Fréttablaðið - 14.03.2014, Blaðsíða 54
14. mars 2014 FÖSTUDAGUR| LÍFIÐ | 38
„Þetta er orðið svo langur ferill hjá
Spaugstofunni. Þegar við byrjuðum
vorum við alltaf að leika fólk sem
var eldra en við. Nú er það búið að
snúast við og við þurfum að leika
yngra fólk. Það er orðið partur af
okkar daglega veruleika að leika
niður fyrir okkur í aldri,“ segir
Spaugstofumeðlimurinn Karl
Ágúst Úlfsson. Hann túlkar bar-
dagakappann Gunnar Nelson í
næsta þætti af Spaugstofunni sem
sýndur verður á laugardagskvöldið.
Talsverður aldursmunur er á leik-
aranum og Gunnari; Karl er 56 ára
en sá síðarnefndi 25 ára. Karl lætur
það ekki á sig fá.
„Ég er ungur í anda.“
Leikarinn vill lítið segja um
atriðið sjálft.
„Við reynum að vera spegill á
þjóðlífið þannig að við fjöllum
meira um þjóðina heldur en Gunn-
ar sjálfan eða bardagalistina,“
segir Karl, sem horfði ekki á það
þegar Gunnar bar sigur úr býtum
á móti Rússanum Omari Akhmedov
í London um síðustu helgi.
„Þetta er ekki eitt af mínum
áhugamálum. Þau eru nógu mörg
samt. En Gunnar er maður sem
er að vinna afrek á því sviði sem
hann hefur valið sér og það er alltaf
ánægjulegt þegar fólk nær góðum
árangri.“
Þrír þættir eru eftir af þess-
ari þáttaröð af Spaugstofunni og
síðan tekur við frí hjá köppunum,
allavega fram á haustið.
„Svo vitum við ekkert um fram-
haldið frekar en endranær. Við
höfum lifað í þrjátíu ára óvissu og
vitum aldrei hvað gerist næst. Við
tökum því sem að höndum ber.“
- lkg
Rúmlega 30 ára aldursmunur
Grínarinn Karl Ágúst túlkar afreksmanninn Gunnar Nelson í Spaugstofunni.
GOTT GERVI Karl bregður sér í hlutverk
bardagakappans. MYND/ÚR EINKASAFNI
– fyrir lifandi heimili –
R e y k j a v í k o g A k u r e y r i
E I T T S Í M A N Ú M E R 5 5 8 1 1 0 0
w w w . h u s g a g n a h o l l i n . i s
LONDON hornsófi. Slitsterkt áklæði grátt eða beige.
Stærð: 225 x 225 H: 85 cm. Einnig fáanlegur í svörtu leðri.
309.990
FULLT VERÐ 359.990
LONDON – HORNSÓFI 2H2
KLINT – 3JA SÆTA SÓFI
KLINT 3ja sætasófi. Svart leður á slitflötum.
Stærð: 193x881 H: 80 cm.
2ja sæta sófi TILBOÐ 169.990
Tilboðsverð 149.990
179.990
FULLT VERÐ 209.990
DC 3600 3ja sæta sófi. Koníaksbrúnt leður
á slitflötum. Stærð: 202 x 82 H: 85 cm.
DC 3600 – 3JA SÆTA SÓFI
299.990
FULLT VERÐ 329.990
M J Ú K I R S Ó FA R , S T Ó R I R S Ó FA R ,
H O R N S Ó FA R , T U N G U S Ó FA R . . .
DC 4200 3j a s æta só fi. Svart l eður á
slitflötum. Stærð: 211 x 82 H: 85 cm.
DC 4200 Ó – 3JA SÆTA S FI
310.990
FULLT VERÐ 349.900
„Þessa dagana koma þessi lög mér í
helgargírinn. Iggy Azalea með Fancy
ft. Charli XCX og lagið Before með
íslensku sveitinni Vök.“
Hildur Ragnarsdóttir, tískubloggari og eigandi
verslunarinnar Einveru.
FÖSTUDAGSLAGIÐ
„Okkur langar að blása til landssöfnunar á íslenskum
„selfie“-myndum þannig að við getum búið til litla
ljósmyndasýningu á Instagram,“ segir Hallfríður
Þóra Tryggvadóttir, meðlimur í sviðslistahópnum
Spegilbrot. Hópurinn hefur söfnun á svokölluðum
„selfie“-myndum, eða sjálfsmyndum, á Instagram í
dag og getur fólk tekið þátt með því að setja sjálfs-
myndir af sér inn á síðuna með kassmerkinu #spegil-
brot.
„Þessi hugmynd kviknaði í miðri vinnu hjá okkur
við gerð upplifunarsýningarinnar Spegilbrot sem
við frumsýnum í Tjarnarbíói 16. apríl. Við erum búin
að skoða spegla út frá öllum hliðum, bæði venju-
lega, manngerða spegla sem fólk speglar sig í og líka
allt annað sem maður speglar sig í í samfélaginu.
Í kjölfarið könnuðum við hvernig fólk hegðar sér á
internetinu og tókum eftir því að það hefur færst í
aukana að fólk taki myndir af sjálfu sér, bæði með því
að hafa myndavélina fyrir framan sig og með því að
taka myndir í speglum,“ segir Hallfríður. Hún hvetur
fólk til að taka þátt í söfnuninni sem lýkur á miðnætti
sunnudaginn 23. mars.
