Fréttablaðið - 16.06.2017, Síða 8

Fréttablaðið - 16.06.2017, Síða 8
UMHVERFISMÁL „Við erum á milli steins og sleggju því það er gerð krafa til okkar, sveitarfélagsins, um að ráðast í framkvæmdir sem kosta um það bil tvær milljónir króna á hvern íbúa á sama tíma og við höfum ekkert fjárhagslegt bolmagn til þess,“ segir Þorsteinn Gunnars- son, sveitarstjóri Skútustaðahrepps, spurður um stöðu fráveitumála í sveitarfélaginu. Mývetningar hafa farið þess á leit við stjórnvöld að sveitarfélagið verði styrkt til þess að gera úrbætur í fráveitumálum. Tilefnið er bæði reglur um hreinsun frárennslis frá árinu 2012, en þær gera kröfu um nýtt fráveitukerfi í sveitarfélaginu, og ekki síður áhyggjur manna af líf- ríki Mývatns. Sveitarfélagið og fimmtán rekstr- araðilar afhentu í gær heilbrigðis- nefnd Norðurlands eystra sameigin- lega umbótaáætlun um fráveitumál í sveitarfélaginu til fimm ára. Í áætl- uninni er meðal annars lögð áhersla á að kanna nánar þann möguleika að losa fráveituvatn í borholur. Verður gerð tilraun með slíka niður- dælingu næsta sumar, fáist til þess fjármagn frá ríkinu. Heildarkostnaður fyrirhugaðra framkvæmda er áætlaður um 500 til 700 milljónir króna, en ætla má að kostnaður rekstraraðila muni hlaupa á hundruðum milljóna króna. Þorsteinn ítrekar í samtali við blaðið að fjárhagsleg aðkoma ríkisins að lausn vandans sé grund- vallarforsenda. Sveitarfélagið fundaði með fjármálaráðherra og umhverfisráðherra í lok síðasta mánaðar. „Það var bara gott sam- tal sem við áttum. En þetta kemur í ljós í haust þegar fjárlagavinnan fer af stað. Við höfum ekki fengið neitt loforð frá ríkinu um aðkomu þess, þannig að þetta er enn á byrj- unarstigi. En það er allavega búið að funda einu sinni og sá fundur lofar góðu um framhaldið,“ segir hann. Gert er ráð fyrir að viðræður við stjórnvöld standi til áramóta. „Skútustaðahreppur er lítið sveitarfélag. Veltan á síðasta ári var um 460 milljónir króna og rekstur- inn hefur verið þungur undanfarin ár. Það birti þó aðeins til á síðasta ári sem gefur okkur tækifæri til þess að fara að undirbúa verkið.“ Kostnaðurinn við fyrirhugaðar framkvæmdir sé gríðarlegur fyrir svona lítið sveitarfélag. „Það sjá allir að þetta er eitthvað sem geng- ur ekki upp. Þess vegna lít ég á það sem samfélagslegt verkefni, hvað varðar náttúruperluna Mývatn, að Íslendingar standi saman, komi að borðinu með okkur og fjármagni þessar fráveituframkvæmdir með okkur, eins og ríkinu ber samkvæmt lögum um vernd Mývatns og Laxár frá árinu 2004. Þar kemur skýrt fram að kostnaður sem hlýst af þessum lögum, sem eru klárlega íþyngjandi gagnvart okkur í fráveitumálum, á að greiðast úr ríkissjóði.“ Hann segir sveitarfélagið hafa þegar hafið undirbúning að fram- kvæmdum, til dæmis með breyt- ingum á deiliskipulagi vegna hreinsistöðva í Reykjahlíð og á Skútustöðum. Einnig sé verið að undirbúa útboð á hönnun fráveitu- kerfisins, svo eitthvað sé nefnt. „Við erum að vinna okkar heimavinnu samkvæmt umbótaáætluninni.“ Enn er hins vegar beðið svara frá rík- isvaldinu. kristinningi@frettabladid.is Mývetningar á milli steins og sleggju Skútustaðahreppur og fimmtán rekstraraðilar afhentu í gær heilbrigðisnefnd Norðurlands eystra umbótaáætlun í fráveitumálum til næstu fimm ára. Sveitarstjórinn segir að fjárhagsleg aðkoma ríkisvaldsins að lausn vandans sé grundvallarforsenda. Magn blábaktería í Mývatni árin 2014 og 2015 er talið merki ofauðgunar í vatninu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Segir umræðuna oft á tíðum sorglega Þorsteinn Gunnarsson sveitarstjóri segir að umræðan um fráveitumál í Mývatnssveit sé oft á tíðum sorgleg. Stundum mætti skynja af henni að málin væru