Fréttablaðið - 15.10.2015, Page 39

Fréttablaðið - 15.10.2015, Page 39
|Fólk Samfélagsmiðillinn Instagram hefur verið í mikilli sókn meðal hátískuvörumerkja heimsins undanfarið enda byggir mið­ illinn á ljósmyndum og hentar því slíkum merkjum einstak­ lega vel. Í nýlegri rannsókn markaðs­ rannsóknafyrirtækisins Digital Luxury Group kemur fram að hátískuvörumerkin bera höfuð og herðar yfir aðra lúxus­ vöruflokka, t.d. bíla og skart­ gripi, þegar kemur að sýnileika á Instagram talið í fylgjendum og notkun kassa merkis (#). Efst á lista yfir fjölda fylgj­ enda er franski tískurisinn Louis Vuitton (@LouisVuitt­ on) með rúmlega 7,1 milljónir fylgj­ enda. Skammt á eftir fylgir annar franskur risi, Chanel (@chanelofficial), með rúm­ lega 7 milljónir fylgjenda og þriðja franska fyrirtækið er næst á lista, skórisinn Christi­ an Louboutin (@louboutin­ world) með rúmlega 5,6 millj­ ónir fylgjenda. Þegar kassamerkin eru skoð­ uð, þ.e. hversu oft myndir ann­ arra eru merktar viðkomandi tískumerki, breytist röðin tals­ vert. Ítalski tískurisinn Prada (#prada) trónir þar á toppnum með tæplega 23 milljónir kas­ samerkja, Dior (#dior) er með rúmlega 22,5 milljónir og í þriðja sæti er franska fyrir­ tækið Hermès (#hermes) með tæplega 20 milljónir kassa­ merkja. Sýnileiki á inStagram Helstu hátískumerkin eru búin að átta sig á kostum samfélags­ miðilsins instagram. Hrekkjavakan er á næsta leiti en sífellt fleiri hafa tekið upp þann rótgróna banda­ ríska sið og fer hrekkjavökupartíum fjölgandi ár frá ári. Það vefst þó fyrir sumum að finna búning og margir virðast fá sömu hugmynd. Það er því ekki óalgengt að það séu tvær kattarkonur og þrjár vampírur í sama partíi. Það sem greinir hrekkja vökupartí frá hefðbundnum búningapartíum er að búningarnir þurfa að vera hrollvekjandi, sem takmarkar valið. Það er því ekki úr vegi að fara að viða að sér hugmyndum. Uppvakninga­ og dúkkuþema hefur notið vinsælda að undanförnu og hér fylgja tvær mismunandi hugmyndir. Annars vegar frá Disney­stjörnunni Pey­ tron List, sem klæddi sig upp sem hrollvekjandi dúkka í hrekkja vöku partíi 2012 og hins vegar frá leikkonunni Michelle Trachtenberg, sem var fram­ tíðarlegur uppvakningur ári fyrr. ertu að fara í Hrekkjavökupartý?

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.