„Þar ætti fólk að geta skoðað þverskurð af þjóð-
inni út frá því hvernig myndum fólk póstar. Rúsín-
an í pylsuendanum er að myndirnar sem fólk sendir
inn gætu mögulega endað í sýningunni okkar. Það
er ekkert sem fólk þarf að hræðast heldur bara smá
skemmtilegheit,“ bætir Hallfríður við.
Þrjár myndir fá gjafapakka sem innihalda meðal
annars vegleg gjafabréf í fataverslunum, málsverði
og miða á sýninguna Spegilbrot. Tíu myndir verða
valdar af handahófi til að keppa um verðlaunin með
því að safna sem flestum „like“-um og þátttakendur
eru hvattir til að fylgjast vel með þegar líða tekur á
söfnunina.
„Við vonum að sem flestir taki þátt. Miðað við hvað
fólk er öflugt að birta af sér sjálfsmyndir ætti það að
vera til í tuskið.“ - lkg
Lítil ljósmyndasýning á Instagram
Sviðslistahópurinn Spegilbrot safnar sjálfsmyndum frá almenningi.
HÓPURINN Spegilbrot skipa, ásamt Hallfríði, þau Auður
Friðriksdóttir, Guðmundur Felixson, Sigurlaug Sara Gunn-
arsdóttir og Þorvaldur Sigurbjörn Helgason. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
„Eftir að við kláruðum tónleikana
okkar, var okkur boðið á stað-
inn þar sem slysið átti sér stað
en við afþökkuðum það boð því
við vorum svo þreyttir. Hálftíma
síðar fréttum við af þessu skelfi-
lega slysi,“ segir tónlistarmaður-
inn Ásgeir Trausti, sem er stadd-
ur í Bandaríkjunum þar sem hann
kemur fram á South By Southwest-
hátíðinni í Austin, Texas. Hann
kom fram á tónleikastað sem er
skammt frá þeim stað þar sem
hræðilegt slys átti sér stað og kost-
aði tvær manneskjur lífið.
„Við rétt sluppum í raun og
þarna var greinilega mikið af
fólki. Við erum í sjokki yfir þessu,“
bætir Ásgeir Trausti við.
Fyrir skömmu gerði hann samn-
ing við bandaríska útgáfurisann
Columbia Records.
„Við erum að hitta Columbia-
fólkið í fyrsta skiptið núna og
þetta lítur allt saman mjög vel
út,“ segir Ásgeir Trausti um
samninginn. Það var einmitt
starfsmaður Columbia Records
sem bauð þeim félögum á stað-
inn þar sem slysið varð.
Tónleikar Ásgeirs Trausta á
hátíðinni gengu mjög vel að hans
sögn. „Þetta gekk mjög vel, það
var mikið af fólki og við vorum
að spila á góðum tíma. Þetta gekk
vonum framar.“
Þegar Fréttablaðið náði tali af
Ásgeiri og félögum voru þeir að
gera sig klára til þess að fara á
tónleika með kántrígoðsögninni
Willie Nelson. „Við erum að fara
á tónleika með Willie Nelson á
búgarðinum hans. Hann er goð-
sögn og það verður gaman að sjá
hann,“ segir Ásgeir Trausti.
Þeir félagar koma fram á
tvennum tónleikum í viðbót á
hátíðinni og halda svo til Los
Angeles. Þá tekur við tónleika-
ferðalag um Evrópu. „Við komum
svo heim um miðjan apríl. Við
ætlum að taka smá afslöppun
þegar við komum heim,“ segir
Ásgeir en hann var einnig á tón-
leikaferðalagi um Asíu í febrúar-
mánuði. „Já, Það er mikill munur
á milli landa, það voru allt öðr-
vísi áhorfendur í Asíu til dæmis
heldur en í Bandaríkjunum. Það
var áhugavert að spila í Asíu, það
var grafarþögn þar,“ segir Ásgeir
Trausti um sitt mikla ferðalag á
þessu ári, og bætir við að þetta
hafi verið hans fyrsta tónleika-
ferð í Asíu.
gunnarleo@frettabladid.is
Ásgeir Trausti slapp
fyrir horn í Texas
Ásgeir Trausti er á tónleikaferðalagi um Bandaríkin. Hann kom fram á hátíð í
Austin í Texas þar sem tvær manneskjur létu lífi ð. „Ég var sleginn yfi r þessu.”
Tímaritið People Magazine birti mynd af tónleikum Ásgeirs Trausta á há-
tíðinni í Texas á Instagram-síðu sinni þar sem starfsmenn tímaritsins segja
fylgjendum sínum að hann sé „really cute“, eða mjög sætur.
Flestir fylgjendur blaðsins á samskiptasíðunni virðast vera sammála og
skiptast á um að hrósa útliti tónlistarmannsins. Yfir 1.500 manns líkar við
myndina.
Finnst Ásgeir Trausti mjög sætur
Eftir að
við kláruðum
tónleikana
okkar, var
okkur boðið á
staðinn þar
sem slysið
átti sér stað
en við af-
þökkuðum
það boð.
Ásgeir Trausti