Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.06.2017, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 16.06.2017, Qupperneq 16
Frá degi til dags ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Einar Þór Sverrisson FORSTJÓRI: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir ÚTGEFANDI OG AÐALRITSTJÓRI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRAR: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞRÓUNARSTJÓRI: Tinni Sveinsson tinni@365.is HELGARBLAÐ: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is MENNING: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is LÍFIÐ: Guðný Hrönn Antonsdóttir gudnyhronn@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Halldór Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Síðustu dagana hef ég tvisvar séð fréttir af því að „dekk“ hafi losnað undan farartækjum og vald-ið meiðslum að mig minnir. Í annað skiptið var það „dekk“ á reiðhjóli, í hitt skiptið „framdekk“ á sjúkrabíl. Mig rak í rogastans. Uppfinning hjólsins fyrir meira en 5.500 árum hefur verið talin meðal notamestu tækninýjunga veraldarsögunnar og tæknimenning okkar byggir mikið á þessari gömlu og góðu uppgötvun. Þess vegna ofbýður mér, þegar fréttamenn 21. aldarinnar virðast ekki vita, hvað hjól er. Dekk er orð sem málið hefur samþykkt í staðinn fyrir orðið hjólbarði. En það er ekki hjól. Dekk er sérbúinn gúmmíhringur sem settur er utan um hjól á farartæki og yfirleitt fylltur lofti til að gera akstur á hjólinu þægilegri. Á reiðhjóli köllum við hjólhringinn gjörð, en á bifreið gjarnan felgu, sem er íslenskun á danska orðinu „fælge“. Það er held ég sárasjaldgæft að dekk fari af felgu eða gjörð farartækis á ferð. Enda voru fréttamennirnir ekki að segja okkur satt í ofannefndum tilvikum. Það sem fór af farartækjunum var felga/gjörð + dekk = hjól. Annað þessu óskylt, en þó varðandi málfar, sá ég í dag, 13. júní. Þar var talað um að láta andstæðinga Íslands í íþróttum „bíta í gras“. Hið rétta orðalag er að láta menn „lúta í gras“. Þar að auki hef ég aldrei fyrr heyrt eða séð, að menn „bíti í gras“, hitt er lenskan, að skepnur „bíti gras“, sbr. grasbítir. Í knattleikjum ýmsum tala fréttamenn einnig oft um „samstuð“. Þetta er úr dönskunni, „sammenstöd“, en á fallegri íslensku heitir þetta „árekstur“. Svo ég ljúki þessu með fáeinum orðum er snerta farartæki á hjólum, langar mig að minna á gamalt og gott nafn á orðinu „stuðari“ á bifreið, en það var í sumra munni „þormur“, komið af sögninni að þyrma. Danir eiga reyndar enn skemmtilegra orð „kofanger“, sem Bogi Ólafsson yfirkennari mun hafa þýtt með hinu dásamlega orði „stórgripaskör“. Eigum við að hætta að nota hjólið? Dekk er orð sem málið hefur sam- þykkt í staðinn fyrir orðið hjól- barði. En það er ekki hjól. Þórir Stephensen fv. dómkirkju- prestur og staðarhaldari í Viðey Mundir þú eftir að bursta og skola í morgun? GUM eru hágæða tannvörur tannlæk nar mæla m eð GUM tannvör um ... fæst í næsta apóteki og helstu stórmörkuðum allar upplýsingar á www.icecare.is Áhrifakonur Viðskiptablaðið gaf út sérblað í gær um áhrifamestu konur Íslands. Ýmsir urðu til að gagn- rýna blaðið og sögðu það bæði niðurlægjandi fyrir konur og tímaskekkju. Á sama tíma birti Kjarninn tíu staðreyndir um ójöfn völd og áhrif kynjanna á Íslandi. Þar kemur fram að konur eru einungis fjórðungur stjórnar- manna í fyrirtækjum landsins, lög um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja eru hunsuð og 91 prósent þeirra sem stýra fjár- málafyrirtækjum landsins eru karlar. Öllum skráðum félögum á Íslandi er stýrt af körlum. Sama hvað hverjum kann að finnast um sérblaðið Áhrifakonur þá er staða kvenna í atvinnulífinu svona tíu sinnum meira niður- lægjandi en upphafning þeirra sem þó eru fyrir á fleti. Frú ráðherra Aðeins einn ráðherra í ríkis- stjórninni kemst á blað yfir tíu áhrifamestu konur landsins. Það er Þórdís Kolbrún