Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.05.2015, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 16.05.2015, Qupperneq 12
16. maí 2015 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 12 Gleraugnaverslunin þín MJÓDDIN Sími 587 2123 FJÖRÐUR Sími 555 4789 SELFOSS Sími 482 3949 Sólgler með styrkleika fylgja kaupum á gleraugum í Augastað PI PA R\ TB W A • S ÍA INDÓNESÍA Hundruðum manna hefur verið bjargað á land á Indónesíu undanfarna daga, þótt stjórnvöld þar vilji ekki sjá flótta- fólk frá Búrma og hóti að senda alla aftur á haf út. Hundruð manna hafa einnig komist á land í Malasíu og rúmlega hundrað manns hafa komist til Taílands. Indónesískir sjómenn hafa bjargað fólkinu, en þúsundir manna eru enn í hrakningum á hafi úti og óvíst um örlög þeirra. Indónesíustjórn segir að öllum bátum og skipum flóttafólks verði vísað jafnharðan burt frá landinu. Flóttafólkið kemur flest frá Búrma eða Bangladess. Flestir eru af Rohingya-þjóðinni, sem býr í Rakhine-héraði á vestur- strönd Búrma við Bengalhaf. Sumir eru einnig að flýja fátækt í Bangladess. Rohingya-menn eru múslima- trúar og hafa árum saman sætt hörðum ofsóknum af hálfu búdd- ista, sem eru í meirihluta íbúa í Búrma. Fólkið siglir um hafið á yfirfullum og misstórum bátum, og hafa skipstjórar og smyglarar yfirgefið suma bátana. Alls hafa um tvö þúsund manns komist á land í Indónesíu og Mal- asíu, en stjórnvöld í báðum þess- um löndum segja nú nóg komið. „Við hverju er eiginlega búist af okkur?“ sagði Wan Junaidi Jaaf- ar, aðstoðarinnanríkisráðherra í Malasíu, við fjölmiðla í gær. „Við verðum að senda rétt skilaboð um að fólkið er ekki velkomið hér.“ Hann segir vel hafa verið tekið á móti þeim sem komnir eru til landsins, en ekki sé hægt lengur að taka á móti slíkum straumi flóttafólks. Sameinuðu þjóðirnar segja neyðarástand ríkja og Mannrétt- indavaktin, alþjóðleg samtök með aðsetur í New York, hafa fordæmt stjórnvöld í Indónesíu, Malasíu og Taílandi fyrir að neita að taka við fólkinu. Stjórnvöld landanna þriggja fara þar að dæmi Ástralíu, sem fyrir nokkrum misserum tók upp á því að vísa flóttamanna- skipum jafnharðan til baka. Þeir sem komust í land í Ástralíu hafa verið settir í einangrun á eyju og neitað um alla möguleika á að fá ríkisborgararétt. Flóttamannastraumurinn frá Búrma hefur margfaldast það sem af er þessu ári. Talið er að um 25 þúsund manns hafi siglt þaðan á flóttamannaskipum á árinu, en það eru nærri helmingi fleiri en flúðu allt árið í fyrra. gudsteinn@frettabladid.is Átta þúsund á hrakningi Nærri átta hundruð flóttamönnum var bjargað á land í Indónesíu í gær. Fólkið er á flótta frá Búrma, flestir múslimar sem sætt hafa ofsóknum af hálfu búddista. KOMNIR TIL INDÓNESÍU Flóttamaður frá Búrma lyftir barni sínu í land í Kúala Langsa í Aceh-héraði í Indónesíu, en þangað komu hundruð flóttamanna í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA SAMFÉLAGSMÁL Bæjarstjórn Árborgar vísaði í gær tillögu um átak í eflingu hinsegin fræðslu í grunnskólum í samstarfi við Sam- tökin ´78 til fræðslunefndar og íþrótta- og menningarnefndar sveitar félagsins. Í greinargerð með tillögu fulltrúa Samfylkingar og Bjartrar framtíð- ar segir að hinsegin ungmenni upp- lifi gjarnan mikinn skort á