Fréttablaðið - 16.05.2015, Qupperneq 35
LAUGARDAGUR 16. maí 2015 | HELGIN | 35
Ég er hræddur um að
með þessu lendum við í
átökum við Mannréttinda-
dómstólinn og ekki vil ég
að við yfirgefum hann.
David Davis,
einn þingmanna Íhaldsflokksins.
BRESKA ÞINGIÐ Tony Blair forsætisráðherra í ræðustól árið 1999, en hann var
forsætisráðherra þegar mannréttindalögin voru sett.
Abu Qatada er jórdanskur
Palestínumaður, sagður predika
hatursboðskap og grunaður um
tengsl við Al-kaída. Hann var
handtekinn í Bretlandi árið 2002
og sendur þaðan til Jórdaníu árið
2013 eftir að Jórdanir höfðu full-
vissað Breta um að hann myndi
ekki sæta pyntingum. Í júní 2014
var hann svo sýknaður í Jórdaníu
af ákærum um aðild að hryðju-
verkum.
Bresk stjórnvöld hugðust vísa
honum úr landi strax eftir að
hann var handtekinn árið 2002,
en hann barðist hart gegn brott-
vísun og tóku þau málaferli meira
en áratug.
ABU QATADA
ABU QATADA Orðinn frjáls maður ásamt móður sinni í Jórdaníu eftir sýknun í júní
á síðasta ári. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA
Ertu með góða
hugmynd fyrir
Menningarnótt?
Menningarnótt fagnar 20 ára afmæli sínu þann 22. ágúst nk. Við
ætlum að fagna þessum merku tímamótum með því að styrkja
skemmtilega og frumlega viðburði. Viðburðir hátíðarinnar eiga
sér stað víðsvegar um borgina, m.a. á torgum, í portum, görðum,
galleríum, verslunum, menningarstofnunum og heimahúsum.
landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn
Við úthlutun í ár verður kastljósinu
beint að viðburðum á torgum mið-
borgarinnar; nýjum og gömlum, stór-
um og litlum, fundnum og földum. Sú
tenging er þó ekki skilyrði fyrir styrk-
veitingu. Við tökum vel á móti öllum
umsóknum.
Menningarnæturpotturinn er samstarfs-
verkefni Höfuðborgarstofu og Landsbank-
ans sem hefur verið máttarstólpi Menn-
ingarnætur frá upphafi.
Veittir verða styrkir úr pottinum, 50-
200.000 kr. til einstaklinga og hópa sem
vilja skipuleggja ölbreytta og áhugaverða
viðburði á Menningarnótt.
Tekið er við umsóknum um styrki
úr sjóðnum til og með 1. júní á
www.menningarnott.is.
Nánari upplýsingar um styrki hátíðarinnar
veita viðburðastjórar Höfuðborgarstofu
í síma 590 1500 og á menningarnott@
reykjavik.is.
J
Ó
N
S
S
O
N
&
L
E
’M
A
C
K
S
•
jl
.i
s
•
S
ÍA
mála. Ætli bresk stjórnvöld sér að
nota innlend lög til þess að komast
hjá því að hlíta ákvæðum Mann-
réttindasáttmálans, þá má fastlega
reikna með því að Mannréttinda-
dómstóllinn fari fljótlega að skipta
sér af því.
Norður-Írland í uppnámi
Áform Camerons mæta einnig
harðri andstöðu frá Norður-
Írlandi, því mannréttindalögin
eru nefnilega partur af friðar-
samkomulaginu sem gert var á
Norður- Írlandi föstudaginn langa
árið 1998.
Að friðarsamkomulaginu stóðu
bæði bresk og írsk stjórnvöld ásamt
átta norðurírskum stjórnmála-
flokkum og samtökum, bæði úr
röðum sambandssinna og aðskiln-
aðarsinna. Bresk stjórnvöld skuld-
bundu sig, rétt eins og hinir aðil-
ar samningsins, til þess að virða
hann í einu og öllu, þar á meðal
skýrt ákvæði um að bresku mann-
réttindalögin séu partur af honum.
„Utanríkisráðherrann ætti án
tafar að útskýra stöðu stjórnarinn-
ar varðandi það hvort hún ætli sér
með þessum hætti að brjóta samn-
inginn sem gerður var í Belfast
föstudaginn langa,“ hafði breska
dagblaðið The Guardian nú í vik-
unni eftir Brian Gormally, fram-
kvæmdastjóra norðurírsku mann-
réttindasamtakanna CAJ. „Skref
af því tagi myndi gera Bretland að
útlagaríki á alþjóðavettvangi og
grafa verulega undan friðarsam-
komulaginu á Norður-Írlandi.“
Írsk stjórnvöld hafa sömu-
leiðis látið skýrt í ljós að þau muni
standa með Norður-Írum í þessu
máli.
„Það er nauðsynlegt að virða
algjörlega það grundvallarhlut-
verk mannréttinda að tryggja frið
og stöðugleika á Norður-Írlandi,“
er haft eftir Charlie Flanagan,
utanríkiráðherra írsku stjórnar-
innar, í BBC.
Yfirborðsbreytingar einar?
Nýja stjórnin kom saman á sinn
fyrsta vikulega fund strax á
þriðjudaginn var. Á mánudaginn
kemur svo nýkjörið þing saman í
fyrsta sinn. Elísabet drottning les
síðan stefnuskrá nýrrar stjórnar
miðvikudaginn 27. maí, en stefnu-
ræða sú er venju samkvæmt fyrst
og fremst listi yfir þau frumvörp
sem stjórnin ætlar að leggja fyrir
þingið næsta árið.
Það verður Michael Gove, dóms-
málaráðherra nýju stjórnarinnar,
sem fær það hlutverk að koma
þessum breytingum á. Cameron
hefur óskað eftir því að drög að
frumvarpi liggi fyrir innan hundr-
að daga, eða ekki síðar en í byrjun
ágúst.
Hans bíða í raun tveir kostir:
Annaðhvort verða gerðar veru-
legar breytingar sem kosta það
að bresk stjórnvöld lenda fljótlega
upp á kant við Mannréttindadóm-
stól Evrópu, eða breytingarnar
verða fyrst og fremst á yfirborð-
inu og hafa í raun lítið að segja.