Fréttablaðið - 16.06.2017, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 16.06.2017, Blaðsíða 18
FRJÁLSAR Aníta Hinriksdóttir er greinilega í frábæru formi þessa dagana. Í gær sló Aníta Íslandsmetið í 800 metra hlaupi á Demantamóti Ósló í Noregi þegar hún kom í mark á 2:00,05 mínútum. Aníta bætti eigið Íslandsmet, sem hún setti á Ólympíuleikunum í Ríó í fyrra, um níu sekúndubrot. Aníta sló þarna sitt annað Íslandsmet á aðeins fimm dögum en á sunnudaginn sló hún 30 ára gamalt Íslandsmet í 1500 metra hlaupi á móti í Hollandi. Hlaupið í Ósló í gær var stjörnum prýtt en til marks um það voru þrjár efstu í hlaupinu þær sömu og lentu í þremur efstu sætunum í 800 metra hlaupinu á Ólympíuleikunum í fyrra. „Að komast inn í svona hlaup er rosalega mikilvægt upp á fram- haldið; að hafa mætt þessum bestu, Ótrúlegir fimm dagar Anítu Aníta Hinriksdóttir bætti eigið Íslandsmet í 800 metra hlaupi um níu sekúndubrot á Demantamóti í Ósló í gær. Hlaupið var sterkt og reynslan því afar mikilvæg fyrir Anítu sem er með nóg af verkefnum í sumar. helst nokkrum sinnum áður en þú ferð á stórmót,“ sagði Gunnar Páll Jóakimsson, fyrrverandi þjálfari Anítu, í samtali við Fréttablaðið í gærkvöldi. „Í hlaupinu voru fimm sem voru í úrslitum á Ólympíu- leikunum og ein þeirra, Lindsey Sharp, varð á eftir Anítu. Þannig að þetta var ofboðslega sterkt og gaman að hún hafi fengið tækifæri því það er hart barist um að komast í þessi hlaup.“ Aníta endaði í 6. sæti í hlaup- i n u í g æ r . A ð s ö g n Gunnars Páls var það afar vel útfært hjá henni. „Öfugt við heims- og Evrópumót, þá erum við með það sem við köllum héra sem heldur upp hraðanum. Aníta staðsetti sig mjög vel. Þú reynir að fljóta með og eyða sem minnstri orku,“ sagði Gunnar Páll og bætti við að Aníta væri alltaf að öðlast meiri reynslu í taktíska þættinum. „Hún þarf að komast inn á þessi mót til að stíga skref fram á við. Hún nýtti þetta tækifæri vel.“ Síðustu mánuðir hafa verið við- burðaríkir hjá Anítu, eða frá því hún setti Íslandsmetið á Ólympíu- leikunum í Ríó. Aníta gerði frábæra hluti á EM innanhúss í Belgrad í mars og náði þar í brons. Og núna hefur hún slegið tvö Íslandsmet á innan við viku. „Þetta hefur gengið alveg lygilega vel. Það er ekkert sjálfgefið að halda áfram að taka þessi skref. Hún hefur unnið sig upp jafnt og þétt og þetta er mjög jákvætt,“ sagði Gunnar Páll. Sumarið er bara rétt að byrja hjá Anítu. Á sunnu- daginn keppir hún á öðru Demantamóti í Stokkhólmi og fram undan er svo EM U-23 ára í Póllandi og HM í London. Gunnar Páll segir að það styttist í að Aníta brjóti múrinn og hlaupi undir tveimur mínútum. „Þegar maður er búinn að hlaupa á svipuðum tíma getur þetta allt í einu dottið fyrir mann. Það hlaup gæti allt eins komið á sunnudaginn. Hún hefur að mínu mati getað það lengi. En það má ekki vera of mikið stress að hugsa um