Fréttablaðið - 16.05.2015, Síða 102
16. maí 2015 LAUGARDAGUR| LÍFIÐ | 70
SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR– AUGLÝSINGASTJÓRI: Svanur Valgeirsson svanur@365.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 512-5401: Gústaf Bjarnason gustaf@365.is, Hjalti Egilsson
hjalti@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@365.is, Sigfús Örn Einarsson sigfus@365.is, Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir svansi@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ
SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Gunnhildur Geira Dan Þorláksdóttir geira@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Jónatan
Atli Sveinsson jonatan@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar
Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is
SUNGU SAMAN STELLU
Leikstýran farsæla Þórhildur Þorleifs-
dóttir hélt upp á 70 ára afmæli sitt
á uppstigningardag með fjölskyldu
og vinum í Víkinni á Granda. Þar
var saman komin öll íslenska leik-
listarelítan til að fagna þessum mikla
leiklistarfrumkvöðli. Diddú var meðal
þeirra sem stigu á svið fyrir vinkonu
sína þar sem hún söng titillagið úr
bíómyndinni vinsælu
Stellu í orlofi. Diddú
fékk til liðs við sig aðal-
leikara myndarinnar,
Eddu Björgvins og
Ladda, sem sungu
bakraddir við
mikinn fögnuð
viðstaddra.
- fbj
Kálfatjarnarsókn nær yfir Sveitarfélagið Voga sem í eru Vogar
og Vatnsleysuströnd.
Leitað er að einstaklingi með reynslu af kirkjustarfi, frumkvæði og
getu til nýsköpunar í helgihaldi auk hefðbundinnar kirkjutónlistar.
Starfsskyldur eru m.a.:
• Tónlistarflutningur við hefðbundið helgihald að meðal
tali einu sinni í mánuði.
• Æfing kirkjukórs einu sinni í viku.
• Undirbúningur stærri tónlistarviðburða tvisvar á vetri.
Tónlistarstjórinn starfar náið með sóknarpresti að við mótun og
tilhögun starfsins.
Nánari upplýsingar veitir séra Kjartan Jónsson sóknarprestur,
kjartan.jonsson@kirkjan.is.
Umsókn ásamt ferilsskrá sendist til Ástjarnarkirkju, Kirkjuvöllum 1,
221 Hafnarfirði merkt „Tónlistarstjóri Kálfatjarnarkirkju“
fyrir 29. maí n.k.
Tónlistarstjóri Kálfatjarnarkirkju 25% starf
byko.is
HÁGÆÐA GRILL
FRÁ KANADA
NAPOLEON, fjölskyldufyrirtæki frá Kanada, hefur
verið starfandi í 38 ár og sérhæfir sig í að hanna
og framleiða hágæða grill, eldstæði og fleiri vörur
sem hægt er að treysta á.
119.995kr.
506600034 Almennt verð: 139.
995 kr.
NAPOLEON gasgrill TRIUMPH 495
NÆRANDI ÞÆTTIR
Á NÝJU VEFSVÆÐI VÍSIS
Fylgstu með þessum fróðlegu örþáttum á
visir.is/heilsuvisir.
Vísir.is er hluti af
„Ég hef aldrei komið áður til
Cannes og það er mjög sérstakt að
vera kominn hér í þennan ævin-
týraheim kvikmyndanna,“ sagði
Sigurður Sigurjónsson leikari,
sem fer með annað aðalhlutverka
í myndinni Hrútar eftir Grím
Hákonarson.
Myndin var frumsýnd á kvik-
myndahátíðinni í Cannes í gær og
er Hanna Björk Valsdóttir stödd
á hátíðinni og greinir frá því sem
fyrir augu ber. Aðstandendur
Hrúta fylgdu henni eftir á hátíð-
ina og einnig var Ragnheiður Elín
Árnadóttir, iðnaðar- og viðskipta-
ráðherra, viðstödd auk fulltrúa frá
Kvikmyndamiðstöð Íslands.
Hrútar keppa í flokknum Un
Certain Regard sem er hluti af
aðalprógrammi hátíðarinnar.
Flokkurinn er ætlaður upprenn-
andi leikstjórum en Hrútar eru
önnur mynd Gríms í fullri lengd
en hann hefur einnig gert fjölda
heimilda- og stuttmynda.
