Fréttablaðið - 15.10.2015, Síða 4
Viltu stofna fyrirtæki?
Hnitmiðað námskeið um félagaform,
skattlagningu fyrirtækja, frádráttarbæran
rekstrarkostnað, útgáfu reikninga,
ábyrgð stjórnenda fyrirtækja, fjármál o.fl.
Námskeiðið skiptist í þrjá hluta og
geta þátttakendur val:
1. Morgunnámskeið,
kennt þriðjud. 20. sept., 27. sept og 4. okt. kl. 9-12
2. Síðdegisnámskeið,
kennt 21. sept., 26. sept. og 3. okt. kl. 16:30-19:30
Námskeiðsstaður er Holtasmári 1, Kópavogi (Hjartverndarhúsið).
Fyrirlesari er Anna Linda Bjarnadóttir, héraðsdómslögmaður, LL.M
Sjá námskeiðslýsingu á www.lexista.is Nánari upplýsingar og skráning í síma
552 609
i iptist í þrjá hluta og verður
k nnt þriðjudagana 20. og 27. okt., og
3. nóv. kl. 16:10 – 19.
Námskeiðsstaður er Katrínartún 2 (Höfðatorg),
16. hæð, Reykjavík.
Sjá námskeiðslýsingu á www.lexista.is
Fyrirlesari: Anna Linda Bjarnadóttir, héraðsdómslögmaður, LL.M
N nari upplýsingar og skráning í síma 894-6090 eða á alb@lexista.i
Námskeiðsgjald er 40.000 kr. og greiðist við skráningu.
VR og fleiri félög styrkja
félagsmenn sína til þátttöku
á námskeiðinu um 50%.
Samfélag „Ég ætla ekki að fara á vasa-
peninga, það er mannréttindabrot,“
segir Guðrún Einarsdóttir ellilífeyris-
þegi. Guðrún hefur barist fyrir afnámi
vasapeningakerfisins og hærri ellilíf-
eyri síðustu ár. Hún var sett á vasapen-
inga í vor eftir að hafa þurft að leita sér
hjúkrunar vegna langvinnra veikinda.
Hún mótmælti því harðlega og fór á
fund aðstoðarmanns ráðherra. Eygló
Harðardóttir, húsnæðis- og félags-
málaráðherra, lýsti því yfir í júní að
hún vildi afnema vasapeningakerfi.
Í dag dvelur Guðrún á Hrafnistu og
um næstu mánaðamót á hún að fara
á vasapeninga til frambúðar. Hún er
ósátt við að þingmenn og ráðherrar
geri vel við sig á meðan ellilífeyrisþegar
lifa undir fátæktarmörkum. Hún nefnir
sérstaklega að þrjátíu milljónir hafi
farið í dagpeninga þingmanna á þessu
kjörtímabili.
„Á meðan þeir þiggja tugi milljóna í
dagpeninga í reisum sínum þá fá aldr-
aðir lítið sem ekkert. Ég gef lítið fyrir
þá hækkun sem boðuð er á ellilífeyri á
meðan réttur fjölda aldraðra er brotinn
með því að skikka þá á vasapeninga. Þá
eiga aldraðir jafnt sem aðrir rétt á
því að vera á lágmarkslaunum, það
dugar ekkert minna en þrjú hundruð
þúsund krónur. Af minni upphæð er
ekki hægt að lifa.“
Í nokkur ár hefur staðið til að
endurskoða frá grunni fyrirkomu-
lag greiðslna einstaklinga sem búa á
hjúkrunarheimilum og afnema þar
með svonefnt vasapeningakerfi.
Um áramótin 2016/2017 fer af stað
tilraunaverkefni velferðarráðuneytis á
nokkrum hjúkrunarheimilum þar sem
vasapeningar verða afnumdir. -kbg
Ætlar ekki að fara á vasapeninga
Skólamál Skólastefnan „Skóli
án aðgreiningar“ er metnaðarfull
stefna. Til þess að sú skólastefna
gangi upp þarf hins vegar að tryggja
stuðning og þjónustu við öll börn.
Svona hefst áskorun til ríkis og
sveitarfélaga frá kennurum, skóla-
stjórum og tuttugu foreldrafélögum
í Reykjavík ásamt ýmsum sam-
tökum sem koma að hagsmuna-
gæslu barna. Áskorunin var send
út í febrúar og aftur í apríl til allra
alþingismanna, borgarfulltrúa og
Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Einu viðbrögðin sem fengust komu
frá þeim síðastnefndu sem buðu
viðræður í haust.
Í bréfinu kemur fram að þjónusta
og stuðningur við
börn með hegð-
unarvanda, geð-
ræn vandamál,
málhömlun og
þroskahamlanir
séu engan veginn
Börn án greiningar
trufla allt skólastarf
Foreldrar, skólastjórnendur, kennarar og aðrir hagsmunaaðilar sameinast
í áskorun til stjórnvalda um að bæta þjónustu við börn í grunnskólum.
Áskorunin var send fyrir átta mánuðum en undirtektirnar eru nánast engar.
Hvað er skóli án aðgrein-
ingar?
Grunnskóli í heimabyggð eða
nærumhverfi nemenda þar sem
komið er til móts við náms- og
félagslegar þarfir nemenda í
almennu skólastarfi.
