Fréttablaðið - 16.05.2015, Qupperneq 16
16. maí 2015 LAUGARDAGURSKOÐUN GUNNAR
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞRÓUNARSTJÓRI: Tinni Sveinsson tinni@365.is HELGARBLAÐ: Erla Björg Gunnarsdóttir erla@frettabladid.is MENNING: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is
LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI: Sævar Freyr
Þráinsson ÚTGEFANDI OG AÐALRITSTJÓRI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRAR:
Andri Ólafsson andri@365.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is.
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er
hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í
stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871
H
vergi sitja fleiri dæmdir sakamenn í fangelsi hlut-
fallslega en í Bandaríkjunum. Bandaríkjamenn eru
nálægt fimm af hundraði mannkyns, þó lætur nærri
að 25 prósent refsifanga í tukthúsum heimsins séu
Bandaríkjamenn, sem þýðir að fimm sinnum fleiri
Bandaríkjamenn þurfa að þola tukthúsvist en aðrir.
Þeldökkir Bandaríkjamenn eru sjö sinnum líklegri til að lenda
í fangelsi en hvítir landar þeirra. Þeir eru fjórtán prósent þjóðar-
innar en um 40 af hundraði refsifanga. Mannréttindasamtök halda
því fram, að þetta hlutfall endurspegli innbyggt misrétti, sem eigi
sér langa sögu. Lögregla sæki
harðar gagnvart þeldökkum og
þeir fái þyngri dóma en hvítir.
Þetta er ein undirrót þeirrar
blóðugu úlfúðar, sem brotist
hefur út í borgum Bandaríkjanna
undanfarið, nú síðast í Baltimore.
Þarna glittir í ljótustu hlið
allsnægtasamfélagsins í vestri.
Það er merkilegra sökum þess, að glæpum fækkar þar eins og í
vestrænum ríkjum. Fólk er að vakna til vitundar um að eitthvað
meira en lítið er bogið við sjálft kerfið. Tapað stríð gegn eitur-
lyfjum veldur miklu. Stór hluti refsifanga afplánar dóma fyrir
minni háttar fíkniefnabrot.
Vísbendingar eru um, að einkavæddur fangelsisiðnaður geri illt
verra. Hann þjóni eigendum sínum frekar en almenningi. Tekjur
fangelsanna aukast eftir því sem fleiri sitja bak við lás og slá.
Fangelsisiðnaðurinn leggur grunsamlega mikið upp úr því, að
ekki verði gefið eftir í stríðinu gegn fíkniefnum.
Ætla mætti að glæpagengjum yxi ásmegin. Ofbeldisglæpir fá
gríðarlega athygli, einkum í sjónvarpi. Fyrir vikið telja tæplega
70 prósent Bandaríkjamanna að glæpaöldur rísi hærra og hærra.
Það er rangt. Glæpum fækkar ár frá ári. Í febrúar urðu þau
tíðindi í New York fylki, að færri féllu fyrir morðingjahendi en
nokkru sinni síðan skráning hófst.
Álykta mætti, að þungar refsingar ættu drjúgan þátt í þessum
umskiptum. Svo er ekki. Afbrotamenn forherðast í fangelsi og
verða líklegri til að feta glæpabrautina að afplánun lokinni.
Fælingarmáttur tukthúsvistar mun því vera lítill. Jákvæð þróun
er frekar rakin til minni áfengisdrykkju ungs fólks, hækkandi
meðalaldurs þjóðarinnar og færri freistinga á götum úti. Reiðufé,
sem glæpamenn sóttu í áður, er nánast horfið af sjónarsviðinu.
Inn í þetta fléttast vopnaburður lögreglu. Efasemdir um að
lögreglumaður með byssu komi í veg fyrir glæpi, fá meiri hljóm-
grunn. Byssan kalli bara á aðra byssu og kyndi undir óhuggulegu
vopnakapphlaupi á götunum. Í öðrum löndum, þar sem lögregla er
óvopnuð, er þróunin á sömu lund. Glæpum fækkar, óháð vopna-
burði lögreglu.
Margt er vel gert í Bandaríkjunum. En þegar kemur að löggæslu,
refsidómum og tukthúsum er fáar fyrirmyndir þangað að sækja.
Það er beinlínis hrollvekjandi, að því skuli haldið fram með góðum
rökum, að í siðuðu landi séu tukthús gróðalind, sem þjóni þröngum
hagsmunum eigenda sinna – gegn hagsmunum heildarinnar.
Talsmönnum lögreglu á Íslandi er vinsamlegast bent á að horfa
annað en til Bandaríkjanna þegar fyrirmynda á sviði löggæslu er
leitað. Hér búum við við það að fangar eru tiltölulega fáir og glæpir
fátíðari en víðast hvar. Það er í sjálfu sér ekki margt sem kallar á
róttækar breytingar. Ísland er þrátt fyrir allt friðsælt land.
MÍN SKOÐUN: JÓN GNARR
Kristín
Þorsteinsdóttir
kristin@frettabladid.is
Ég hef oft verið gagnrýndur. Stundum kemur fólk fram og tjáir sig um mín verk og þá oft
út frá því hvort eitthvað sé fyndið,
hverju megi gera grín að og hverju
ekki og með alls konar góð ráð til
mín hvernig ég eigi að starfa. Ég
hef margoft verið kærður en aldrei
hlotið neinn dóm. Mér hefur verið
hótað margoft og ég hef orðið fyrir
líkamsárásum út af gríni mínu.
