Fréttablaðið - 16.05.2015, Page 6
16. maí 2015 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 6
Styrkir vegna útgáfu myndríkra
bóka um sögu Reykjavíkur
Útgefendur myndríkra bóka sem tengdar eru sögu og
menningu í Reykjavík geta sótt um styrk til niðurgreiðslu
á kostnaði vegna kaupa á myndum til birtingar frá Ljós-
myndasafni Reykjavíkur skv. gjaldskrá og magntilboðum
safnsins. Styrkirnir eru vegna útgáfu bóka sem koma út
á árinu 2015 eða í ársbyrjun 2016. Styrkirnir eru aðgerð
í kjölfar menningarstefnu Reykjavíkurborgar sem miðar
m.a. að því að hlúa að varðveislu menningararfleifðar og
hvetja til miðlunar hennar. Þriggja manna dómnefnd skipuð
tveimur starfsmönnum Borgarsögusafns Reykjavíkur og
skrifstofustjóra menningarmála metur umsóknir.
Í umsókn komi fram nauðsynlegar upplýsingar um
umsækjanda ásamt lýsingu á fyrirhugaðri útgáfu og
verðáætlun Ljósmyndasafns Reykjavíkur vegna afgreiðslu
ljósmynda í höfundarétti sem bera birtingagjald
skv. gjaldskrá safnsins.
Umsókn merkt ,,Myndrík bók um sögu Reykjavíkur“ berist á
netfangið menning@reykjavik.is.
Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til 12. júní.
Framkvæmda- og eignasvið
Ábendingahnappinn má
finna á www.barnaheill.is
ALÞINGI Meirihluti atvinnuvega-
nefndar Alþingis féll í gær frá því
að hafa Hagavatnsvirkjun meðal
þeirra virkjanakosta sem lagt er
til að verði færðir úr biðflokki
rammaáætlunar í nýtingarflokk.
Sigmundur Davíð Gunnlaugs-
son forsætisráðherra upplýsti um
þetta samkomulag í óundirbúnum
fyrirspurnatíma á Alþingi í gær.
„Svoleiðis að menn geta haldið
áfram að velta þeim kosti fyrir
sér í ró og næði og vonandi séð að
það er til bóta fyrir umhverfið að
ráðast í virkjun á þeim stað og ná
aftur til baka gamla Hagavatni og
hefta þar með stórskaðlegan upp-
blástur sem hefur staðið í allt of
marga áratugi,“ sagði Sigmundur.
Síðari umræða um umdeilda til-
lögu til breytingar á þingsályktun
frá meirihluta atvinnuveganefnd-
ar um fjölgun virkjanakosta hófst
á þriðjudag.
Þingmenn stjórnar and stöð-
unnar, sem heyrðu fyrst af breyt-
ingunni í ræðu forsætisráðherra,
voru nokkuð forviða yfir þess-
ari tilkynningu. „Það er sem sagt
búið að gera samkomulag um að
breyta breytingartillögunni sem
við áttum að ræða hér í allan dag.
Hvenær átti að segja okkur þetta?
Hvenær ætlaði hæstvirtur forseti
að segja okkur þetta? Hvar eru
þessar ákvarðanir teknar? Hvað
erum við að ræða hérna í þingsaln-
um? Þetta er bara orðinn farsi,“
sagði Guðmundur Steingrímsson
formaður Bjartrar framtíðar.
Þess var krafist að forseti
Alþingis tæki málið af dagskrá þar
sem ekki lægi ljóst fyrir hvaða til-
lögu stæði til að ræða eftir breyt-
inguna. „Þetta er svo mikið rugl.
Ég krefst þess að forseti fresti hér
fundi og að boðað verði til fundar
meðal formanna flokkanna til þess
að fara yfir dagskrána. Það er ekki
í boði, það er ekki boðlegt að hér
séu viðhöfð svona vinnubrögð þar
sem við vitum ekki hvað verður á
dagskrá,“ sagði Birgitta Jónsdótt-
ir, kafteinn Pírata, meðal annars.
Einar K. Guðfinnsson samþykkti
að lokum að funda með þingflokks-
formönnum áður en þingfundi
yrði haldið áfram. Eftir fundinn
tókst loks að hætta karpinu og var
umræðu haldið áfram um vernd
og orkunýtingu landsvæða. Þing-
menn héldu þó áfram að ræða dag-
skrá þingsins undir þeim lið og
furðuðu sig á því að verið væri að
ræða þessi mál en ekki stöðuna á
vinnumarkaði, húsnæðismál eða
önnur mál sem stjórnarandstöð-
unni þótti eðlilegra að ræða þegar
svo stutt er til þingloka sem raun
ber vitni. fanney@frettabladid.is
Ein virkjun dregin til
baka úr tillögunni
Hörð átök voru á Alþingi í gær um þingsályktun um fjölgun virkjanakosta. For-
sætisráðherra upplýsti um að draga ætti Hagavatnsvirkjun til baka úr tillögunni.
