Fréttablaðið - 16.05.2015, Side 67
| FÓLK | 7
Ísumarlínu INDISKA er lögð áhersla á kven-legt útlit, fallega kjóla
í mismunandi sniðum
og síddum sem tilvalið
er að para saman við
víðar buxur. Litirnir
spanna allt frá bleik-
um og ljósfjólubláum
yfir í grænan, túrkís
og gulan. Stór arm-
bönd og skrautleg háls-
men fullkomna svo bóhemút-
litið,“ segir Sigrún Andersen,
einn eigenda INDISKA á Íslandi
en vor- og sumarlína verslun-
arinnar var kynnt á glæsilegri
tískusýningu í Kringlunni.
BREYTILEG MUNSTUR OG LITIR
„Í byrjun maímánaðar er þemað
ljósir tónar. Hvítur verður aðal-
liturinn ásamt fallegum kremtón-
um og fötin skreytt rómantískum
blúndum og útsaumi. Í lok mánaðar
hefja svo sterku litirnir innreið
sína. Fylgihlutir úr gulli og silfri og
skreyttir hringar á fingur og stórir
eyrnalokkar fullkomna svo útlitið.“
AFSLÖPPUÐ SNIÐ
OG STÓRAR SLÆÐUR
„Í júníbyrjun eru fötin innblásin
af hafinu og ströndinni. Sniðin
eru afslöppuð og blár og hvítur
verða allsráðandi litir. Stórar
slæður verða áberandi og passa
þá vel með hálsmeni úr skeljum.
Sumartískan nær hámarki í lok
júní með náttúruefnum með
etnískum mynstrum. Þá verða
sniðin styttri og hrárri og rauð-
brúnn, beinhvítur, appelsínu-
gulur og svartur verða aðallitir.
Stórir skartgripir, leðursand-
alar og barðastórir sumarhattar
skapa svo sumartilfinninguna.“
ÁBYRG VIÐSKIPTI
Frá því sænska fjölskyldufyrir-
tækið INDISKA opnaði sína
fyrstu verslun árið 1901 hefur
fyrirtækið stundað viðskipti
af tillitssemi. INDISKA sprett-
ur upp úr ást á Indlandi og
ábyrgð er borin á framleiðslu-
vörum gagnvart landi og þjóð
sem eru sálin í INDISKA. Einnig
er INDISKA stuðningsaðili
vatnsverkefna (WaterAid’s
work) til að tryggja að allir
hafi aðgang að hreinu vatni,
frárennsli og þekkingu á hrein-
læti en kjörorð INDISKA eru:
„Við berjumst fyrir breyting-
um“ (We fight for change)
Nánar á www.indiska.com og
www.wefightforchange.com.
BÓHEMSUMAR HJÁ INDISKA
INDISKA KYNNIR Vor- og sumarlína INDISKA var kynnt á glæsilegri tískusýningu í Kringlunni. Línan
gengur undir nafninu BOHO sem er lýsandi fyrir bóhemáhrifin sem verða allsráðandi í tískunni í sumar.
BÓHEMÁHRIF Í sumarlínu INDISKA er áhersla lögð á kvenlegt útlit, fallega kjóla og víðar buxur. Fylgihlutir eins og stórir skartgripir, sjöl og barðastórir hattar fullkomna bóhem-
stemminguna. Sumarlínan var kynnt á glæsilegri tískusýningu í Kringlunni.
SUMARLÍNAN KYNNT Sigrún Andersen og Guðrún Scheving Thorsteinsson, eigendur
INDISKA í Kringlunni, kynntu sumarlínuna. MYNDIR/STEFÁN