Fréttablaðið - 16.05.2015, Blaðsíða 80
16. maí 2015 LAUGARDAGUR| TÍMAMÓT | 48TÍMAMÓT
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir
og afi,
INDRIÐI PÁLSSON
fyrrverandi forstjóri,
Sóltúni 16, Reykjavík,
lést á Landspítalanum í Fossvogi
miðvikudaginn 13. maí.
Elísabet Guðný Hermannsdóttir
Sigríður Indriðadóttir Margeir Pétursson
Einar Páll Indriðason Halla Halldórsdóttir
Elísabet Margeirsdóttir, Indriði Einarsson, Halldór Einarsson
og Ingibjörg Einarsdóttir
Innilegar þakkir til þeirra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför
ástkærs eiginmanns míns, föður, sonar,
bróður og mágs,
EGILS STEINGRÍMSSONAR
Þórunnarstræti 127, Akureyri.
Sérstakar þakkir til allra þeirra er sinntu honum í veikindum hans.
Unnur Hreiðarsdóttir
Hanna Sóley Egilsdóttir
Þóra Ásgeirsdóttir
Birgir Steingrímsson
Finnur Steingrímsson Erla Sigurgeirsdóttir
Kristján Steingrímsson Harpa Sigurðardóttir
Þökkum innilega auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför elskulegrar
móður okkar, tengdamóður, ömmu,
langömmu og langalangömmu,
MARÍU FRIÐRIKSDÓTTUR
Sólvöllum 13,
Selfossi,
sem lést á hjúkrunarheimilinu Eir þann 21. apríl síðastliðinn.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki deildar 3S á
hjúkrunarheimilinu Eir fyrir einstaka alúð og umhyggju.
Hafþór Magnússon Sólveig Höskuldsdóttir
Einar Baldvin Sveinsson Jóna Sólmundsdóttir
Guðný María Hauksdóttir
Kristín Fjóla Bergþórsdóttir Guðmundur Örn Böðvarsson
og ömmubörnin öll.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ÁGÚSTA MARGRÉT FREDERIKSEN
dvalarheimilinu Grund,
áður til heimilis að Laufskógum 8,
Hveragerði,
sem lést föstudaginn 8. maí á
Landspítalanum í Fossvogi verður jarðsungin frá Hrepphólakirkju
í Hrunamannahreppi föstudaginn 22. maí klukkan 14.00.
Grétar Páll Ólafsson Gyða Ingunn Kristófersdóttir
Halldór Þórður Ólafsson Guðmunda Sigfúsdóttir
Reynir Ólafsson Jónína Sigmarsdóttir
Klara Stephensen Ólafur Stephensen
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð og hlýhug vegna andláts og
útfarar móður okkar, tengdamóður, systur,
ömmu og langömmu,
SOFFÍU GUÐMUNDSDÓTTUR
Þökkum starfsfólki Dalbæjar fyrir frábæra umönnun.
Guðmundur Heiðar Óskarsson Arna Gerður Hafsteinsdóttir
Rakel María Óskarsdóttir Gunnar Guðmundsson
Þóra Kristín Óskarsdóttir Haukur Jónsson
Óskar Aðalsteinn Óskarsson Anna Hafdís Jóhannesdóttir
Rannveig Guðmundsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Við þökkum af heilum hug hlýjar kveðjur
sem bárust við andlát okkar kæra
eiginmanns, föður, tengdaföður og afa,
PÁLS SKÚLASONAR
heimspekings.
Sérstakar þakkir til starfsfólks deilda 11G og
11B á Landspítala fyrir einstaka alúð.
Auður Birgisdóttir
Birgir Pálsson Regína Ásvaldsdóttir
Kolbrún Þ. Pálsdóttir Róbert Haraldsson
Andri Páll Pálsson Brynja Þóra Guðnadóttir
og barnabörn.
Þökkum hlýhug og samúð
við andlát og útför móður okkar,
SIGRÚNAR BERGSDÓTTUR
frá Hnappavöllum í Öræfum,
sem lést þann 13. apríl síðastliðinn.
Guðmundur B. Þórðarson Rósa G. Daníelsdóttir
Stefanía L. Þórðardóttir Heiðar B. Erlingsson
og barnabörnin.
Útfararþjónustan ehf.
Stofnað 1990
Símar: 567 9110 & 893 8638
www.utfarir.is • runar@utfarir.is
Alhliða útfararþjónusta
Rúnar
Geirmundsson
Sigurður
Rúnarsson
Elís
Rúnarsson
Þorbergur
Þórðarson
Á þessum degi árið 1929 voru Óskars-
verðlaunin afhent í Hollywood í fyrsta
sinn. Athöfnin var haldin í Blossom-her-
berginu á Roosevelt-hótelinu í Holly-
wood að viðstöddum 250 manns.