Hvenær byrjaði stefnan á
Íslandi?
Árið 1999 var gefin út aðal-
námskrá þar sem byggt var á
stefnunni.
Hefur árangur stefnunnar
verið metinn?
Í maí síðastliðnum skilaði
starfshópur mati á framkvæmd
stefnunnar en meginniðurstaða
hópsins er að stefnan hafi hvorki
verið skilgreind né innleidd með
nægilega skipulögðum hætti eða
kostnaðarmetin sem skyldi og
því erfiðleikum bundið að leggja
mat á árangurinn. Lagt er til að
frekari úttekt verði gerð á fram-
kvæmd stefnunnar.
Sigríður ásamt Sölva syni sínum sem er einhverfur og gengur í Hólabrekkuskóla.
Hún segir úrræðaleysið skerða þjónustu við öll börn. Börn með greiningu fá ekki
stuðning og þar af leiðandi truflar það almennt skólastarf fyrir hinum börnunum.
FréttaBlaðið/SteFán
Það er staðreynd að
börn fá almennt ekki
jafn góða kennslu vegna barna
sem eiga í greinilegum vanda en
fá ekki greiningu og ekki þann
stuðning sem þau þurfa. Þau
trufla skólastarfið of mikið.
Sigríður Björk Einarsdóttir, í stjórn
SAMFOK
260
374
467477
✿ Sérkennurum fækkar
500
400
300
200
100
0
2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012
26%
grunnskólanemenda fengu
sérkennslu og stuðning til
náms árið 2012. Það eru 11
þúsund nemendur.
63%
af þeim voru með form-
lega greiningu. Í þeim hópi
eru tvöfalt fleiri drengir en
stúlkur.
55%
aukning varð á sex ára nem-
endum sem þurftu sérkennslu
eða stuðning árin 2005-2012.
Á sama tíma nær tvöfaldaðist
fjöldi nemenda með erlent
móðurmál.
viðunandi. Biðlistinn á greiningar-
stofnunum sé meira en ár, hjá tal-
meinafræðingum 12-18 mánuðir
og að börn í ákveðnum hverfum
Reykjavíkurborgar þurfi að bíða í
tvö ár eða lengur eftir fyrsta viðtali
á þjónustumiðstöð.
Á meðan beðið er eftir þjónust-
unni vex vandinn innan veggja
skólanna sem bitnar á börnunum
og fjölskyldum þeirra ásamt því
að úrræðaleysið getur haft veru-
lega neikvæð áhrif á skólagöngu
annarra barna í sömu bekkjardeild
eða skóla.
„Þetta er vandamál allra foreldra
því úrræðaleysið í skólunum bitnar
á öllum börnum,“ segir Sigríður
Björk Einarsdóttir, í stjórn Samfok
sem stóð fyrir áskoruninni.
„Foreldrar barna sem eiga ekki
í vanda þora ekki að nefna þá hlið
því þeir vilja ekki vera sakaðir um
fordóma. En það er staðreynd að
börn fá almennt ekki jafn góða
kennslu vegna barna sem eiga í
greinilegum vanda en fá ekki grein-
ingu og ekki þann stuðning sem
þau þurfa. Þau trufla skólastarfið
of mikið. Það er ekki við börnin
sjálf að sakast, heldur kerfið sem
er ekki að sinna þeim.“
Sigríður á sjálf einhverfan son
og segist svo sannarlega vera
hlynnt skóla án aðgreiningar.
En hún segir að stefnunni þurfi
að fylgja fjármagn og stuðn-
ingur. Eins og staðan er í dag sé
stefnan eingöngu hugmynda-
fræði.
„Í árgangi sonar míns eru tæp-
lega fimmtíu nemendur í tveimur
bekkjum. Þar af eru nokkur börn
með greiningar og nokkur sem eiga
í greinilegum vanda en eru ógreind.
Það er einn stuðningsfulltrúi sem
flakkar á milli bekkjanna en þarf
líka reglulega að sinna öðrum
árgangi. Þetta þýðir að allar sér-
þarfirnar hvíla meira og minna á
einum kennara með sinn 25 nem-
enda bekk.“
Sigríður segir kerfið gríðarlega
ferkantað og því eigi það erfitt með
að taka á móti börnum sem ekki
eru með ferkantaða greiningu eða
skerðingu.
„Það er í raun mun auðveldara að
taka á móti barni í hjólastól, jafnvel
þótt þurfi að gera miklar breytingar
á húsnæðinu, því þarfirnar eru
þekktar og ákvæði um aðgengi eru
skýr í reglugerðum.“
Sigríður bendir einnig á að mik-
ill sparnaður felist í að takast á við
vanda barnanna um leið og hann
uppgötvast. „Þessi börn geta annars
kostað kerfið himinháar upphæðir
seinna meir, þegar vandinn er orð-
inn dýpri og flóknari.“
erlabjorg@frettabladid.is
*Heimild: Hagstofa Íslands.
Guðrún segir ekki hægt að lifa af vasapeningum sem íbúum á hjúkrunarheimilum
eru úthlutaðir. FréttaBlaðið/GVa
1 5 . o k t ó b e r 2 0 1 5 f I m m t U D a g U r4 f r é t t I r ∙ f r é t t a b l a ð I ð