það. Ef þetta heldur svona áfram kemur þetta á endanum,“ sagði Gunnar Páll að lokum. ingvithor@365.is Í dag Sportrásirnar 17.00 US Open Golfstöðin 19.05 Breiðablik - KR Sport 19.05 ÍR - Keavík Sport 2 20.00 Meijer LPGA Sport 4 21.15 Teigurinn Sport 22.15 1á1: Glódís Perla Sport Pepsi-deild kvenna 18.00 Fylkir - ÍBV 18.00 Þór/KA - Grindavík 19.15 Haukar - KR 19.15 Breiðablik - Stjarnan 19.15 Valur - FH Inkasso-deildin 19.15 ÍR - Keavík ára Starfsmanna- og munaskápar www.rymi.is Nýjast ÍBV - KR 3-1 1-0 Andri Ólafsson (8.), 2-0 Sindri Snær Magnússon (40.), 2-1 Tobias Thomsen (42.), 3-1 Sindri Snær (47.). Fjölnir - Víkingur Ó. 1-1 0-1 Guðmundur Steinn Hafsteinsson (12.), 1-1 Ingimundur Níels Óskarsson (15.). Stjarnan - Víkingur R. 1-2 0-1 Alex Freyr Hilmarsson (15.), 1-1 Jóhann Laxdal (16.), 1-2 Ragnar B. Sveinsson (73.). Efri Valur 16 Grindavík 14 Stjarnan 13 KA 12 FH 10 Víkingur R. 10 Pepsi-deild karla Þór - Grótta 2-0 1-0 Ármann Pétur Ævarsson (52.), 2-0 Aron Kristófer Lárusson (72.). Fylkir - Fram 2-0 1-0 Hákon Ingi Jónsson (45.), 2-0 Ásgeir Örn Arnþórsson (61.). Haukar - HK 2-1 1-0 Aron Jóhannsson (68.), 1-1 Ingiberg Ólafur Jónsson (77.), 2-1 Björgvin Stefáns- son, víti (80.). Inkasso-deildin Neðri ÍBV 10 Breiðablik 9 Fjölnir 8 KR 7 ÍA 4 Víkingur Ó. 4 FARA TIL KRÓATÍU MEÐ SIGRI Eftir úrslit gærdagsins í undan- keppni EM 2018 er ljóst að Ísland kemst í lokakeppnina í Króatíu með sigri á Úkraínu á sunnu- daginn. Íslendingar fara þá áfram sem liðið sem er með bestan árangur í 3. sæti riðlanna sjö í undankeppninni. Íslenska liðið getur líka náð 2. sætinu í riðlinum. Til að það gerist þarf Ísland að vinna Úkraínu og treysta á að Tékkland vinni Make- dóníu í Skopje á sama tíma. 2 Aníta sló tvö Íslandsmet, í 800 og 1500 metra hlaupi, á aðeins fimm dögum. SÁ ÞRIÐJI DÝRASTI Í SÖGUNNI Everton gerði Jordan Pickford að þriðja dýrasta markverði sögunnar þegar félagið keypti hann af Sun- derland í gær. Everton borgaði 25 milljónir punda fyrir Pickford en sú upphæð gæti hækkað upp í 30 milljónir. Pickford stóð sig vel í rammanum hjá Sunderland á síðasta tímabili, þrátt fyrir að liðið hafi fallið með hvelli. Pickford er 23 ára og hefur leikið fjölda leikja fyrir yngri landslið Englands og verið valinn í A-landsliðið. 1 6 . J Ú N Í 2 0 1 7 F Ö S T U D A G U R18 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT Vel á verði í markinu Jafnt í Grafarvoginum Fjölnir og Víkingur Ó. gerðu 1-1 jafntefli á Extra-vellinum í Grafarvogi í 7. umferð Pepsi-deildar karla í gærkvöldi. Guðmund- ur Steinn Hafsteinsson kom Ólsurum yfir á 12. mínútu en Ingimundur Níels Óskarsson jafnaði metin þremur mínútum síðar. Þetta var fyrsta stig Víkinga síðan í 3. umferð en þrátt fyrir það eru þeir enn á botni deildarinnar. Fjölnir er hins vegar í 9. sætinu með átta stig. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.