Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.05.2015, Qupperneq 34

Fréttablaðið - 16.05.2015, Qupperneq 34
16. maí 2015 LAUGARDAGUR| HELGIN | 34 sögð stefna aðild Bretlands að Evrópuráðinu og Mannréttinda- sáttmála Evrópu í uppnám. Með breskum sérlögum um mann- réttindi ætli Bretar sér að reyna að vera með einhverjum hætti stikkfrí þegar kemur að mannrétt- indamálum. Þar með verði mann- réttindamálum í Bretlandi jafn- framt stefnt í uppnám. Að vísu fylgir ekki, að þótt breska stjórnin nemi mannrétt- indalögin úr gildi þá þurfi Bret- land að segja sig úr Evrópuráðinu, þannig að Bretlandi yrði ekki leng- ur aðili að Mannréttindasáttmála Evrópu og Evrópudómstólnum. Einstaklingar geta áfram leitað til Mannréttindadómstólsins til að fá úrlausn sinna mála, og með áframhaldandi aðild að sáttmál- anum skuldbinda bresk stjórnvöld sig áfram til að þess að fara að ákvæðum hans í allri afgreiðslu Fyrir þingkosningarn-ar í Bretlandi 7. maí síðastliðinn gaf breski Íhaldsflokkurinn kjós-endum skýrt loforð um að „fella úr gildi mann- réttindalöggjöfina og skerða hlut- verk Mannréttindadómstóls Evr- ópu, svo auðveldara verði að flytja útlenda glæpamenn úr landi.“ Þetta átti að verða eitt af for- gangsmálum stjórnarinnar, en strax viku eftir kosningarnar er komið í ljós að innan Íhaldsflokks- ins eru afar skiptar skoðanir um þetta kosningamál. „Ég er hræddur um að með þessu lendum við í átökum við Mannréttindadómstólinn og ekki vil ég að við yfirgefum hann,“ sagði einn þingmanna flokksins, David Davis, í viðtali við dagblaðið Hull Daily Mail. „Ef við förum þá fá allir aðrir afsökun til að fara.“ Hann segist telja að þetta verði enn umdeildara mál en úrsögnin úr Evrópusambandinu, sem Cam- eron hefur lofað að láta Breta kjósa um síðar á kjörtímabilinu. Mannréttindi í uppnámi Bresku mannréttindalögin voru sett árið 1998, þegar Verkamanna- flokkurinn var við völd og Tony Blair forsætisráðherra. Tilgang- ur þeirra var að leiða í bresk lög Mannréttindasáttmála Evrópu og þar með veita Mannréttindadóm- stól Evrópu ákveðið úrskurðar- vald um mannréttindamál í Bret- landi. Þau hafa frá upphafi verið umdeild, og sérstaklega gagnrýnd fyrir að gera breskum stjórnvöld- um erfitt fyrir að vísa útlendum glæpamönnum úr landi. Í staðinn fyrir mannréttindalög- in ætlar breska stjórnin reyndar að setja í lög svonefnda Réttinda- skrá, sem á að tryggja Bretum mannréttindi áfram án þess að þurfa að leita sérstaklega til Mannréttindadómstóls Evrópu. Áform Camerons hafa verið Vilja ógilda mannréttindalögin Eitt af forgangsverkefnum nýrrar ríkisstjórnar Davids Cameron snerist um að draga úr áhrifum Mannréttindadómstóls Evrópu á breskt réttarfar. Með þessu verði breskum stjórnvöldum gert auðveldara að vísa útlendum glæpamönnum úr landi. Guðsteinn Bjarnason gudsteinn@frettabladid.is NÝJA STJÓRNIN Ný ríkisstjórn Davids Cameron forsætisráðherra kom saman á þriðjudaginn. George Osborne verður áfram fjármálaráðherra, Philip Hammond utanríkisráðherra og Theresa May innanríkisráðherra. NORDICPHOTOS/AFP „Við höfum komið í veg fyrir að fangar fái kosningarétt, og höfum rekið úr landi grunaða hryðjuverkamenn á borð við Abu Qatada, þrátt fyrir öll þau vandamál sem skapast hafa af mannréttindalöggjöf Verka- mannaflokksins. Næsta ríkis- stjórn Íhaldsflokksins mun fella úr gildi Mannréttindalögin og innleiða Réttindaskrá Bretlands. Með þessu verða rofin tengslin milli breskra dómstóla og Mann- réttindadómstóls Evrópu, þannig að okkar eigin Hæstiréttur verði endanlegt úrskurðarvald í mann- réttindamálum í Bretlandi.“ Úr kosningastefnuskrá Íhaldsflokksins ÁRIÐ 1949 Fjórum árum eftir stríðslok var Evrópuráðið stofnað af tíu Evrópulöndum til að styrkja samvinnu um vandað réttar- far, mannréttindi, lýðræði og menningarmál. Ísland gerðist aðildarríki strax árið eftir og nú eru aðildarríkin 47 talsins. Þeirra á meðal eru Rússland, Tyrk- land og Kákasuslöndin Georgía, Aser baídsjan og Armenía. Raunar eiga öll ríki Evrópu allt til Kákasushéraðanna aðild að Evrópuráðinu að undanskildu einu, sem er Hvíta-Rússland. EVRÓPURÁÐIÐ Stofnað fjórum árum eftir lok seinni heimsstyrjaldar og á ekkert skylt við Evrópusambandið. SIGURVEGARAR David Cameron forsætisráðherra stillti sér upp til myndatöku fyrir framan þinghúsið í London ásamt nýkjörnum þingmönnum Íhaldsflokksins. NORDICPHOTOS/AFP ÁFANGAR Í MANNRÉTTINDAMÁLUM EVRÓPU OG BRETLANDS ÁRIÐ 1950 Þáverandi aðildarríki Evrópuráðsins settu sér Mannréttindasáttmála Evrópu. Sáttmálinn tók gildi árið 1953 og nú eiga öll 47 aðildarríki Evrópuráðsins jafnframt aðild að Mannréttindasáttmálanum. Jafn- framt var stofnaður Mannrétt- indadómstóll Evrópu, sem hefur það hlutverk að skera úr um mann- réttindamál í aðildarríkjum Evrópu- ráðsins og styðst dómstóllinn þar við Mannréttindasáttmálann. Breska þingið samþykkti árið 1998 mannréttindalög, sem tóku svo gildi árið 2000. ÁRIÐ 1998 Breska þingið samþykkti mannrétt- indalög sem höfðu það höfuðmark- mið að innleiða Mannréttindasátt- mála Evrópu í bresk lög. Með þessu var breskum stjórnvöldum gert skylt að virða þau mannréttindi sem tryggð eru með Mannréttindasáttmála Evr- ópu. Þar með áttu Bretar ekki að þurfa að leita til Mannréttindadómstóls Evrópu, þar sem breskir dómstólar áttu að tryggja sambærileg réttindi heima fyrir. Eftir sem áður gátu Bretar þó leitað til Mannréttindadómstólsins ef þeir voru ósáttir við afgreiðslu breskra dómstóla.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.