Louis B. Mayer, þáverandi yfirmaður
MGM-kvikmyndaversins, var upphafs-
maður verðlaunanna. Vildi hann með
Óskarinum stuðla að framþróun í
kvikmyndaiðnaðinum.
Kynnir á fyrstu Óskarshátíðinni var
leikarinn Douglas Fairbanks. Ólíkt því
sem nú er var tilkynnt um sigurvegarana
áður en athöfnin sjálf fór fram. Breyttist
sú tilhögun ekki fyrr en árið 1942.
Fyrsta kvikmyndin sem var valin besta
myndin var hin þögla Wings, sem er
eina þögla myndin í sögunni til að hljóta
Óskarsverðlaunin. Þjóðverjinn Emil
Jannings var kjörinn besti leikarinn fyrir
hlutverk sín í The Last Command og
The Way of All Flesh. Hin 22 ára Janet
Gaynor var valin besta leikkonan fyrir
hlutverk sín í Seventh Heaven, Street
Angel og Sunrise.
Leikarinn og leikstjórinn Charlie Chapl-
in hlaut heiðursverðlaun við athöfnina.
Þurfti hann að bíða til ársins 1971 til að
hljóta önnur Óskarsverðlaun og var þá
líka um heiðursverðlaun að ræða.
ÞETTA GERÐIST: 16. MAÍ 1929
Óskarsverðlaunin afh ent í fyrsta sinn
„Að sjálfsögðu verður svaka partí í
kvöld,“ segir rapparinn, uppistandar-
inn og gleðigjafinn Halldór Laxness
Halldórsson, betur þekktur sem Dóri
DNA. Hann stendur á miklum tíma-
mótum í dag því hann fagnar þrjátíu
ára afmæli sínu og ætlar að gera það
með glæsibrag. „Partíið verður fyrir
velunnara og þar verð ég með þemað
vestræn gildi,“ segir Dóri.
Þema partísins, hin vestrænu gildi,
kom til þegar hann var steggjaður.
„Steggjunin mín endaði í partíi hjá for-
eldrum mínum í Mosfellsdalnum. Við
stálumst svo í sundlaugina í Gljúfra-
steini. Þetta var svolítið eins og þegar
bandarísku hermennirnir eru að rífa
niður stytturnar í bardögum og fóru
strákarnir í lauginni því að hrópa vest-
ræn gildi, vestræn gildi,“ út skýrir Dóri
spurður út í þemað. Þá verður boðið
upp á alvöru vestrænar veitingar í
veislunni.
Dóri segist þó finna fyrir því að
hann sé að eldast. „Ég finn að ég er að
missa gífurlega mikið. Ég hef alltaf
átt eldri vini, sem eru yfirleitt á bilinu
tveimur til fimm árum eldri en ég. Í
þá daga gat ég komið á óvart og menn
sögðu oft, þú ert ekki eldri en þetta.
Nú er það búið, ég er bara þrítugur
gaur með tvö börn og er að missa alla
sérstöðu,“ segir Dóri léttur í lundu og
hlær.
Hann er þó bjartsýnn þótt hann sé
kominn á fertugsaldurinn og er með
sín markmið klár. „Ég hef verið að
grenna mig undanfarið og ætla að
taka enn meira á því núna. Ég ætla
að vera orðinn talsvert spengilegri í
haust.“
Dóri stendur þó á tímamótum á
öðrum sviðum einnig, því hann er að
flytja norður á Akureyri í haust. „Ég
er að fara að leika í leikriti fyrir norð-
an sem við Saga Garðarsdóttir erum
að skrifa,“ segir Dóri. Hann segist
vera spenntur fyrir höfuðstað Norður-
lands. „Ég var að skemmta þarna með
Mið-Íslandi um daginn og mér líst
rosalega vel á fólkið og bæinn. Þetta
er auðvitað Kaupmannahöfn norðurs-
ins,“ bætir Dóri við glaður í bragði.
gunnarleo@frettabladid.is
Missir sína sérstöðu
Dóri DNA stendur á miklum tímamótum í dag því hann fagnar þrjátíu ára afmæli sínu.
Hann ætlar að fagna áfanganum umkringdur vinum sínum og vestrænum gildum.
FAGNAR Í KVÖLD Halldór Halldórsson, betur þekktur sem Dóri DNA, stendur á miklum tímamótum og fagnar þrjátíu ára afmæli sínu í dag.
FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL