Fréttablaðið - 15.10.2015, Page 18

Fréttablaðið - 15.10.2015, Page 18
Þann 12. október ár hvert er haldin dálítið sérstæð samkoma í hlíðum Sorte- fjallsins í Venesúela, þar sem frumbyggjar hylla guði sína og gyðjur. Meðal guðanna eru víkingahetjur á borð við Eirík rauða, sem hafa ratað inn í guðatölu heimamanna þar úr sjónvarpsþáttum um norræna víkinga, sem gerðir voru á Kúbu á áttunda ára- tugnum og nutu mikilla vin- sælda í nágrannalöndunum. 1. Þátttakandi í trúar- samkomunni „Baile de la Candela“, eða elddans- inum, liggur á jörðinni umkringdur kertaljósum. Samkoman er haldin í október á hverju ári og dregur til sín fjölda ferða- manna, sem fá að fylgjast með úr fjarlægð. 2. Úr sjónvarpsþáttum um norræna víkinga, sem nutu mikilla vinsælda í Mið-Ameríku á áttunda áratug síðustu aldar. 3. Partur af athöfninni er að baða sig í ánni. 4. Áður en haldið er upp í hlíðar Sorte-fjallsins í Yaracuy-héraði tekur fólk sér pásu til að reykja. 5. Dansað á eldi á trúar- samkomu í Yaracuy í Venesúela. Þar hafa trúar- brögð kennd við gyðjuna Mariu Lionca náð fótfestu, en þau eru afbrigði af santería-trúnni sem upp- runnin er í Karíba hafinu og blönduð áhrifum úr bæði kaþólskum og afrískum hefðum. 6. Einn þátttakenda trúarsamkomunnar í Yaracuy, þar sem guðirnir eru komnir úr ýmsum áttum. Þar á meðal eru frægir indíánahöfðingjar, kaþólskir dýrlingar, vík- ingahetjur á borð við Eirík rauða og suðuramerískir stjórnmálamenn á borð við Simon Bolivar. Nordicphotos/AFp Víkingatrú í Venesúela 1 2 3 4 5 6 1 5 . o k t ó b e r 2 0 1 5 F I M M t U D A G U r18 F r é t t I r ∙ F r é t t A b L A ð I ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.