ert sérlega smart en er sammála móður sinni um það að fólk megi vera nákvæmlega eins og því líður best sjálfu. HENNI brá líka í fyrrnefndum brúðarfataleik vegna þess að hún gæti ekki valið brúðarkjóla á tvær stelpur og sett þær saman á mynd í fallegri kirkju. Leikurinn bauð nefnilega bara upp á að stilla konu og manni upp saman. Þetta fannst henni skrítið. Og frekar pirrandi. Hana langaði nefnilega í mynd af sér og Evu sinni í semelíusteinaskreyttum rjóma- tertukjólum. ÉG er fegin að dóttir mín elst upp á tímum þar sem allt er leyfilegt. Ég er fegin að hún óttast ekki að segja skoðanir sínar og vera trú sinni sannfæringu. Og ég er ekki síst fegin að hún áttar sig á því hvað það er fáránlegt að tölvuleikur bjóði ekki upp á að prúðbúa tvær konur og gefa þær saman í sýndarveruleikanum. ÞÓ það virðist kannski ekki vera stórmál þá er það mikið hjartans mál fyrir fjögurra ára barn sem dýrkar bestu vinkonu sína út af lífinu. ÞVÍ vona ég að hún haldi áfram að láta sig menn og málefni varða svo lengi sem órétt- læti ríkir í heiminum. Og ef hún kemst ein- hvern tímann að þeirri niðurstöðu að hún sé fædd í röngum líkama eða að hún vilji taka af skarið og giftast henni Evu mun ég styðja hana alla leið. Af hverju má ég ekki gift ast Evu? THE CONGRESS DARK TOUCH SJÁ FLEIRI SÝNINGAR Á WWW.BIOPARADÍS.IS - Miðasala: 412 7711 - Hverfisgata 54 - bioparadis.is - Hluti af Europa Cinemas EGILSHÖLLÁLFABAKKA KRINGLUNNI KEFLAVÍK AKUREYRI VARIETY ENTERTAINMENT WEEKLY SPARBÍÓ NEW YORK MAGAZINE „HUGLJÚF KVIKMYND SEM KÆTIR OG GLEÐUR ÁHORFENDUR.“ -D.R., HOLLYWOOD REPORTER FRÁBÆR TEIKNIMYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA NÁNAR Á MIÐI.IS ONE CHANCE SAVING MR. BANKS ÆVINTÝRI HR. PÍBODYS 2D / 3D 3 DAYS TO KILL THE MONUMENTS MEN NYMPHOMANIAC PART 1 ONE CHANCE 3 DAYS TO KILL Ý ÍÆVINT RI HR. P BODYS 3D RIDE ALONG KL. 5.40 - 8 - 10.20 KL. 6 - 9 KL. 5.50 KL. 8 - 10.30 KL. 10.30 KL. 8 KL. 6 - 8 - 10 KL. 10 KL. 6 KL. 8 ONE CHANCE 300: RISE OF AN EMPIRE 3D 300: RISE OF AN EMPIRE 3D LÚXUS ÆVINTÝRI HR. PÍBODYS ÍSL. TAL 2D Ý Í ÍÆVINT RI HR. P BODYS SL. TAL 3D THE MONUMENTS MEN RIDE ALONG ROBOCOP SKÝJAÐ MEÐ KJÖTBOLLUM 2 2D SKÝJAÐ MEÐ KJÖTBOLLUM 2 3D KL. 5.40 - 8 - 10.20 KL. 5.40 - 8 - 10.20 KL. 5.40 - 8 - 10.20 KL. 3.30 - 5.45 KL. 3.30 KL. 8 KL. 5.45 - 8 - 10.15 KL. 10.30 KL. 3.30 KL. 3.30 Miðasala á: og ENTERTAINMENT WEEKLY FRÁ FRAMLEIÐANDANUM ZACK SNYDER, LEIKSTJÓRA 300 OG MAN OF STEEL THE BAG MAN 8, 10:20 3 DAYS TO KILL 8, 10:20 THE MONUMENTS MEN 10:25 ÆVINTÝRI HR. PÍBODYS 3D 4, 6 ÆVINTÝRI HR. PÍBODYS 2D 3:45 RIDE ALONG 6 LEGO - ÍSL TAL 2D 3:50 DALLAS BUYERS CLUB 5:45, 8 Tilboð í bíó. Gildir á allar sýningar merktar með rauðu. 5% FJÖLSKYLDUPAKKINN Sparnaðarbylting fyrir íslenskar fjölskyldur. Ef tvö börn eða fleiri eru í fjögurra manna hópi þá borga allir barnaverð. Allir, alltaf! Og við lofum því að barnaverðið er alltaf það lægsta í verðskránni.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.