upplýs- ingum, umræðu og fyrirmyndum og eigi í erfiðleikum með að þróa jákvæða sjálfsmynd. „Efling hinsegin fræðslu getur gert þeim auðveldara að takast á við þær tilfinningar sem tengjast kynhneigð og kynvitund. Auk þess getur hinsegin fræðsla verið mikil- vægur liður í að útrýma fordómum og uppræta hatursfulla orðræðu gegn hinsegin einstaklingum,“ segir í greinargerðinni. Ásta Stefánsdóttir úr Sjálfstæðis- flokki bókaði að forvarnahóp- ur Árborgar hefði lagt áherslu á hinsegin fræðslu. Fyrir liggi drög að samningi við Samtökin ´78. - gar Drög að samningi við Samtökin ´78 í Árborg og tillaga um frekara samstarf: Hinsegin fræðsla í tíunda bekk SELFOSS Fulltrúar minnihlutans í bæjarstjórn vilja uppræta hatursfulla orðræðu gegn samkynhneigðum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR BRETLAND Í fjarlægri vetrarbraut, nánar tiltekið London, leggja starfsmenn Madame Tussauds vaxmyndasafnsins lokahönd á vax- myndasýningu tileinkaða Stjörnustríðsmyndunum. Hér eru starfs- mennirnir að kemba vákinum Chewbacca fyrir opnun sýningarinnar nú í maí. Aðdáendur Stjörnustríðsmyndanna bíða spenntir eftir nýju inn- slagi í myndabálkinn en sjöunda myndin kemur í kvikmyndahús í lok desember. Kvikmyndirnar gengu í endurnýjun lífdaga þegar Disney keypti höfundarréttinn af George Lucas, höfundi þeirra. - srs Madame Tussauds opnar sýningu tileinkaða Stjörnustríði: Vákurinn snyrtur fyrir sýningu CHEWBACCA Hjálparhella Han Solo þarf að líta vel út. JUSTIN TALLIS/AFP HAFRANNSÓKNIR Ástand rækju- stofnsins við Snæfellsnes er ágætt, sýnir nýafstaðin árleg stofnmæling Hafrannsókna- stofnunar. Stofnvísitalan er yfir meðal lagi og er stærð rækjunnar á svæðinu svipuð og í fyrra. Á grundvelli niðurstaðna legg- ur Hafrannsóknastofnun til að leyfðar verði veiðar á 700 tonnum af rækju á svæðinu við Snæfells- nes á tímabilinu 1. maí 2015 til 15. mars 2016. Lítið var af fiski á slóðinni. - shá Rækjustofn með ágætum: Mæla með 700 tonna veiði ISIS Íslamska ríkið náði í gær borginni Ramadi á sitt vald. Borgin er höfuðborg fjölmenn- asta héraðs Íraks, Anbar, og er í um hundrað kílómetra fjarlægð frá Bagdad, höfuðborg landsins. Miklar orrustur hafa geis- að síðustu mánuði milli íraskra hermanna og liðsmanna ISIS í borginni. Hernám borgarinnar er mikill sigur fyrir ISIS-liða sem hafa tapað stórum svæðum í hendur Íraka undanfarið, meðal annars borginni Tikrit. - þea ISIS ræðst á íraska borg: Íslamska ríkið nær Ramadi Við verðum að senda rétt skilaboð um að fólkið sé ekki velkomið hér. Wan Junaidi Jaafar, aðstoðarinnanríkisráðherra í Malasíu. HEILBRIGÐISMÁL Landlæknis- embættið hefur tilkynnt að frá hausti 2015 verður gerð breyting á bólusetningu gegn HPV- veirusýkingu. Talið er að bólusetning gegn HPV muni fækka leghálskrabba- meinum um að minnsta kosti 70% hér á landi. Til þessa hefur verið talið að þrjár sprautur þurfi til að ná fullri vernd en nú hefur komið í ljós að tvær sprautur með minnst sex mánaða millibili nægja. Þátttaka 12 ára stúlkna hér á landi í bólusetningu gegn HPV hefur verið með því mesta sem þekkist eða um 90%. Með því að fækka sprautum í tvær er vonast til að þátttakan aukist enn. - shá Vörn gegn leghálskrabba: Tvær sprautur í stað þriggja
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.