Fólk hefur sakað mig um ósmekk-
legheit eða illan ásetning gagnvart
hinum ýmsu þjóðfélagshópum.
Ég hef yfirleitt reynt að verja
mig og gjörðir mínar en stundum
er það bara ekki hægt. Það getur
verið snúið að rífast um hvað sé
fyndið og hvað ekki, hvað megi
og hvað megi ekki. Að kryfja grín
leiðir yfirleitt til þess eins að grín-
ið deyr. Ég er þeirrar skoðunar að
í grundvallaratriðum megi gera
grín að öllu, en það skipti máli
hvernig og hvenær það er gert og
af hverjum. Voðaverkin í París og
umræðurnar í kjölfarið hafa sýnt
okkur þetta mjög vel. Egill Helga-
son skrifaði mikið um það mál og
tók sér stöðu með Charlie Hebdo og
botnaði ekkert í fólki sem var ósátt
við skopið, það skildi ekki franskt
samfélag og mikilvægi trúðsins
fyrir lýðræðið. En svo þegar ég
gerði grín að einum uppáhalds
trommuleikara hans, í mínum síð-
asta pistli, þá fauk í hann og honum
sárnaði og hann sendi mér tóninn.
Það er svo oft eitt í orði en annað á
borði þegar kemur að gríni. Ég er
alls ekki að væla neitt eða kvarta.
Ég hef valið mér þetta hlutskipti,
ég fæddist í það og ég held að ég
hafi aldrei átt neitt val um annað.
Ég er Charlie.
Líf okkar er djók
Að gera grín er vandasamt verk og það er mjög einstak-lingsbundið hvernig hver og
einn upplifir grín. Ég þekki það af
eigin raun. Markmiðið er oft óljóst,
og jafnvel gerandanum sjálfum,
hann leyfir sér stundum að elta
þráð sem hann veit ekki alltaf hvert
liggur. Grín byggist að miklu leyti á
flæði sem á ákveðinn hátt er hafið
yfir rökhugsun og lógík og verð-
ur þá ákveðinn leikrænn spuni.
Grín er listform og hluti af leiklist.
Grínistinn hefur mikilvægu hlut-
verki að gegna. Hann er hluti af
mannréttindum, lýðræði og tján-
ingarfrelsi. Hans hlutverk er ekki
bara að veita fólki afþreyingu held-
ur líka að hjálpa því að skilja og
skynja líf sitt á nýjan hátt. Hvernig
til tekst er svo yfirleitt háð hæfi-
leikum, kunnáttu og fimi en ekki
síður tímasetningu. Grín snýst að
öllu leyti um tímasetningu. Kímni-
gáfa er greind. Það er hluti af sam-
skiptafærni. Það er gáfa sem hægt
er að nota og misnota eins og aðrar
gáfur. Á ákveðinn hátt er grín líka
heimspeki eða jafnvel lífsstíll.
Margir fremstu heimspekingar
og hugsuðir hafa verið heillaðir af
gríni og haft alls konar hugmyndir
um það.
Austurríski heimspekingur-
inn Ludvig Wittgenstein fullyrti
að hægt væri að byggja alvarlegt
og gott heimspekiverk á bröndur-
um eingöngu. Monty Python hafa
líka oft bent á þetta bæði í orðum
og verki. Heimspeki grínsins er
í grundvallaratriðum sú að lífið
sjálft sé svo absúrd að það sé í eðli
sínu brandari, við séum brandari
sem við séum yfirleitt að taka mun
alvarlegar en tilefni sé til. Það eru
ekki allir tilbúnir að viðurkenna
að þeir séu bara lifandi skrítla. En
það kemur alltaf að því. Allt verður
skoplegt að lokum, alveg sama hvað
okkur finnst það alvarlegt. Og það
er svo skrítið að eftir því sem hlut-
ir eru álitnir alvarlegri því betri
brandarar verða þeir að lokum.
Það er bara spurning um tíma.
Bandaríski grínistinn Caroll Bur-
nett útskýrði þetta á mjög góðan
hátt þegar hún sagði: „Comedy is
tragedy plus time.“ Það er mikið
til í því. Við getum hlegið bæði að
Hitler og hörmungum miðalda.
Comedy = Tragedy + Time
Ég hef starfað sem grín-isti á Íslandi í 25 ár. Það gerðist eiginlega óvart. Ég segi oft að ég „hafi leiðst
út í það“. Ég hef alltaf haft mik-
inn áhuga á gríni og alltaf verið
að fíflast eitthvað. Svo kom að því
að ég var beðinn um að skemmta
á árshátíð. Svo byrjaði boltinn að
rúlla og smátt og smátt varð grín-
ið mitt aðalstarf.
Ég vann ýmist einn eða með
öðrum, á sviði,
í sjónvarpi og
útvarpi. Mark-
mið mitt með
gríninu hefur
a l ltaf verið
að koma fólki
á óvart og
skemmta því.
En grín er
ekki bara fíflagangur og bull.
Ég hef líka reynt að koma skila-
boðum á framfæri og vekja fólk
til umhugsunar og skapa umræðu.
Grín er mjög góð leið til þess. Ég
hef aldrei fengið neitt sérstak-
lega út úr því að meiða fólk eða
niðurlægja með þessum hæfi-
leika mínum. Mér finnst ég bera
ábyrgð. Ég er eins og einhver sem
kann kung fu. Maður gengur ekki
um og lemur fólk bara af því að
maður kann kung fu. Eins er með
grínið.
Trúður = bjáni?
Skuggalegur veruleiki í Bandaríkjunum:
Land tukthúsanna