þar í miklum ólestri. Því hafi til dæmis verið haldið fram að skólpi sé dælt beint út í Mývatn. Það sé mikill misskilningur. „Í gegnum tíðina hafa Mývetningar verið til fyrirmyndar þegar kemur að fráveitumálum með sínar rotþrær og annað. Þetta var bara í nokkuð góðu ásigkomulagi þar til reglugerðinni var breytt með einu pennastriki árið 2012,“ segir Þorsteinn. „Við vorum að skila sameiginlegri umbóta- áætlun og ætlum að vera til fyrirmyndar í fráveitumálum. sólgleraugum Úrval af Gleraugnaverslunin þín MJÓDDIN S:587 2123 FJÖRÐUR S: 555 4789 SJÁVARÚTVEGUR Héraðsdómur Suð- urlands hefur vísað frá máli sem Brim höfðaði á hendur Vinnslustöðinni til ómerkingar á stjórnarkjöri sem fram fór á aðalfundi og hluthafafundi Vinnslustöðvarinnar síðasta sumar. Var það niðurstaða dómsins að Brim, sem er næststærsti hluthafi Vinnslustöðvarinnar með tæplega 33 prósenta hlut, hefði ekki sýnt fram á að félagið hefði lögvarða hagsmuni af því að fá úrlausn um kröfur sínar. Brim kvaðst hafa lögmæta hags- muni af því að krefjast þess að fyrra stjórnarkjörið á aðalfundinum, sem fram fór 6. júlí, gilti, enda væri ljóst að úrslit síðari kosn- inganna hefðu ekki verið félaginu eins hagstæð og úrslit fyrri kosninganna. Eins og kunnugt er skilaði atkvæða- seðill eins hlut- hafa sér ekki í kjörkassa en það atkvæði hefði ráðið úrslitum um stjórnarkjörið. Ákvað fundarstjóri því að endurtaka stjórnarkjörið en þá náðu fulltrúar Brims, bræðurnir Guðmundur og Hjálmar Kristjáns- synir, ekki kjöri í stjórn og varastjórn. Stjórn Vinnslustöðvarinnar boðaði í kjölfarið til hluthafafundar, sem fór fram þann 31. ágúst, þar sem kosið var til stjórnar á ný. Brim mótmælti því harðlega og vísaði til þess að fyrir- tækjaskrá ríkisskattstjóra hefði málið til skoðunar. Á hluthafafundinum var stjórn félagsins sjálfkjörin, en full- trúar Brims drógu framboð sitt til baka rétt fyrir fundinn. Var það niðurstaða dómsins, eins og áður segir, að Brim hefði ekki sýnt fram á að félagið hefði lögvarða hagsmuni af því að fá úrlausn um kröfur sínar í skiln- ingi 1. mgr. 25. gr. laga um meðferð einka- mála. -kij Máli gegn VSV vísað frá Guðmundur Krist- jánsson útgerðar- maður, kenndur við Brim. DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur snúið dómi Héraðsdóms í máli manns sem var dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn konu sem hann ók fyrir Ferðaþjón- ustu fatlaðra. Var honum gefið að sök að að hafa í byrjun árs 2013 í fjögur skipti haft samræði og önnur kynferðismök við konuna í bifreið á vegum ferða- þjónustunnar. Þannig hafi hann notfært sér að hún gat ekki spornað við verknaðinum sökum andlegrar fötlunar. Í héraðsdómi var maðurinn sýkn- aður af þeim hluta ákærunnar sem laut að sakargiftum um samræði og önnur kynferðismök, en sakfelldur fyrir kynferðislega áreitni í eitt skipti þann 14. mars 2013. Fyrir Hæstarétti undi konan hér- aðsdómi að því leyti sem sýknað var en krafðist þess að refsing karlsins yrði að öðru leyti þyngd. Hæstiréttur komst að þeirri niður- stöðu að sá akstur sem maðurinn átti að sinna sem síðasta verkefni umrædds dags renndi engum stoð- um undir það að hann hefði skilað konunni seinna á áfangastað en eðli- legt mætti telja miðað við þá umferð sem gera mætti ráð fyrir á umrædd- um tíma dags. Þá hefði akstursleið mannsins verið eðlileg með hliðsjón af fyrirliggjandi verkefnum. Loks var vísað til þess að við flutn- ing málsins í Hæstarétti hefði konan lýst því yfir að ekki væri víst að mað- urinn hefði ekið henni 14. mars en atvik hefðu allt að einu getað gerst á öðrum degi. – sój Sýknaður í Hæstarétti 1 6 . J Ú N Í 2 0 1 7 F Ö S T U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.