HÖRÐ ÁTÖK Hart var tekist á um umdeilda tillögu meirihluta atvinnuveganefndar
um fjölgun virkjanakosta í gær og ein virkjun dregin til baka. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Hvenær
átti að segja
okkur þetta?
Hvenær
ætlaði hæst-
virtur forseti
að segja okkur
þetta? Hvar eru þessar
ákvarðanir teknar? Hvað
erum við að ræða hérna í
þingsalnum? Þetta er bara
orðinn farsi.
Guðmund Steingrímsson,
formaður Bjartrar framtíðar.
MENNING „Það gekk frábærlega vel
í dag. Full moska og við vorum með
íslenskan imam, Ólaf Halldórsson,
sem leiddi bæn. Tvö til þrjú hundr-
uð manns voru í moskunni og það
voru múslimar af öllum þjóðernum,
aðallega túristar. Engin mótmæli
voru í gangi og við heyrðum ekkert
frá yfirvöldum,“ segir Sverrir Agn-
arsson, formaður Félags múslima á
Íslandi, sem staddur er í Feneyjum.
Fréttablaðið greindi frá því í gær
að aðstandendur íslenska verksins
óttuðust mótmæli en ekkert varð
af þeim í gær þrátt fyrir að auglýs-
ingaspjöldum þess efnis hefði verið
dreift um borgina.
„Við erum ekki að svívirða neina
kirkju. Þetta er ekki kirkja. Hún var
afhelguð af páfa þegar hann var í
Feneyjum og hefur verið lager síð-
ustu 40 árin. Það hefur ekki komið
nógu skýrt fram, ekkert er verið að
vanhelga,“ segir Sverrir sem vill
árétta þann misskilning sem hann
segir hafa verið ríkjandi í fjölmiðl-
um og segir fjölmiðla erlendis hafa
fiskað upp stemmingu gegn verkinu.
„Pressan hefur verið að kvarta
yfir því að þetta sé skipulagt bæna-
hald en þetta bænahald var skipu-
lagt fyrir 1400 árum. Múslimar
biðja alltaf á sömu tímum,“ segir
hann.
„Við múslimar lítum á það sem
svo að heimurinn geti verið moska.
Það er engin athöfn til að helga
mosku eða vanhelga. Maður getur
beðið hvar sem er, líka í listaverki.
Þetta er flottasta moska sem ég hef
séð í Evrópu og þar af leiðandi biðj-
um við þar,“ segir Sverrir. - þea
Allt gekk vel fyrir sig í moskunni sem er framlag Íslendinga á Feneyjatvíæringnum í ár:
Hundruð múslima báðu í moskunni í gær
FALLEGASTA MOSKA Í EVRÓPU
Sverrir Agnarsson á gólfi moskunnar í
Feneyjum. MYND/SVERRIR AGNARSSON
RÚSSLAND Fyrir Dúmunni, rúss-
neska þinginu, liggur frumvarp
sem hefur það að markmiði að
grisja úr „óæskilega útlendinga“
eins og það er orðað í frumvarp-
inu.
Frumvarpið, sem kemur frá
stjórnmálamönnum sem eru hlið-
hollir Pútín forseta, þykir afar
opið til túlkunar um hvað „óæski-
legur útlendingur“ sé.
Árið 2012 samþykkti Dúman
frumvarp sem miðaði að því að
úthýsa erlendum félagasamtökum
en í fyrra var skrifstofa Norður-
landaráðs til að mynda flokkuð
sem „óæskilegur erlendur aðili“
og var henni lokað í kjölfarið.
Frumvarpið sem liggur nú fyrir
þinginu mun koma til með að ná
til einstaklinga og fyrirtækja sem
utanríkisráðuneyti Rússa telur
vinna gegn hagsmunum Rúss-
lands.
Þeir sem eru dæmdir eftir lög-
gjöfinni geta búist við sekt upp á
rúma milljón króna eða allt að sex
ára fangelsisvist.
Fulltrúar mannréttindasam-
taka hafa fordæmt löggjöfina og
bent á að þó að einstaklingar þyki
óæskilegir í augum einhverra
stríði það gegn mannréttindum
þeirra að vera sektaðir eða fang-
elsaðir fyrir veru sína í Rúss-
landi. - srs
Gætu verið fangelsuð í sex ár fyrir að vera „óæskileg“ í augum stjórnvalda:
Vilja óæskilega útlendinga burt
KREML Frumvarpið þykir of opið til
túlkunar. MAXIM MARMUR/AFP
Save the Children á Íslandi