Fréttablaðið - 16.05.2015, Side 94

Fréttablaðið - 16.05.2015, Side 94
16. maí 2015 LAUGARDAGUR| LÍFIÐ | 62 BAKÞANKAR Jóns Sigurðar Eyjólfssonar Eitt sinn seldi ég grískum bónda mótorfák. Var mikill völlur á honum og samningaviðræðurn- ar því fjörlegar. Við komumst svo að samkomulagi um að hann greiddi 40 þúsund drökmur fyrir. Þá hrifsar hann 30 þúsund úr vas- anum, réttir mér og býst til brott- ferðar. „Eh, við sögðum 40 þúsund,“ sagði ég þá. Hann lítur þá á mig með vandlætingu og segir: „Þú ert ekki fyrr kominn með pening en þú byrjar að rífa kjaft.“ Hann var svo sannfærandi að eitt andartak fékk ég sektarkennd fyrir fram- hleypnina þar sem ég stóð með útreidda seðla eins og blómvönd. ÞETTA er eitt albesta bragðið í bókinni þegar maður vill komast upp með óréttlæti. Og það klikk- ar ekki, ósvífnin lamar andstæð- inginn. EITT ALMESTA áhyggjuefni heimsins í dag er ójöfnuður en ég held að allir geti verið sammála um að hann er eins og sýking í samfélög- um þar sem hann er mikill. Afleið- ingarnar eru oftast aukið ofbeldi, eymd, siðleysi og óöryggi svo eitt- hvað sé nefnt. Metnaður yfirvalda ætti að vera á þá lund að draga úr honum en á Íslandi er stjórnin á ann- arri vegferð. Í SJÁVARÚTVEGI er sífellt verið að hlaða meiru á færri hendur. Stjórnin lækkar líka veiðigjald- ið, afnemur auðlegðar skattinn en hækkar skatt á matvæli og komu- gjaldið á heilsugæslu og ekki þarf svo að undra að svona stjórnvöld telji sig hafa lítið ráðrúm til að leggja fátækum þjóðum lið. Stórfyrirtæki fá líka hér prísa sem pöpullinn má helst ekki frétta af og fjármálaráðuneytið blessar bónusana sem áður afvega- leiddu þessa þjóð. Baráttan virðist líka ætla að ná tilætluðum árangri því eitt prósent ríkustu skattgreið- enda á nú þegar um fjórðung af auði alls landsmanna. ÞÚ SEM ERT utan við þessa skjald- borg og berst fyrir bættum kjörum færð hins vegar að kenna á bragði gríska bóndans sem stjórnin beitir af krafti. Þú ert að valda sýking- unni sem fer út í verðbólguna, þú ert að ögra stöðugleikanum: ÞÚ ert að keyra allt um koll! ÞJÓÐIN hefur síðustu ár áttað sig á bolabragðinu og brugðist við með því að kjósa í auknum mæli pönkara til áhrifa. Má þar nefna Jón Gnarr, Birgittu Jónsdóttur og Óttar Proppé. Það er líka kominn tími til að rífa kjaft. Tími til að rífa kjaft PITCH PERFECT 2 2, 5, 8, 10:30 MAD MAX 8, 10:30(P) BAKK 5:50, 8 AVENGERS 2 3D 5, 10:10 ÁSTRÍKUR 2D 2, 4 - ÍSL TAL LOKSINS HEIM 1:50 - ÍSL TAL Tilboð í bíó. Gildir á allar sýningar merktar með rauðu. - Fréttablaðið - Morgunblaðið KRINGLUNNI SPARBÍÓ AKUREYRI KEFLAVÍK EGILSHÖLLÁLFABAKKA VARIETY CHICAGO SUN TIMES EMPIRE HITFIXTIME OUT LONDON TIME OUT NEW YORK TOTAL FILM Kryddpían fyrrverandi, Geri Halliwell, gekk í hjónaband í gær. Giftist hún Formula 1-kappan- um Christian Horner í Woburn Abbey í Bedfordshire á Englandi, sem er í um klukkustundar fjar- lægð frá London. Halliwell mætti til athafnarinnar í gömlum Rolls Royce ásamt sonum Emmu Bun- ton, einnig fyrrverandi kryddpíu og blómastúlkum. Horner mætti hins vegar til kirkju í Aston Martin 1965 bif- reið, að hætti James Bond. Kryddpía gift ir sig Leikarinn Johnny Depp flaug til Ástralíu fyrir skemmstu. Það er ekki í frásögur færandi nema að með í för voru hundarnir hans tveir, Pistol og Boo, en leikar- inn smyglaði þeim ólöglega inn í landið. Þegar upp komst um atburðinn var leikaranum gert skylt að senda þá aftur til Bandaríkjanna, annars yrði að lóga þeim báðum. Talið er að leikarinn hafi sett báða hundana í íþróttatösku og þannig hafi hann komið þeim óséðum til Ástralíu. Hann hefur nú sent hundana báða til Banda- ríkjanna aftur. Er Depp enn í Ástralíu, ásamt eiginkonu sinni, Amber Heard, þar sem hann er að taka upp myndina Pirates of the Caribbean 5: Dead Men Tell No Tales. Smyglaði hundunum til Ástralíu Save the Children á Íslandi UPPÁTÆKJASAMUR Leikarinn í einu af hlutverkum sínum.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.