Reyk- fjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráð- herra. Viðskiptablaðið tiltekur ekki helstu ástæðuna fyrir því að Þórdís Kolbrún er talin áhrifa- meiri ráðherra en aðrar konur í ríkisstjórninni. Staðan er hins vegar sú að fátt bendir til annars en að Þórdís verði varaformaður Sjálfstæðisflokksins í haust á sjálfan þrítugsafmælisdag sinn 4. nóvember næstkomandi. snaeros@frettabladid.is Hefðbundin útlánastarf- semi er ekki síður áhættu- söm en fjárfestingar- bankastarf- semi. Ef marka má umræðuna mætti stundum ætla að hægt hefði verið að afstýra falli fjármálakerfisins 2008 ef viðskiptabankastarfsemi og fjárfesting-arbankastarfsemi bankanna hefði verið aðskilin. Svo er auðvitað ekki. Pólitísk umræða um þetta flókna viðfangsefni hefur yfirleitt liðið fyrir það að oftar en ekki hefur verið afar óljóst hver eigi að vera skilin þarna á milli ef ráðist yrði í slíka uppstokkun. Skýrsla sem starfshópur fjármálaráðherra kynnti í vikunni um þetta álitamál er því gagnlegt innlegg til að skýra betur mörkin á milli þessara starfssviða. Starfshópurinn útlistar þrjár leiðir til að svara þeirri spurningu hvort þörf sé á frekari kerfisbreytingum til að takmarka áhættu af fjárfestingarbankastarfsemi alhliða banka. Í fyrsta lagi að áfram verði byggt á þeim kerfisum- bótum sem gerðar hafa verið á starfsumhverfi fjármála- fyrirtækja. Önnur leiðin – og sú róttækasta – snýr að því að aðskilja starfsemi viðskipta- og fjárfestingarbanka með formlegum hætti, líkt og gert hefur verið í Þýskalandi og Frakklandi, með bannreglum. Þá er að lokum lagt til að heimila „hóflega fjárfestingarbankastarfsemi“ þar sem hún færi ekki yfir ákveðið hlutfall af heildarstarfsemi. Skýrslan dregur fram þær gríðarmiklu breytingar sem hafa orðið á regluverki fjármálafyrirtækja á umliðnum árum. Bankakerfið í dag á lítið sameiginlegt með því sem féll 2008. Búið er að herða reglur verulega um eignarhluti í óskyldum rekstri, skorður hafa verið settar á skuld- setningu og stórar áhættuskuldbindingar, bann er við lán- veitingum með veði í eigin bréfum, strangar takmarkanir á lánafyrirgreiðslur til tengdra aðila, reglur um bónusa eru þær ströngustu í Evrópu, kröfur um eigið fé og lausa- fjárreglur hafa verið hertar stórkostlega og innstæðu- vernd aukin til muna. Allar þessar lagabreytingar eiga það sammerkt að miða að því að bankakerfið sé sjálfbært þannig að skuldbind- ingar þess lendi ekki á herðum ríkissjóðs eða almennings – heldur hluthöfum og kröfuhöfum – ef í harðbakkann slær. Þessu markmiði hefur að stórum hluta verið náð. Það vill stundum gleymast að hefðbundin útlánastarf- semi er ekki síður áhættusöm en fjárfestingarbanka- starfsemi og átti hvað ekki síst þátt í falli bankanna. Jón Daníelsson, hagfræðingur við LSE, hefur bent réttilega á, eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær, að bankar verða allajafna gjaldþrota af þremur ástæðum: „Fasteignum, lánum til lítilla fyrirtækja og lánum til ríkisstjórna. Öll þessi atriði eru á sviði viðskiptabanka á meðan fjár- festingarbankastarfsemi skapar mikið af hagnaðinum án þess að auka líkur á gjaldþroti.“ Stærsti vandi bankanna er léleg arðsemi og skortur á virkum eigendum. Þetta tvennt helst í hendur og stafar af því að ríkið – ásamt kröfuhöfum slitabúa – hefur verið eig- andi að nánast öllu bankakerfinu frá 2009. Þetta er fráleit staða sem felur í sér áhættu fyrir skattgreiðendur. Í stað þess að stjórnvöld hrindi af stað tímabærum breytingum á eignarhaldi bankanna, og endurheimti þá um leið þá 500 milljarða sem ríkið er með bundið þar sem eigið fé, fer tíminn í marklausa umræðu um aðskilnað viðskipta- og fjárfestingarbanka. Af því að ráðamenn, sem telja sig þurfa að svara óskilgreindri kröfu almennings um að „gera eitthvað“, eru fastir í bakssýnisspeglinum að reyna að koma í veg fyrir síðasta bankahrun. Að gera eitthvað 1 6 . J Ú N Í 2 0 1 7 F Ö S T U D A G U R16 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.