Grímur ásamt Grímari Jónssyni
framleiðanda, Sigurði og Theodóri
Júlíussyni, aðalleikurum myndar-
innar, mætti eldsnemma í mynda-
töku fyrir frumsýninguna þar sem
á annað hundrað ljósmyndarar
voru mættir og mynduðu þá í bak
og fyrir.
Myndinni var vel tekið, áhorf-
endur risu úr sætum og lófaklappi
eftir sýninguna ætlaði aldrei að
linna. Þurftu aðstandendur hennar
að hneigja sig margsinnis fyrir
áhorfendum.
„Franska Twitter logar,“ sagði
Grímar, framleiðandi myndar-
innar, eftir að sýningunni lauk og
hann hafði ekki undan að svara
símtölum. Grímur og Grímar
fóru beint í hádegisverð eftir sýn-
inguna með frönskum dreifingar-
aðilum og eftir það biðu blaða-
menn í höllinni eftir að taka við
þá viðtöl. Þessi frumsýning hefur
gríðarlegt vægi varðandi sölu og
dreifingu. „Það er strax byrjað að
berjast um hana í nokkrum lönd-
um,“ sagði Grímar.
„Myndin kom mér á óvart, ég
vissi svo sem hverju ég átti von á
en hún er virkilega vel gerð, allir
póstar komu vel út. Ég er virkilega
ánægður með hana,“ segir Sigurð-
ur hæstánægður. „Næsta skref er
svo að frumsýna heima, það verð-
ur líka gaman,“ sagði Sigurður
sem var svo rokinn á blaðamanna-
fund með frönsku pressunni.
Sigurður Sigurjónsson og Theo-
dór Júlíusson eiga báðir stórleik
í myndinni en þeir leika bræður
norður í Bárðardal sem talast ekki
við. Einnig koma hrútar og kindur
við sögu eins og titillinn gefur til
kynna. Sögusviðið er því ramm-
íslenskt en Hrútar verður frum-
sýnd hér á landi í lok mánaðarins.
Hrútar fengu frábærar
viðtökur í Cannes í gær
Kvikmyndin Hrútar eft ir Grím Hákonarson var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í
Cannes við góðar undirtektir. Allir helstu aðstandendur myndarinnar viðstaddir.
Í CANNES Á leiðinni á frumsýningu, stóra stundin nálgast. Grímar, Sigurður, Theodór, Grímur og Sturla kvikmyndatökumaður.
Á DREGLINUM Theodór Júlíusson, Grímur Hákonarson og Sigurður Sigurjónsson á
rauða dreglinum.
„Ég faðmaði hann í
dálítið langan tíma,
eða þangað til hann
var farinn að reyna
að færa sig í burtu.
Ég varð að nýta
tækifærið!“
LEIKKONAN REBEL
WILSON UM ÞAÐ ÞEGAR
HÚN HITTI BRAD PITT Í
FYRSTA SINN.
Næsta skref er svo
að frumsýna heima, það
verður líka gaman.
Sigurður Sigurjónsson, leikari.
STEIG Á SVIÐ
Söngkonan Unnur Eggertsdóttir, sem
margir kannast við sem Sollu stirðu
úr Latabæ, deildi gleðilegum status
á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi.
Þar greindi hún frá því að um kvöldið
myndi hún í fyrsta skipti stíga á svið
sem söngkona í New York á kabar-
ettbar á Times Square. Unnur flutti
til borgarinnar í september
á síðasta ári þar sem hún
stundar leik list ar nám við
skól ann The American Aca-
demy of Dramatic Arts í
borginni. Unnur sagðist
spennt og stressuð
fyrir stóru stundinni
og að hún óttaðist
mest að láta lífið
úr stressi. - gló
EINS OG BARN Á JÓLUM
Grínhópurinn Mið-Ísland átti að
skemmta í Bolungarvík í gærkvöldi
en því miður var fluginu til Ísafjarðar
aflýst. „Dóri brosti eins og barn á jólum
þegar hann sá að fluginu var aflýst.
Hann var búinn með tvo tvöfalda og
búinn að kyngja einni róandi, enda
flughræddasti maður á Íslandi,“ segir
Björn Bragi um félaga sinn Dóra DNA.
Hópurinn fór þess í stað út
að borða í miðbæ Reykjavík-
ur og naut þessa skyndilega
og óvænta fríkvölds. „Menn
nýttu í það minnsta úti-
vistarleyfið sem þeir höfðu
fengið,“ bætir Björn Bragi
við og hlær. Hópurinn fer
til Bolungarvíkur 19. júní.
- glp