Fréttablaðið - 16.05.2015, Síða 32
16. maí 2015 LAUGARDAGUR| HELGIN | 32
Hér er tæpt á nokkru af því
fjölmarga sem er á döfinni um
helgina og vonandi getur það
hjálpað einhverjum til þess að
finna eitthvað sem gleður og
lyftir andanum í dagsins önn og
amstri. Ekki er verra að hafa í huga
að á hátíðinni er fjöldi viðburða
ókeypis og margir þeirra eru
einmitt tilgreindir hér. Svo nú er
bara að setja kaffi á brúsa, smyrja
nokkrar samlokur og skella sér af
stað. Góða skemmtun.
RÖLTU
RÚNTINN
Eitt það skemmtilegasta við Listahá-
tíðina í Reykjavík í ár er aukin virkni
smærri sýningarrýma.
Í Gallery Gamma í Garðastrætinu
er einstaklega áhugaverð sýning
á verkum listakonunnar Dorothy
Iannone sem alla tíð hefur storkað
viðmiðum ríkjandi menningar í list-
sköpun sinni og lífssýn. Á síðustu
árum hafa verið haldnar yfirlits-
sýningar á verkum hennar, m.a. í New
Museum í New York og Berlinische
Galerie í Berlín og nú er hún komin
til Reykjavíkur.
Á Frakkastígnum er líka skemmtileg
sýning. Þar sýna stór nöfn í íslenskri
myndlist útisýningu í portinu við
Frakkastíg 9, á húsveggjum og í
garðinum. Kosningaþátttaka
kvenna í 100 ár er viðfangsefnið í
bráðskemmtilegri sýningu í brakandi
fersku lofti.
Í Týsgalleríi er sýningin Holning
eftir Bryndísi Hrönn Ragnarsdóttir
og Hulda Hákon sýnir hjá Tveimur
hröfnum.
Í Hverfisgalleríi er Ásdís Sif Gunnars-
dóttir að sýna myndbandsverkið
Misty Rain – á mörkum kvik-
myndar og vídeó-innsetningar.
Í heimahúsi að Þingholtsstræti 27
gefur að líta sýninguna Í tíma og
ótíma. Þar sýna fimm listamenn í
íbúð sameiginlegrar vinkonu.
Á Listasafni ASÍ gefur svo að líta
sýninguna Frenjur og fórnarlömb,
konur um konur, svo af nógu er að
taka og það kostar ekkert á ofan-
greindar sýningar.
Einnig er tilvalið að huga að sýning-
unni Furðuveröld Lísu, ævintýra-
heimur óperunnar– verkefni í
vinnslu á Listasafni Einars Jóns-
sonar. Sýningin er innblásin af nýrri
óperu eftir John A. Speight tónskáld
og Böðvar Guðmundsson rithöfund.
Aðgangseyrir er 2.000 kr.
Kíktu í kökuveislu, röltu rúntinn
og farðu á stofutónleika
Það mikilvægasta til þess að vel takist til með Listahátíðina í Reykjavík er líkast til þátttaka
borgarbúa. Hátíðin hófst í vikunni og virðist fara vel af stað og mætingin er góð. Enda er það
umfram allt það sem að er stefnt; að listin komi til fólksins og fólkið til listarinnar.
VOCAL– RÚRÍ
FURÐUVERÖLD LÍSU,
ÆVINTÝRAHEIMUR
ÓPERUNNAR
OG KÖKUVEISLA
Laugardaginn er tilvalið að byrja kl.
13 í Nýlistasafninu í Reykjavík og
er aðgangur ókeypis. Í verkinu OG
býður Steinunn Gunnlaugsdóttir í
fjöruga kökuveislu í Nýlistasafninu,
þar sem alræmd hugtök halda uppi
góða skapinu og gómsæt samtenging
verður á boðstólum. Kökuveislan
hefst stundvíslega kl. 13 og stendur
eingöngu yfir í 30 mínútur en eftir-
málar gjörningsins verða til sýnis til
7.júní. Athugaðu að Nýlistasafnið er
í Völvufelli 13-21 og þaðan er tilvalið
að taka strætó eða bruna í miðborg-
ina í meiri skemmtilegheit.
Í Nýlistasafninu er líka sýningin Vor-
verk eftir Kristínu Helgu Káradóttur.
Þar fangar listakonan komu vorsins
með tilheyrandi togstreitu við hið
innra og hið ytra.
RÚRÍ
EÐA Á
SUNNUDAGINN
Athugaðu að sumt af því sem er í
boði í dag verður ekki endilega opið
á morgun, kannaðu því málið á vef
Listahátíðar, listahatid.is, áður en
þú leggur af stað. Í Ljósmyndasafni
Reykjavíkur er líka ókeypis sýning
sem verður opnuð á sunnudaginn og
kallast Verksummerki. Sýning sem
fjallar um huglægar og nærgöngular
tilhneigingar í íslenskri samtímaljós-
myndun.
UTAN REYKJAVÍKUR
NÝJABRUM Í STOFUNNI
SUNNU-
DAGSSÆLA
Á sunnudagseftirmiðdag
er tilvalið að taka frá tíma
fyrir tónleikana Nýjabrum
í stofunni að Óðinsgötu 7,
fjórðu hæð til hægri. Tón-
skáldin Daníel Bjarnason,
Haukur Tómasson og María
Huld Markan Sigfúsdóttir hafa
öll samið tónverk á árinu
sem verða flutt á tónleikum
á einkaheimili á Óðinsgötu
með útsýni yfir Kvosina.
Aðgangseyrir er 3.900 krónur
og um að gera að tryggja sér
miða í tíma því stofan tekur
vart endalaust við.
Það eru líka viðburðir utan Reykja-
víkur. Í Gerðarsafni í Hamraborginni
í Kópavogi er merkileg samsýning
íslenskra listamanna þar sem
unnið er út frá steindum gluggum
Gerðar Helgadóttur (1928-1975)
sem má finna í Skálholtskirkju,
Kópavogskirkju og víðar.
Í Kópavogskirkju á laugardaginn kl.
16 er á ferðinni vídeó- og tónlistar-
gjörningurinn Doríon eftir Doddu
Maggý. Sérstaklega saminn í tilefni
sýningarinnar Birting í Gerðarsafni.
Það er vart hægt að halda því fram að
maður sé ekki í bænum þegar maður
er í Kópavogi en með Listasafn
Árnesinga gegnir öðru máli. Þar
verður opnuð í dag sýningin Geymar
þar sem gestum er boðið að ganga
inn í myndheim Sirru.
Allar þessar sýningar eiga það sam-
eiginlegt að það kostar ekkert inn.
Rúrí er án efa einn fremsti mynd-
listarmaður okkar Íslendinga. Verk
hennar er að finna í opinberum
söfnum og einkasöfnum víða um
heim og og útiverk hennar hafa
mörg hver verið áberandi bæði hér
heima og í Svíþjóð og á Ítalíu svo
eitthvað sé nefnt.
Í dag, laugardag, kl. 18 í Norðurljósa-
sal Hörpu verður nýr gjörningur eftir
Rúrí sem hún kallar Lindur– Vocal
VII. Verkið er stórt í sniðum og
hluti af gjörningaröð hennar Vocal
sem hún hefur sýnt víða um heim.
Aðgangseyrir er 2.900 kr. og ætti
þeim að vera vel varið enda spenn-
andi verk hér á ferðinni.
Magnús
Guðmundsson
magnus@frettabladid.is
DORÍÓN VÍDEÓ- OG
TÓNLISTARGJÖRNINGUR