Fréttablaðið - 15.10.2015, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 15.10.2015, Blaðsíða 42
Fólk| tíska Gleraugu hafa verið í mikilli þróun á undan-förnum árum. Þau eru léttari og þægilegri í notkun. Glerin eru sömu- leiðis fínlegri og léttari. Það gefur aukna möguleika fyrir hönnuði. Pétur Christian- sen, gleraugnasali í Garða- bæ, segir að horfa mætti aftur til áttunda áratugar (seventies) þegar kemur að nýjustu tísku í gleraugum. „Umgjarðirnar hafa verið að stækka mikið og sú þróun heldur áfram. Ég var á sýningu í París fyrir stuttu og þar sá ég að svokölluð „pilot“ umgjörð er að koma mjög sterk inn. Einnig kringlótt gleraugu eins og John Lennon gekk með. Tískan fer alltaf í hringi. Ekki henda gömlu gleraugunum,“ segir Pétur. ÓhuGsandi að velja liti Íslendingar voru ekki ginnkeyptir fyrir tískusveiflum í gleraugnaumgjörðum en það hefur verið að breyt- ast. „Það tekur auðvitað alltaf smá tíma að koma nýjungum á markað. En aukist hefur að fólk líti á gleraugu sem hluta af klæðnaðinum og sé óhrædd- ara við að kaupa umgjörð með litum. Slíkt var óhugsandi fyrir nokkrum árum. Núna leitar fólk eftir umgjörðum með litum og á gjarnan tvenn gleraugu til skiptanna, þá er önnur umgjörðin í hlutlausum lit,“ segir Pétur og bætir við að verð á gleraugum á Íslandi sé mjög gott miðað við önnur Evrópulönd en samkeppnin er mikil hér á landi. Pétur bendir á að undanfarið hafi verið töluvert um tilboð í gleraugnaverslunum þar sem boðið er 2 fyrir 1. Sjálfur segist hann vera að bjóða slíkt til- boð þar sem búðin er að flytja í glænýtt húsnæði á Garðatorgi. „Svona tilboð gefa fólki möguleika á að fá tvenns konar útlit á gleraugum,“ segir hann. kaupa á netinu Þegar Pétur er spurður um alheimsverslunina, það er netverslun, segir hann að allir finni fyrir henni. „Við finnum fyrir því að fólk kaupi gleraugu á netinu. Það er ekkert við þeirri samkeppni að gera nema bregðast við henni. Fólk sendir upplýs- ingar frá lækni, bil milli augna og þess háttar á netfyrirtæki. Gallinn er að fólk veit ekki alltaf hvað það er að fá. Ef verðið er of gott til að vera trúanlegt eru gæðin oft í svipuðum dúr. Gleraugnasalar á Ís- landi eru fagmenn sem vanda sig og það er alltaf hægt að leita til þeirra með lagfæringar og þjónustu. Auk þess erum við með ábyrgð. Við erum til dæmis með vönduð gler frá Þýskalandi og þeim fylgir ábyrgð. Síðan er betra að máta gleraugu og finna út hvað hentar andlitsfalli. Einnig þarf að stilla gler- augun miðað við nefstærð og fleira. Það er mjög mismunandi hvaða um- gjarðir passa fólki eða litir,“ segir Pétur og bætir við að sér finnist mjög skemmti- legt að Íslendingar séu orðnir jákvæðir gagnvart alls kyns umgjörðum. Gleraugu geti sett ákveðinn karakter á fólk. n elin@365.is GlerauGu með stæl karakter Gleraugu eru tískuvara. Það þarf enginn að óttast að þurfa að nota gleraugu því úrvalið hefur sjaldan verið meira. Bæði hafa formin breyst og stækkað og litaúrval aukist. Þá hefur dirfska manna og kvenna aukist að prófa nýjan stæl. næsta sumar Þessi gleraugu frá Emilio Pucci voru sýnd í Mílanó. milanÓ Gleraugu frá Emilio Pucci sem sýnd voru á tískusýningu fyrir vor-og sumartískuna 2016. tískan Fer í hrinGi Pétur Christiansen gler- augnasali. VETRARTÍSKAN ER KOMIN Smáralind facebook.com/CommaIceland áBerandi GlerauGu jOhn lennOn Að sögn Péturs eru kringlótt gleraugu eins og Bítillinn gekk með að koma sterk inn. GuCCi Vor og sumar 2016. neW YOrk Gleraugu frá Gucci, vor og sumar 2016.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.