Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.06.2017, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 16.06.2017, Qupperneq 22
Jónsmessuhátíð á Hofsósi, sem haldin er  í fimmtánda skipti um helgina, hefur fyrir löngu fest sig í sessi.„Þetta er eins og eitt stórt ættar-mót,“ segir Guðrún Þorvaldsdóttir, sem er einn skipuleggjendanna og hefur verið frá upphafi hátíðar- innar. Auk hennar hafa þeir Kristján Jónsson, Bjarni Þórisson og Sigmundur Jóhannesson annast umsjón undanfarin fimmtán ár. „Við erum fjögur sem höfum séð um að sitja í nefndinni öll árin. Þetta kom þann- ig til að við tókum þátt í verkefninu Breyt- um byggð, sem var í gangi hér í bænum, og var óhemju góð þátttaka meðal bæjar- búa. Í lokin tók við hópavinna og þar tók hver hópur fyrir sig eitthvað sérstakt. Við fjögur fengum þá þessa hugmynd að búa til hátíð og það má segja að samstarfið hafi gengið gríðarlega vel, hér erum við enn,“ segir Guðrún. Hún segir jafnframt að gott samstarf við félögin í bænum og fólkið á svæðinu skipti lykilmáli og segir röggsamlega: „Ef ekki væri fyrir að allir hjálpuðust svona mikið að þá væri hér engin hátíð. Allur ágóðinn sem verður til við hátíðarhöldin verður eftir í bænum. Hann rennur aftur til félaganna á svæð- inu. Aftur í fótboltafélagið, Lions, björg- unarsveitina og til eldri borgaranna sem standa vaktina í kjötsúpusölunni. Svo höfum við í þessi fimmtán ár getað stutt við fólk sem tengist svæðinu, sem lent hefur í slysum eða veikindum. Við höfum getað lagt mörgum lið og það er ofboðslega gott, “ útskýrir hún stolt. Af nægu er að taka á hátíðinni sem sett verður í kvöld. Herlegheitin hefjast með Jónsmesugöngu. Eldri borgarar taka svo við og skenkja kjötsúpu og svo verður kvöldvöku slegið upp. gudnyhronn@365.is Jónsmessuhátíðin eins og eitt stórt ættarmót Jónsmessuhátíðin á Hofsósi er haldin í fimmtánda skipti um helgina. Sama nefndin hefur séð um skipulagninguna allt frá upphafi en nefndarmenn segja að ef ekki væri fyrir samhug bæjarbúa væri engin hátíð. Og fólk flykkist í bæinn til að fagna með bæjarbúum. Hugheilar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns föður okkar, tengdaföður og afa, Péturs Sigvaldasonar bónda, Klifshaga 2, Öxarrði. Innilegar þakkir til starfsfólks á Skógarbrekku á Húsavík. Unnur Sigurðardóttir Aðalheiður Pétursdóttir Guðni Þórólfsson Sigvaldi Pétursson Stefán Pétursson Guðlaug Anna Ívarsdóttir Ingimar Pétursson og afabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma, dóttir og tengdadóttir, Jóna Kristín Baldursdóttir lést á líknardeild LSH 10. júní. Útför hennar fer fram frá Fíladelfíu, Hátúni 2 Reykjavík, mánudaginn 19. júní kl. 13. Sigþór Kristinn Ágústsson Davíð Örn Sigþórsson Baldur Ágúst Sigþórsson Þorkatla Sumarliðadóttir Sigríður Kristín Sigþórsdóttir Sigríður Aðalsteinsdóttir Kristján Guðmundsson Sigríður Sigurðardóttir Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Jónína Ingólfsdóttir Njarðarvöllum 2, Reykjanesbæ, lést á Hrafnistu, Nesvöllum, mánudaginn 12. júní. Útför hennar verður auglýst síðar. Inga María Henningsdóttir Ólafur Sigurjónsson Bjarney Sigr. Snævarsdóttir Bjarni Friðrik Jóhannesson barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýju vegna andláts ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Guðlaugar Elsu Jónsdóttur frá Hrísey. Sigurgeir Stefán Júlíusson Stefán Jón Heiðarsson Sigríður Gunnarsdóttir Heimir Sigurgeirsson Gunnhildur Anna Sigurjónsd. Lovísa María Sigurgeirsd. Einar Arngrímsson Guðbjörg Sigurgeirsdóttir Sturla Þengilsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, a og langa , Magnús Sigurðsson Víðivöllum 6, Selfossi, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands mánudaginn 12. júní. Útförin fer fram frá Selfosskirkju mmtudaginn 22. júní kl. 13.00. Aðalheiður Björg Birgisdóttir Þorsteinn Magnússon Þóra S. Jónsdóttir Íris Björk Magnúsdóttir Jón Ari Guðbjartsson Ólöf Ósk Magnúsdóttir Steindór Guðmundsson Helga Skúla Magnúsdóttir Arnar Þór Sveinsson Ólöf Kristjánsdóttir Ásgeir Valhjálmsson tæknifræðingur, fyrrv. forstjóri Atlas í Borgartúni, verður 90 ára þann 16. júní. Áfanganum mun Ásgeir fagna með vinum og velunnurum á VoxHome, Suðurlandsbraut 4, föstudaginn 16. júní kl. 16-19. Ásgeir afþakkar afmælisgja€r en tekur heilshugar á móti góðum kveðjum og vonast til að sjá sem „esta gleðjast með sér þennan dag. Eiginkona Ásgeirs var Sigurlína Kristjánsdóttir ljósmóðir frá Bolungarvík, en Sigurlína féll frá þann 5. janúar sl. 90 ára afmæli Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Þorbjörg Guðrún Guðjónsdóttir áður til heimilis að Gróðrarstöðinni í Grænuhlíð við Bústaðaveg, lést á Hrafnistu mánudaginn 12. júní. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju, mánudaginn 19. júní kl. 15.00. Jóna Gunnarsdóttir Guðjón Reynir Gunnarsson Vernharður Gunnarsson Björg Árnadóttir Ósk Gunnarsdóttir Snorri Arnnnsson Gunnar Þór Gunnarsson Katrín Rós Gunnarsdóttir barnabörn og langömmubörn. Ástkær faðir okkar, Jón Svavar Björgvinsson frá Kirkjubóli v/Laugarnesveg, síðast til heimilis í Clearwater, Florida, lést þann 3. júní síðastliðinn. Viðar Jónsson Gísli Björgvinsson og aðrir ættingjar og vinir. Bjarni Eiríksson lögmaður, lést mánudaginn 12. júní. Jarðarför auglýst síðar. Brynja Bjarnadóttir Lára V. Albertsdóttir Eiríkur Bjarnason Auðun Eiríksson Mona Hitterdal Ættmóðir okkar, Sigurlaug A. Stefánsdóttir verður jarðsungin frá Þorlákskirkju í Þorlákshöfn þriðjudaginn 20. júní 2017 kl. 10.30. Hildur Gunnarsdóttir Jóhannes Jónsson Áslaug Þorsteinsdóttir Stefán Gunnarsson Helga Sigurbjörnsdóttir Ágústa Gunnarsdóttir Leigh Woods Elskuleg dóttir mín, systir, mágkona og frænka, Aldís Sigurðardóttir þjóðfræðingur, Mosfellsbæ, er látin. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknardeildina í Kópavogi. Lillý Sigríður Guðmundsdóttir Birna Mjöll Sigurðardóttir Bjarki Sigurðsson Anna Jódís Sigurbergsdóttir Guðrún Eva Bjarkadóttir Davíð Jónsson Kratsch Viktor Örn Davíðsson Jón Arnar Davíðsson Gústaf Orri Bjarkason Harpa Líf Bjarkadóttir Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Margrét Guðjónsdóttir Löngulínu 2a, Garðabæ, andaðist á hjúkrunarheimilinu Eir 6. júní sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sérstakar þakkir eru til starfsfólks hjúkrunarheimilisins Eirar fyrir einstaka umönnun. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Barnaspítala Hringsins. Haukur Sveinbjarnarson Anna Jóna Hauksdóttir Matthías Ottósson Sveinbjörn Grétar Hauksson Snorri Hauksson Sigríður Hauksdóttir Anton Pjetur Þorsteinsson Haukur Hauksson Thi Uyen Le barnabörn og barnabarnabörn. 1 6 . J Ú N Í 2 0 1 7 F Ö S T U D A G U R22 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð TÍMAMÓT
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.